Marsspá Siggu Kling - Ljónið: Átt eftir að upplifa spennandi ævintýri Sigga Kling skrifar 1. mars 2019 09:00 Elsku Ljónið mitt, stundur ertu bara of stór persónuleiki fyrir Alheiminn, þú ert týpan sem maður gleymir aldrei, sama hversu mikið sem mann langar það stundum því, þú ert mikill áhrifavaldur og að sama skapi ertu líka þinn sterkasti áhrifavaldur. Þú einn berð ábyrgðina á því hvernig og hvað er að gerast í lífi þínu, sérstaklega hvernig þú tekur því sem fyrir þig kemur. Það er búið að vera svona 6 á Richter jarðskjálfti í kringum þig, en það hefur í raun og veru ekkert skemmst, svo taktu þessu ekki of alvarlega. Þú átt að sjálfsögðu eftir að upplifa spennandi ævintýri og gera stórbrotna hluti í lífinu, en taktu bara eitt skref í einu, því þegar svo mögnuð persóna eins og þú nær rétta jafnvæginu þá flýgur enginn eins fallega. Fólk þyrstir í athygli þína, óvenjulegasta fólk dýrkar þig og dáir og þér finnst stundum erfitt að standa undir þessu, því að sjálfsögðu ertu mannlegt Ljón og þessi ofurviðkvæma sál sem er að læra að kynnast sér betur og betur með hverju augnabliki sem líður. Það er mikil frjósemi í kring, bæði í hugmyndum og svo af þeim í framkvæmdum sem koma í kjölfarið og ástarguðinn Amor er að skjóta örvum og frjósemi myndast líka í barnaláni. Ef það er eitthvað sem þú vilt ekki horfast í augu við, þá getur verið gott að bara bíða af sér storminn, því að þegar lægir verður allt svo ferskt, stillt og skýrt og þú andar að þér nýju súrefni og súrefni er það mikilvægasta sem til er í heiminum. Þegar að þessu tímabili kemur þá hefur þú það á tilfinnunni að þú hafir eitthvað svo mikilvægt fram að færa og þar hefurðu svo sannarlega rétt fyrir þér, því heimurinn þarf á þér að halda, og lífið er að gefa þér dásamleg tækifæri sem eru eins og vindurinn, koma og fara, svo þú þarft að vera á verði, hafa skýra hugsun og segja bara já.Knús og kossar, þín Sigga KlingFræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi, Hulk. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Elsku Ljónið mitt, stundur ertu bara of stór persónuleiki fyrir Alheiminn, þú ert týpan sem maður gleymir aldrei, sama hversu mikið sem mann langar það stundum því, þú ert mikill áhrifavaldur og að sama skapi ertu líka þinn sterkasti áhrifavaldur. Þú einn berð ábyrgðina á því hvernig og hvað er að gerast í lífi þínu, sérstaklega hvernig þú tekur því sem fyrir þig kemur. Það er búið að vera svona 6 á Richter jarðskjálfti í kringum þig, en það hefur í raun og veru ekkert skemmst, svo taktu þessu ekki of alvarlega. Þú átt að sjálfsögðu eftir að upplifa spennandi ævintýri og gera stórbrotna hluti í lífinu, en taktu bara eitt skref í einu, því þegar svo mögnuð persóna eins og þú nær rétta jafnvæginu þá flýgur enginn eins fallega. Fólk þyrstir í athygli þína, óvenjulegasta fólk dýrkar þig og dáir og þér finnst stundum erfitt að standa undir þessu, því að sjálfsögðu ertu mannlegt Ljón og þessi ofurviðkvæma sál sem er að læra að kynnast sér betur og betur með hverju augnabliki sem líður. Það er mikil frjósemi í kring, bæði í hugmyndum og svo af þeim í framkvæmdum sem koma í kjölfarið og ástarguðinn Amor er að skjóta örvum og frjósemi myndast líka í barnaláni. Ef það er eitthvað sem þú vilt ekki horfast í augu við, þá getur verið gott að bara bíða af sér storminn, því að þegar lægir verður allt svo ferskt, stillt og skýrt og þú andar að þér nýju súrefni og súrefni er það mikilvægasta sem til er í heiminum. Þegar að þessu tímabili kemur þá hefur þú það á tilfinnunni að þú hafir eitthvað svo mikilvægt fram að færa og þar hefurðu svo sannarlega rétt fyrir þér, því heimurinn þarf á þér að halda, og lífið er að gefa þér dásamleg tækifæri sem eru eins og vindurinn, koma og fara, svo þú þarft að vera á verði, hafa skýra hugsun og segja bara já.Knús og kossar, þín Sigga KlingFræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi, Hulk.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira