Enski boltinn

Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sala lést þegar flugvél hans hrapaði í Ermasundið í lok janúar.
Sala lést þegar flugvél hans hrapaði í Ermasundið í lok janúar. vísir/getty
Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala.

Cardiff gerði Sala að dýrasta leikmanni félagsins í janúar þegar hann var keyptur frá Nantes fyrir 15 milljónir punda. Framherjinn náði þó aldrei að spila leik fyrir Cardiff því hann lést í flugslysi tveimur dögum eftir kaupin.

Nantes vill fá greitt fyrir kaupin en Cardiff neitar að borga fyrr en rannsókn á flugslysinu er lokið.

5. febrúar sendu lögfræðingar Nantes frá sér bréf og báðu um fyrstu greiðsluna innan tíu virkra daga. Cardiff fékk síðan greiðslufrest þar til 26. febrúar.

Þar sem engin greiðsla barst stóð Nantes við orð sín og kvartaði til alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA.

FIFA sendi frá sér tilkynningu þar sem staðfest var að kvörtun hefði borist og sambandið væri að skoða málið.


Tengdar fréttir

Cardiff þarf að borga fyrstu greiðsluna fyrir Sala í dag

Emiliano Sala er dýrasti leikmaðurinn í sögu Cardiff City en Argentínumaðurinn náði aldrei að spila fyrir velska félagið. Cardiff þarf samt sem áður að borga fyrir leikmanninn og nú er komið að skuldadegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×