Fundir May í Brussel sagðir innihaldslausir Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2019 12:26 May hefur farið margoft til fundar við evrópska ráðamenn eins og Juncker. Yfirlýst markmið þeirra funda hefur verið að semja um breytingar á útgöngusamningi sem þingið hafnaði í janúar. Vísir/EPA Ekkert nýtt virðist hafa verið rætt á ítrekuðum fundum Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, með evrópskum ráðamönnum eftir að útgöngusamningi hennar var hafnað í janúar. May hefur verið sökuð um að tefja tímann til að neyða uppreisnarmenn í eigin flokki til að greiða atkvæði með útgöngusamningnum þegar til kastanna kemur. Bretar ætla sér að ganga úr Evrópusambandinu 29. mars. Afgerandi meirihluti breska þingsins hafnaði útgöngusamningi sem May gerði við sambandið í janúar. Síðan þá hefur hún ítrekað farið til Brussel til að ræða við fulltrúa þess um mögulegar breytingar á samningnum sem gætu komið honum í gegnum þingið.New York Times segir hins vegar að ekkert nýtt hafi komið fram á þessum fundum. Í trúnaðarskjali um fund May með evrópskum embættismönnum 7. febrúar sem blaðið fékk frá evrópskum embættismanni segir bókstaflega að „ekkert“ hafi komið fram þar. Samkvæmt minnisblaðinu þar sem efni fundanna er dregið saman bað May enn og aftur um tímamörk á svonefndri baktryggingu um landamæri á Írlandi þegar hún ræddi við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Í baktryggingunni felst að Norður-Írland verði áfram í tollabandalagi ESB eftir útgönguna á meðan samið verður um varanlega lausn til að hægt sé að komast hjá því að setja upp hefðbundin landamæri að Írlandi sem verður áfram í ESB. Fulltrúa ESB hafa margoft sagt að ekki komi til greina að setja tímamörk á baktrygginguna. Baktryggingin er sá hluti útgöngusamningsins sem harðlínumenn í Íhaldsflokki May eru ósáttastir við. May er í minnisblaðinu sögð hafa lagt til hægt væri að fara aðra leið en New York Times segir ekki hægt að ráða af því að hún hafi lagt neitt fram um hver sú lausn ætti að vera. „May útskýrði ekki hvað hún meinti með öðrum valkosti við baktrygginguna. Alls ekki,“ segir í skjalinu.Bara til að vinna tíma Niðurstaða evrópskra embættismanna í minnisblaðinu er sú að umræður um næstu skref þurfi að eiga sér stað á Bretlandi, ekki í Brussel. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, lagði til við May á fundi sama dag að May byggði fyrst upp stuðning við tiltekna lausn heima fyrir áður en hún bæri hana fyrir evrópska ráðamenn. „May brást varla við,“ sagði í minnisblaðinu um fund þeirra. Gagnrýnendur May á Bretlandi hafa lengi sakað hana um að draga lappirnar í Brexit-ferlinu. Markmið hennar sé í raun að tefja tímann fram að útgöngunni. Ætlun hennar sé þá að stilla stuðningsmönnum útgöngunnar upp við vegg. Annað hvort greiði þeir atkvæði með útgöngusamningi hennar eða láti Bretland ganga úr ESB án samnings. Varað hefur verið við því að slíkt gæti haft efnahagslegar hamfarir í för með sér fyrir Breta. Þetta virðist einnig hafa verið ályktun evrópskra embættismanna. Í minnisblaðinu um fundi hennar í Brussel sagði: „Heimsóknin var bara til að vinna tíma vegna þess að innihaldslega var þetta ekki neitt“. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Ekkert nýtt virðist hafa verið rætt á ítrekuðum fundum Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, með evrópskum ráðamönnum eftir að útgöngusamningi hennar var hafnað í janúar. May hefur verið sökuð um að tefja tímann til að neyða uppreisnarmenn í eigin flokki til að greiða atkvæði með útgöngusamningnum þegar til kastanna kemur. Bretar ætla sér að ganga úr Evrópusambandinu 29. mars. Afgerandi meirihluti breska þingsins hafnaði útgöngusamningi sem May gerði við sambandið í janúar. Síðan þá hefur hún ítrekað farið til Brussel til að ræða við fulltrúa þess um mögulegar breytingar á samningnum sem gætu komið honum í gegnum þingið.New York Times segir hins vegar að ekkert nýtt hafi komið fram á þessum fundum. Í trúnaðarskjali um fund May með evrópskum embættismönnum 7. febrúar sem blaðið fékk frá evrópskum embættismanni segir bókstaflega að „ekkert“ hafi komið fram þar. Samkvæmt minnisblaðinu þar sem efni fundanna er dregið saman bað May enn og aftur um tímamörk á svonefndri baktryggingu um landamæri á Írlandi þegar hún ræddi við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Í baktryggingunni felst að Norður-Írland verði áfram í tollabandalagi ESB eftir útgönguna á meðan samið verður um varanlega lausn til að hægt sé að komast hjá því að setja upp hefðbundin landamæri að Írlandi sem verður áfram í ESB. Fulltrúa ESB hafa margoft sagt að ekki komi til greina að setja tímamörk á baktrygginguna. Baktryggingin er sá hluti útgöngusamningsins sem harðlínumenn í Íhaldsflokki May eru ósáttastir við. May er í minnisblaðinu sögð hafa lagt til hægt væri að fara aðra leið en New York Times segir ekki hægt að ráða af því að hún hafi lagt neitt fram um hver sú lausn ætti að vera. „May útskýrði ekki hvað hún meinti með öðrum valkosti við baktrygginguna. Alls ekki,“ segir í skjalinu.Bara til að vinna tíma Niðurstaða evrópskra embættismanna í minnisblaðinu er sú að umræður um næstu skref þurfi að eiga sér stað á Bretlandi, ekki í Brussel. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, lagði til við May á fundi sama dag að May byggði fyrst upp stuðning við tiltekna lausn heima fyrir áður en hún bæri hana fyrir evrópska ráðamenn. „May brást varla við,“ sagði í minnisblaðinu um fund þeirra. Gagnrýnendur May á Bretlandi hafa lengi sakað hana um að draga lappirnar í Brexit-ferlinu. Markmið hennar sé í raun að tefja tímann fram að útgöngunni. Ætlun hennar sé þá að stilla stuðningsmönnum útgöngunnar upp við vegg. Annað hvort greiði þeir atkvæði með útgöngusamningi hennar eða láti Bretland ganga úr ESB án samnings. Varað hefur verið við því að slíkt gæti haft efnahagslegar hamfarir í för með sér fyrir Breta. Þetta virðist einnig hafa verið ályktun evrópskra embættismanna. Í minnisblaðinu um fundi hennar í Brussel sagði: „Heimsóknin var bara til að vinna tíma vegna þess að innihaldslega var þetta ekki neitt“.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49 Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49
May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49
Merkel og May ræddu um að fresta Brexit Forsætisráðherra Bretland og kanslari Þýskalands hittust á leiðtogafundi ESB og Arababandalagsins í Egyptalandi. 25. febrúar 2019 10:09