Skattgreiðslur verði sundurliðaðar á launaseðlum Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2019 13:17 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur eðlilegt að fram komi á launaseðlum fólks hvert skattgreiðslur þess fara og leggur fram þingsályktun í dag um að ríkið breyti nú þegar uppsetningu launaseðla. Skattgreiðendur með laun undir 745 þúsundum á mánuði greiði til að mynda meira til sveitarfélaga en ríkis með staðgreiðslunni. Á launaseðlum launafólks koma fram upplýsingar um frádrátt til staðgreiðslu skatta en þær upplýsingar eru ekki sundurliðaðar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins leggur fram þingsályktun á Alþingi í dag sem miðar að því að breyta þess. „Með því er verið að fela ríki og stofnunum þess að birta á launaseðli sérstaklega tilgreinda fjárhæð tekjuskatts annars vegar og útsvars hins vegar,” sagði Áslaug Arna á Alþingi í morgun. Þá komi einnig fram á launaseðlinum hvað launagreiðandi greiðir í tryggingagjald vegna hvers launamannsins. Tilgangurinn hennar og meðflutningsmanna sé að auka gagnsæi í skattheimtu. „Til að auka almenna þekkingu um það hvernig skatti er skipt milli sveitarfélaga og ríkis og þekkingu á gjöldum, tryggingagjöldum, eins og öðrum launatengdum gjöldum launagreiðanda,” sagði Áslaug Arna. Með tillögunni sé lagt til að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi og breyti framsetningu launaseðla sinna strax. Eðlilegt sé að launafólk hafi þessa skiptingu á hreinu og viti þar með hve stór hluti skattgreiðslna fari til ríkisins annars vegar og sveitarfélags hins vegar. „Það er nefnilega svo að allt launafólk með 745 þúsund krónur á mánuði eða undir greiðir hærri upphæð til sveitarfélagsins en ríkisins. Það getur ekki verið annað en gott fyrir alla að þekkja hvernig þeim gjöldum er háttað,” sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Alþingi Kjaramál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur eðlilegt að fram komi á launaseðlum fólks hvert skattgreiðslur þess fara og leggur fram þingsályktun í dag um að ríkið breyti nú þegar uppsetningu launaseðla. Skattgreiðendur með laun undir 745 þúsundum á mánuði greiði til að mynda meira til sveitarfélaga en ríkis með staðgreiðslunni. Á launaseðlum launafólks koma fram upplýsingar um frádrátt til staðgreiðslu skatta en þær upplýsingar eru ekki sundurliðaðar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins leggur fram þingsályktun á Alþingi í dag sem miðar að því að breyta þess. „Með því er verið að fela ríki og stofnunum þess að birta á launaseðli sérstaklega tilgreinda fjárhæð tekjuskatts annars vegar og útsvars hins vegar,” sagði Áslaug Arna á Alþingi í morgun. Þá komi einnig fram á launaseðlinum hvað launagreiðandi greiðir í tryggingagjald vegna hvers launamannsins. Tilgangurinn hennar og meðflutningsmanna sé að auka gagnsæi í skattheimtu. „Til að auka almenna þekkingu um það hvernig skatti er skipt milli sveitarfélaga og ríkis og þekkingu á gjöldum, tryggingagjöldum, eins og öðrum launatengdum gjöldum launagreiðanda,” sagði Áslaug Arna. Með tillögunni sé lagt til að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi og breyti framsetningu launaseðla sinna strax. Eðlilegt sé að launafólk hafi þessa skiptingu á hreinu og viti þar með hve stór hluti skattgreiðslna fari til ríkisins annars vegar og sveitarfélags hins vegar. „Það er nefnilega svo að allt launafólk með 745 þúsund krónur á mánuði eða undir greiðir hærri upphæð til sveitarfélagsins en ríkisins. Það getur ekki verið annað en gott fyrir alla að þekkja hvernig þeim gjöldum er háttað,” sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Alþingi Kjaramál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira