Pakistanar kalla eftir viðræðum Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2019 13:40 Íbúar virða brak indversku orrustuþotunnar fyrir sér. AP/Mukhtar Khan Yfirvöld bæði Indlands og Pakistan segjast hafa skotið niður orrustuþotu hins ríkisins en enn sem komið er viðurkenna Indverjar einir að hafa tapað þotu. Flugmaður þotunnar sem var af gerðinni MiG-21, er í haldi Pakistana.Mikil spenna er á milli ríkjanna tveggja eftir að Indverjar gerðu loftárás á yfirráðasvæði Pakistan í Kasmír-héraði í gær. Það gerðu þeir í kjölfar sjálfsmorðsárásar vígamanna þann 14. febrúar þar sem 40 indverskir hermenn féllu. Indverjar segja árásina eingöngu hafa beinst gegn vígamönnum Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Indverjar hafa sakað yfirvöld Pakistan um að skýla JeM og segja jafnvel að meðlimir öryggissveita Pakistan hafi komið að árásinni. Til átaka kom í morgun þar sem minnst ein orrustuþota var skotin niður. Pakistanar segjast flogið inn á yfirráðasvæði Indverjar og varpað þar sprengjum á óbyggt svæði. Þeir segjast hafa ráðist á indversku þoturnar þegar þeim var flogið inn á yfirráðasvæði Pakistana í kjölfar árásarinnar.Indverjar segja hins vegar að orrustuþotur hafi verið sendar gegn orrustuþotum Pakistan og árás þeirra hafi misheppnast. Indland og Pakistan hafa háð þrjár styrjaldir frá því Bretar yfirgáfu svæðið og skiptu ríkjunum upp eftir trúarbrögðum heimamanna árið 1947. Af þeim hafa tvær snúist um Kasmír, sem bæði ríkin gera tilkall til en stjórna sitthvorum hluta héraðsins. Undanfarna daga hafa forsvarsmenn beggja ríkja fyrirskipað loftárásir og hersveitir þeirra hafa skipst á skotum á minnst tólf stöðum. Bæði ríkin búa yfir kjarnorkuvopnum. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, hvatti til þess að dregið yrði úr spennu í morgun og sagði yfirvöld Pakistan og Indlands þurfa að ræða saman. „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningi. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman,“ sagði Khan í sjónvarpsávarpi í morgun, samkvæmt Reuters.Hér má sjá stutt myndband frá Economist þar sem deilan um Kasmír er útskýrð. Wreckges of Indian fighter planes burning. Well done Pakistan Air Force. The entire nation is proud of you. pic.twitter.com/TTIb1zvNZS— Information Ministry (@MoIB_Official) February 27, 2019 Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Indverjar vilja ekki spila við Pakistana á HM í krikket. Vilja raunar ekki sjá þá taka þátt vegna meints skeytingarleysis Pakistana í garð hryðjuverkastarfsemi. Indverjar ætla einnig að skera á rennsli vatns til Pakistans. 23. febrúar 2019 08:45 Pakistanar heita því að bregðast við árásum Indverja Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. 26. febrúar 2019 15:49 Indverjar hótar að einangra Pakistan vegna sjálfsmorðsárásar Hátt í fimmtíu hermenn féllu í sjálfsmorðssprengjuárás samtaka íslamista sem Indverjar saka Pakistana um að hafa leyft að leika lausum hala. 15. febrúar 2019 11:57 Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45 Fjórir indverskir hermenn féllu í skotbardaga Fjórir indverskir hermenn féllu í Kasmír-héraði í morgun eftir að til skotbardaga kom á milli indverskra hermanna og vígamanna. 18. febrúar 2019 08:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Yfirvöld bæði Indlands og Pakistan segjast hafa skotið niður orrustuþotu hins ríkisins en enn sem komið er viðurkenna Indverjar einir að hafa tapað þotu. Flugmaður þotunnar sem var af gerðinni MiG-21, er í haldi Pakistana.Mikil spenna er á milli ríkjanna tveggja eftir að Indverjar gerðu loftárás á yfirráðasvæði Pakistan í Kasmír-héraði í gær. Það gerðu þeir í kjölfar sjálfsmorðsárásar vígamanna þann 14. febrúar þar sem 40 indverskir hermenn féllu. Indverjar segja árásina eingöngu hafa beinst gegn vígamönnum Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Indverjar hafa sakað yfirvöld Pakistan um að skýla JeM og segja jafnvel að meðlimir öryggissveita Pakistan hafi komið að árásinni. Til átaka kom í morgun þar sem minnst ein orrustuþota var skotin niður. Pakistanar segjast flogið inn á yfirráðasvæði Indverjar og varpað þar sprengjum á óbyggt svæði. Þeir segjast hafa ráðist á indversku þoturnar þegar þeim var flogið inn á yfirráðasvæði Pakistana í kjölfar árásarinnar.Indverjar segja hins vegar að orrustuþotur hafi verið sendar gegn orrustuþotum Pakistan og árás þeirra hafi misheppnast. Indland og Pakistan hafa háð þrjár styrjaldir frá því Bretar yfirgáfu svæðið og skiptu ríkjunum upp eftir trúarbrögðum heimamanna árið 1947. Af þeim hafa tvær snúist um Kasmír, sem bæði ríkin gera tilkall til en stjórna sitthvorum hluta héraðsins. Undanfarna daga hafa forsvarsmenn beggja ríkja fyrirskipað loftárásir og hersveitir þeirra hafa skipst á skotum á minnst tólf stöðum. Bæði ríkin búa yfir kjarnorkuvopnum. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, hvatti til þess að dregið yrði úr spennu í morgun og sagði yfirvöld Pakistan og Indlands þurfa að ræða saman. „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningi. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman,“ sagði Khan í sjónvarpsávarpi í morgun, samkvæmt Reuters.Hér má sjá stutt myndband frá Economist þar sem deilan um Kasmír er útskýrð. Wreckges of Indian fighter planes burning. Well done Pakistan Air Force. The entire nation is proud of you. pic.twitter.com/TTIb1zvNZS— Information Ministry (@MoIB_Official) February 27, 2019
Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Indverjar vilja ekki spila við Pakistana á HM í krikket. Vilja raunar ekki sjá þá taka þátt vegna meints skeytingarleysis Pakistana í garð hryðjuverkastarfsemi. Indverjar ætla einnig að skera á rennsli vatns til Pakistans. 23. febrúar 2019 08:45 Pakistanar heita því að bregðast við árásum Indverja Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. 26. febrúar 2019 15:49 Indverjar hótar að einangra Pakistan vegna sjálfsmorðsárásar Hátt í fimmtíu hermenn féllu í sjálfsmorðssprengjuárás samtaka íslamista sem Indverjar saka Pakistana um að hafa leyft að leika lausum hala. 15. febrúar 2019 11:57 Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45 Fjórir indverskir hermenn féllu í skotbardaga Fjórir indverskir hermenn féllu í Kasmír-héraði í morgun eftir að til skotbardaga kom á milli indverskra hermanna og vígamanna. 18. febrúar 2019 08:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00
Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Indverjar vilja ekki spila við Pakistana á HM í krikket. Vilja raunar ekki sjá þá taka þátt vegna meints skeytingarleysis Pakistana í garð hryðjuverkastarfsemi. Indverjar ætla einnig að skera á rennsli vatns til Pakistans. 23. febrúar 2019 08:45
Pakistanar heita því að bregðast við árásum Indverja Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. 26. febrúar 2019 15:49
Indverjar hótar að einangra Pakistan vegna sjálfsmorðsárásar Hátt í fimmtíu hermenn féllu í sjálfsmorðssprengjuárás samtaka íslamista sem Indverjar saka Pakistana um að hafa leyft að leika lausum hala. 15. febrúar 2019 11:57
Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45
Fjórir indverskir hermenn féllu í skotbardaga Fjórir indverskir hermenn féllu í Kasmír-héraði í morgun eftir að til skotbardaga kom á milli indverskra hermanna og vígamanna. 18. febrúar 2019 08:13