Marsspá Siggu Kling - Vogin: Þú lærir betur að fara mjúku og mildu leiðina Sigga Kling skrifar 1. mars 2019 09:00 Elsku Vogin mín, ég elska þetta slagorð, „Vogin vinnur“ – eins dásamleg og þú ert þá krefstu virðingar frá öðrum og vilt vita hver staða þín er. Það er lítið af gráum svæðum í kringum þig þessa dagana, þér finnst annaðhvort allt vera svart eða hvítt, á móti þér eða með, það er svolítill andstæðupyttur í þér. Þú átt það til að vera mjög miskunnarlaus ef þú bítur eitthvað í þig, hafa samband við lögfræðinga þegar einfaldari leið er til, en eftir því sem þú lærir betur að fara mjúku og mildu leiðina og raða í kringum þig því fólki sem kann lögin sem þú vilt syngja þá gengur allt eins og í sögu. Þú þarft að hugsa: „Ég nenni ekki að berjast, það er til önnur leið“ og þá sérðu hana. Í þessu havaríi öðlastu miklu meiri skilning á sjálfri þér, eins og þú hristir hausinn og ákveður allt í einu að setja lífið í nýjan farveg og þarna er eitthvað skrifað í orkuna sem þú bjóst ekki við, en spennandi! Í ástinni þarftu að vera raunsæ, ég þoli ekki þetta orð og ef þú snýrð því við er það eins og að sjá raunina, en þetta þýðir að þú ert að stoppa draumórana, því ef þú ert í sambandi og í raun hamingjusamur þá flöktir alveg ósjálfrátt höfuðtauið á þér í allar áttir og getur drepið í þér sönnu ástina. En ef þú ert svo heppin að vera á lausu geturðu svo sannarlega fengið þann eða þá sem þú vilt því þú ert svo dásamlegur daðrari og þarft ekki að hafa mikið fyrir því að heilla til þín ómótstæðilegar gyðjur eða goð, en gerðu það samt með alvöru í huga, því annað hentar þér ekki, hvorki núna né aldrei.Knús og kossar, þín Sigga KlingFrægir í Voginni: Kári Árnason landsliðsmaður, Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur, Hjalti flugþjónn, Ingi í Sign, Jón Axel Ólafsson athafnamaður, Matt Damon leikari, Íris Berg, fatahönnuðurinn minn, Mary Poppins, Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir alþingiskona, Ósk Gunnarsdóttir útvarpskona, María Einarsdóttir ritari stjörnuspánnar, Arnþrúður Karlsdóttir útvarp Saga, Skúli Mogensen, Hulda Hólmkelsdóttir fréttakona, Walter Matthau, Olavia Newton John, Ragga Gísla, Steinn Steinarr, Margret Thatcher, Ragnheiður Elín Árnadóttir, hinn mikli meistari. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Elsku Vogin mín, ég elska þetta slagorð, „Vogin vinnur“ – eins dásamleg og þú ert þá krefstu virðingar frá öðrum og vilt vita hver staða þín er. Það er lítið af gráum svæðum í kringum þig þessa dagana, þér finnst annaðhvort allt vera svart eða hvítt, á móti þér eða með, það er svolítill andstæðupyttur í þér. Þú átt það til að vera mjög miskunnarlaus ef þú bítur eitthvað í þig, hafa samband við lögfræðinga þegar einfaldari leið er til, en eftir því sem þú lærir betur að fara mjúku og mildu leiðina og raða í kringum þig því fólki sem kann lögin sem þú vilt syngja þá gengur allt eins og í sögu. Þú þarft að hugsa: „Ég nenni ekki að berjast, það er til önnur leið“ og þá sérðu hana. Í þessu havaríi öðlastu miklu meiri skilning á sjálfri þér, eins og þú hristir hausinn og ákveður allt í einu að setja lífið í nýjan farveg og þarna er eitthvað skrifað í orkuna sem þú bjóst ekki við, en spennandi! Í ástinni þarftu að vera raunsæ, ég þoli ekki þetta orð og ef þú snýrð því við er það eins og að sjá raunina, en þetta þýðir að þú ert að stoppa draumórana, því ef þú ert í sambandi og í raun hamingjusamur þá flöktir alveg ósjálfrátt höfuðtauið á þér í allar áttir og getur drepið í þér sönnu ástina. En ef þú ert svo heppin að vera á lausu geturðu svo sannarlega fengið þann eða þá sem þú vilt því þú ert svo dásamlegur daðrari og þarft ekki að hafa mikið fyrir því að heilla til þín ómótstæðilegar gyðjur eða goð, en gerðu það samt með alvöru í huga, því annað hentar þér ekki, hvorki núna né aldrei.Knús og kossar, þín Sigga KlingFrægir í Voginni: Kári Árnason landsliðsmaður, Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur, Hjalti flugþjónn, Ingi í Sign, Jón Axel Ólafsson athafnamaður, Matt Damon leikari, Íris Berg, fatahönnuðurinn minn, Mary Poppins, Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir alþingiskona, Ósk Gunnarsdóttir útvarpskona, María Einarsdóttir ritari stjörnuspánnar, Arnþrúður Karlsdóttir útvarp Saga, Skúli Mogensen, Hulda Hólmkelsdóttir fréttakona, Walter Matthau, Olavia Newton John, Ragga Gísla, Steinn Steinarr, Margret Thatcher, Ragnheiður Elín Árnadóttir, hinn mikli meistari.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira