Mandela fagnaði frelsinu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 11. febrúar 2019 08:00 Nelson Mandela. vísir/getty Á þessum degi árið 1990 lauk 27 ára fangelsisvist mannréttindafrömuðarins Nelsons Mandela. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Suður-Afríku þegar Mandela fagnaði frelsi með konu sinni, Winnie Madikizela, á götum Jóhannesarborgar. Eitt af fyrstu verkum Mandela var að ávarpa fjöldasamkomu á Soccer City-leikavanginum í borginni en talið er að um 100 þúsund manns hafi verið á staðnum. Fangelsun Mandela má rekja til baráttu hans gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Hann var handtekinn ásamt öðrum aðgerðasinnum árið 1962 og var ári seinna dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir landráð. Saksóknari hafði farið fram á dauðadóm yfir Mandela og félögum hans. Mandela var vistaður í fangelsinu á Robben-eyju á árunum 1964 til 1982, eða þangað til að hann var fluttur í Victor Verster-fangelsið. Barátta Mandela fyrir réttindum blökkufólks í Suður-Afríku, handtaka hans og endanleg fangelsun vakti heimsathygli og ekki síður þær fregnir sem bárust af þeirri hörmulegu meðferð sem Mandela sætti á Robben-eyju. Um það leyti sem frelsun Mandela var í nánd var mörgum orðið ljóst að aðskilnaðarstefnan væri úrelt fyrirkomulag. F.W. de Klerk, sem gegndi tímabundið embætti forseta, lýsti þessari skoðun. Hann beitti sér fyrir frelsun Mandela, sem síðan varð að veruleika 11. febrúar árið 1990. Árið 1994 vann flokkur Mandela, Afríska þjóðarráðið, afgerandi sigur í almennum þingkosningum og var Mandela útnefndur forseti í kjölfarið og varð þar með fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins. Mandela átti eftir að beita sér af miklum krafti við að afnema aðskilnaðarstefnuna og við að koma á friði milli svartra og hvítra í Suður-Afríku. Mandela lést 5. desember árið 2013. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Tímamót Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Á þessum degi árið 1990 lauk 27 ára fangelsisvist mannréttindafrömuðarins Nelsons Mandela. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Suður-Afríku þegar Mandela fagnaði frelsi með konu sinni, Winnie Madikizela, á götum Jóhannesarborgar. Eitt af fyrstu verkum Mandela var að ávarpa fjöldasamkomu á Soccer City-leikavanginum í borginni en talið er að um 100 þúsund manns hafi verið á staðnum. Fangelsun Mandela má rekja til baráttu hans gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Hann var handtekinn ásamt öðrum aðgerðasinnum árið 1962 og var ári seinna dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir landráð. Saksóknari hafði farið fram á dauðadóm yfir Mandela og félögum hans. Mandela var vistaður í fangelsinu á Robben-eyju á árunum 1964 til 1982, eða þangað til að hann var fluttur í Victor Verster-fangelsið. Barátta Mandela fyrir réttindum blökkufólks í Suður-Afríku, handtaka hans og endanleg fangelsun vakti heimsathygli og ekki síður þær fregnir sem bárust af þeirri hörmulegu meðferð sem Mandela sætti á Robben-eyju. Um það leyti sem frelsun Mandela var í nánd var mörgum orðið ljóst að aðskilnaðarstefnan væri úrelt fyrirkomulag. F.W. de Klerk, sem gegndi tímabundið embætti forseta, lýsti þessari skoðun. Hann beitti sér fyrir frelsun Mandela, sem síðan varð að veruleika 11. febrúar árið 1990. Árið 1994 vann flokkur Mandela, Afríska þjóðarráðið, afgerandi sigur í almennum þingkosningum og var Mandela útnefndur forseti í kjölfarið og varð þar með fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins. Mandela átti eftir að beita sér af miklum krafti við að afnema aðskilnaðarstefnuna og við að koma á friði milli svartra og hvítra í Suður-Afríku. Mandela lést 5. desember árið 2013.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Tímamót Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira