Fundir May í Brussel sagðir innihaldslausir Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2019 12:26 May hefur farið margoft til fundar við evrópska ráðamenn eins og Juncker. Yfirlýst markmið þeirra funda hefur verið að semja um breytingar á útgöngusamningi sem þingið hafnaði í janúar. Vísir/EPA Ekkert nýtt virðist hafa verið rætt á ítrekuðum fundum Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, með evrópskum ráðamönnum eftir að útgöngusamningi hennar var hafnað í janúar. May hefur verið sökuð um að tefja tímann til að neyða uppreisnarmenn í eigin flokki til að greiða atkvæði með útgöngusamningnum þegar til kastanna kemur. Bretar ætla sér að ganga úr Evrópusambandinu 29. mars. Afgerandi meirihluti breska þingsins hafnaði útgöngusamningi sem May gerði við sambandið í janúar. Síðan þá hefur hún ítrekað farið til Brussel til að ræða við fulltrúa þess um mögulegar breytingar á samningnum sem gætu komið honum í gegnum þingið.New York Times segir hins vegar að ekkert nýtt hafi komið fram á þessum fundum. Í trúnaðarskjali um fund May með evrópskum embættismönnum 7. febrúar sem blaðið fékk frá evrópskum embættismanni segir bókstaflega að „ekkert“ hafi komið fram þar. Samkvæmt minnisblaðinu þar sem efni fundanna er dregið saman bað May enn og aftur um tímamörk á svonefndri baktryggingu um landamæri á Írlandi þegar hún ræddi við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Í baktryggingunni felst að Norður-Írland verði áfram í tollabandalagi ESB eftir útgönguna á meðan samið verður um varanlega lausn til að hægt sé að komast hjá því að setja upp hefðbundin landamæri að Írlandi sem verður áfram í ESB. Fulltrúa ESB hafa margoft sagt að ekki komi til greina að setja tímamörk á baktrygginguna. Baktryggingin er sá hluti útgöngusamningsins sem harðlínumenn í Íhaldsflokki May eru ósáttastir við. May er í minnisblaðinu sögð hafa lagt til hægt væri að fara aðra leið en New York Times segir ekki hægt að ráða af því að hún hafi lagt neitt fram um hver sú lausn ætti að vera. „May útskýrði ekki hvað hún meinti með öðrum valkosti við baktrygginguna. Alls ekki,“ segir í skjalinu.Bara til að vinna tíma Niðurstaða evrópskra embættismanna í minnisblaðinu er sú að umræður um næstu skref þurfi að eiga sér stað á Bretlandi, ekki í Brussel. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, lagði til við May á fundi sama dag að May byggði fyrst upp stuðning við tiltekna lausn heima fyrir áður en hún bæri hana fyrir evrópska ráðamenn. „May brást varla við,“ sagði í minnisblaðinu um fund þeirra. Gagnrýnendur May á Bretlandi hafa lengi sakað hana um að draga lappirnar í Brexit-ferlinu. Markmið hennar sé í raun að tefja tímann fram að útgöngunni. Ætlun hennar sé þá að stilla stuðningsmönnum útgöngunnar upp við vegg. Annað hvort greiði þeir atkvæði með útgöngusamningi hennar eða láti Bretland ganga úr ESB án samnings. Varað hefur verið við því að slíkt gæti haft efnahagslegar hamfarir í för með sér fyrir Breta. Þetta virðist einnig hafa verið ályktun evrópskra embættismanna. Í minnisblaðinu um fundi hennar í Brussel sagði: „Heimsóknin var bara til að vinna tíma vegna þess að innihaldslega var þetta ekki neitt“. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Ekkert nýtt virðist hafa verið rætt á ítrekuðum fundum Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, með evrópskum ráðamönnum eftir að útgöngusamningi hennar var hafnað í janúar. May hefur verið sökuð um að tefja tímann til að neyða uppreisnarmenn í eigin flokki til að greiða atkvæði með útgöngusamningnum þegar til kastanna kemur. Bretar ætla sér að ganga úr Evrópusambandinu 29. mars. Afgerandi meirihluti breska þingsins hafnaði útgöngusamningi sem May gerði við sambandið í janúar. Síðan þá hefur hún ítrekað farið til Brussel til að ræða við fulltrúa þess um mögulegar breytingar á samningnum sem gætu komið honum í gegnum þingið.New York Times segir hins vegar að ekkert nýtt hafi komið fram á þessum fundum. Í trúnaðarskjali um fund May með evrópskum embættismönnum 7. febrúar sem blaðið fékk frá evrópskum embættismanni segir bókstaflega að „ekkert“ hafi komið fram þar. Samkvæmt minnisblaðinu þar sem efni fundanna er dregið saman bað May enn og aftur um tímamörk á svonefndri baktryggingu um landamæri á Írlandi þegar hún ræddi við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Í baktryggingunni felst að Norður-Írland verði áfram í tollabandalagi ESB eftir útgönguna á meðan samið verður um varanlega lausn til að hægt sé að komast hjá því að setja upp hefðbundin landamæri að Írlandi sem verður áfram í ESB. Fulltrúa ESB hafa margoft sagt að ekki komi til greina að setja tímamörk á baktrygginguna. Baktryggingin er sá hluti útgöngusamningsins sem harðlínumenn í Íhaldsflokki May eru ósáttastir við. May er í minnisblaðinu sögð hafa lagt til hægt væri að fara aðra leið en New York Times segir ekki hægt að ráða af því að hún hafi lagt neitt fram um hver sú lausn ætti að vera. „May útskýrði ekki hvað hún meinti með öðrum valkosti við baktrygginguna. Alls ekki,“ segir í skjalinu.Bara til að vinna tíma Niðurstaða evrópskra embættismanna í minnisblaðinu er sú að umræður um næstu skref þurfi að eiga sér stað á Bretlandi, ekki í Brussel. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, lagði til við May á fundi sama dag að May byggði fyrst upp stuðning við tiltekna lausn heima fyrir áður en hún bæri hana fyrir evrópska ráðamenn. „May brást varla við,“ sagði í minnisblaðinu um fund þeirra. Gagnrýnendur May á Bretlandi hafa lengi sakað hana um að draga lappirnar í Brexit-ferlinu. Markmið hennar sé í raun að tefja tímann fram að útgöngunni. Ætlun hennar sé þá að stilla stuðningsmönnum útgöngunnar upp við vegg. Annað hvort greiði þeir atkvæði með útgöngusamningi hennar eða láti Bretland ganga úr ESB án samnings. Varað hefur verið við því að slíkt gæti haft efnahagslegar hamfarir í för með sér fyrir Breta. Þetta virðist einnig hafa verið ályktun evrópskra embættismanna. Í minnisblaðinu um fundi hennar í Brussel sagði: „Heimsóknin var bara til að vinna tíma vegna þess að innihaldslega var þetta ekki neitt“.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49
May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49
Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09