Þingmenn Miðflokks á eintali við sjálfa sig Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2019 12:15 Bergþór Ólason flutti alls 54 ræður, Sigmundur Davíð 60 og Gunnar Bragi Sveinsson steig 64 sinnum í pontu. Vísir/vilhelm Þingmenn í endurnýjuðum og fjölmennari þingflokki Miðflokksins mættu tvíefldir til leiks í umræðum á Alþingi í gær og héldu um þrjú hundruð ræður um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. Miðflokksmenn áttu nánast eingöngu orðastað við hver annan. Önnur umræða um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál hófst tiltölulega sakleysislega klukkan fjórar mínútur yfir þrjú í gærdag þegar Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar mælti fyrir áliti fulltrúa allra flokka á Alþingi nema Miðflokksins. En Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sat ekki fund nefndarinnar þegar málið var samþykkt vegna veikinda og varamaður mætti ekki í hans stað. Óli Björn vitnaði í umsögn Seðlabankans við málið sem legði áherslu á að afgreiðsla frumvarpsins lægi fyrir áður en gjalddagi tiltekins flokks ríkisbréfa rynni upp, sem var í gær. „Að öðrum kosti muni umfang krónueigna í lausu fé aukast um nær 70 prósent. Eða sem nemur 25 milljörðum króna,” sagði Óli Björn.Sigmundur Davíð óttast brellur Seðlabankans Eftir framsögu Óla Björns veitti Sigmundur Davíð andsvar og sagði að hann hefði aldrei talið koma til greina að kvitta upp á álit allra hinna flokkanna í nefndinni. Honum þætti óviðkvæmilegt að Seðlabankinn setti Alþingi hálfgerða afarkosti.Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, nýir meðlimir Miðflokksins, létu sig ekki vanta í málþófið.Vísir/Vilhelm„Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé einhvers konar brella til að þetta stóra mál, þetta stóra grundvallarmál í uppgjörinu eftir losun hafta renni hér í gegn um aðra umræðu, atkvæðagreiðslu og þriðju umræðu á einum degi,” sagði Sigmundur Davíð. Eftir þetta andsvar áttu Sigmundur Davíð og Óli Björn nokkurn orðastað í andsvörum. Smári McCarthy þingmaður Pírata og Þorsteinn Víglúndsson þingmaður Viðreisnar komu einnig upp í andsvörum þar til kom að ræðu annars af nýju þingmönnum Miðflokksins, Ólafs Ísleifssonar, klukkutíma frá því umræður hófust.Hiti færist í leikinn Að lokinni ræðu Ólafs héldu þingmenn Miðflokksins sextíu og tvær ræður og andsvör fram til klukkan hálf átta í gærkvöldi þegar tæplega korters hlé var gert á fundinum. Þá flutti Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins ræðu og Einar Kárason þingmaður Samfylkingarinnar kom upp í andsvörum í tvígang. En að þeim loknum héldu þingmenn Miðflokksins fimmtíu ræður og andsvör fram til klukkan rúmlega ellefu í gærkvöldi þegar Bryndís Haraldsdóttir varaforseti þingsins gerði nokkurra mínútna hlé til að tilkynna um útbýtingu þingskjala. Eftir það héldu Miðflokksmenn 156 ræður til viðbótar fram til klukkan rúmlega fjögur í nótt en þá hafði færst slíkur hiti í umræður þingmanna Miðflokksins sín í milli að Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis bað þá að gæta orða sinna og sagði þá ganga heldur langt í ummælum um aðra þingmenn. „Sem láta að því liggja nokkuð sterklega að annarlegar hvatir liggi að baki afstöðu annarra þingmanna til þessa máls. Þannig að forseti fer fram á það að þótt að hér sé langt liðið á nótt og hér eigi orðaskipti flokksbræður að þeir gæti orða sinna,” sagði forseti Alþingis. Eftir þetta var þjarkað nokkuð um fundarstjórn forseta og haldnar nokkrar ræður áður en fundi var frestað klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun. Höfðu þingmenn Miðflokksins þá flutt 294 ræður og andsvör og ætla að halda umræðum áfram á Alþingi í dag. Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. 27. febrúar 2019 06:24 Miðflokksmenn sagðir hefna þess á Alþingi sem hallaðist í héraði Miðflokksmenn fá óspart að kenna á stílvopnum nokkurra færustu penna landsins. 27. febrúar 2019 10:19 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þingmenn í endurnýjuðum og fjölmennari þingflokki Miðflokksins mættu tvíefldir til leiks í umræðum á Alþingi í gær og héldu um þrjú hundruð ræður um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. Miðflokksmenn áttu nánast eingöngu orðastað við hver annan. Önnur umræða um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál hófst tiltölulega sakleysislega klukkan fjórar mínútur yfir þrjú í gærdag þegar Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar mælti fyrir áliti fulltrúa allra flokka á Alþingi nema Miðflokksins. En Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sat ekki fund nefndarinnar þegar málið var samþykkt vegna veikinda og varamaður mætti ekki í hans stað. Óli Björn vitnaði í umsögn Seðlabankans við málið sem legði áherslu á að afgreiðsla frumvarpsins lægi fyrir áður en gjalddagi tiltekins flokks ríkisbréfa rynni upp, sem var í gær. „Að öðrum kosti muni umfang krónueigna í lausu fé aukast um nær 70 prósent. Eða sem nemur 25 milljörðum króna,” sagði Óli Björn.Sigmundur Davíð óttast brellur Seðlabankans Eftir framsögu Óla Björns veitti Sigmundur Davíð andsvar og sagði að hann hefði aldrei talið koma til greina að kvitta upp á álit allra hinna flokkanna í nefndinni. Honum þætti óviðkvæmilegt að Seðlabankinn setti Alþingi hálfgerða afarkosti.Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, nýir meðlimir Miðflokksins, létu sig ekki vanta í málþófið.Vísir/Vilhelm„Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé einhvers konar brella til að þetta stóra mál, þetta stóra grundvallarmál í uppgjörinu eftir losun hafta renni hér í gegn um aðra umræðu, atkvæðagreiðslu og þriðju umræðu á einum degi,” sagði Sigmundur Davíð. Eftir þetta andsvar áttu Sigmundur Davíð og Óli Björn nokkurn orðastað í andsvörum. Smári McCarthy þingmaður Pírata og Þorsteinn Víglúndsson þingmaður Viðreisnar komu einnig upp í andsvörum þar til kom að ræðu annars af nýju þingmönnum Miðflokksins, Ólafs Ísleifssonar, klukkutíma frá því umræður hófust.Hiti færist í leikinn Að lokinni ræðu Ólafs héldu þingmenn Miðflokksins sextíu og tvær ræður og andsvör fram til klukkan hálf átta í gærkvöldi þegar tæplega korters hlé var gert á fundinum. Þá flutti Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins ræðu og Einar Kárason þingmaður Samfylkingarinnar kom upp í andsvörum í tvígang. En að þeim loknum héldu þingmenn Miðflokksins fimmtíu ræður og andsvör fram til klukkan rúmlega ellefu í gærkvöldi þegar Bryndís Haraldsdóttir varaforseti þingsins gerði nokkurra mínútna hlé til að tilkynna um útbýtingu þingskjala. Eftir það héldu Miðflokksmenn 156 ræður til viðbótar fram til klukkan rúmlega fjögur í nótt en þá hafði færst slíkur hiti í umræður þingmanna Miðflokksins sín í milli að Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis bað þá að gæta orða sinna og sagði þá ganga heldur langt í ummælum um aðra þingmenn. „Sem láta að því liggja nokkuð sterklega að annarlegar hvatir liggi að baki afstöðu annarra þingmanna til þessa máls. Þannig að forseti fer fram á það að þótt að hér sé langt liðið á nótt og hér eigi orðaskipti flokksbræður að þeir gæti orða sinna,” sagði forseti Alþingis. Eftir þetta var þjarkað nokkuð um fundarstjórn forseta og haldnar nokkrar ræður áður en fundi var frestað klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun. Höfðu þingmenn Miðflokksins þá flutt 294 ræður og andsvör og ætla að halda umræðum áfram á Alþingi í dag.
Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. 27. febrúar 2019 06:24 Miðflokksmenn sagðir hefna þess á Alþingi sem hallaðist í héraði Miðflokksmenn fá óspart að kenna á stílvopnum nokkurra færustu penna landsins. 27. febrúar 2019 10:19 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11
Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. 27. febrúar 2019 06:24
Miðflokksmenn sagðir hefna þess á Alþingi sem hallaðist í héraði Miðflokksmenn fá óspart að kenna á stílvopnum nokkurra færustu penna landsins. 27. febrúar 2019 10:19