Segja rímnakveðskapinn lifandi hefð og dýrmæta Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Hluti hópsins sem kemur fram á kvæðakvöldi Iðunnar. Frá vinstri Rósa Þorsteinsdóttir, Linus Orri Gunnarsson, Pétur Húni Björnsson, Bára Grímsdóttir og Kristín Lárusdóttir. Aðgangseyrir er 1.500 kr. en ekki verður posi á staðnum. CHRIS FOSTER Félagið fagnar 90 ára afmæli í haust en það er eitt elsta starfandi menningarfélag á landinu. Við erum að reyna að koma því á koppinn að 15. september verði Dagur rímnalagsins og viljum fá samfélagið með okkur í það,“ segir Bára Grímsdóttir, formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Í kvöld stendur félagið fyrir kvæðakvöldi á Sólon undir yfirskriftinni „Breytir angri í yndisstund“ og hefst dagskráin klukkan 20. Allur ágóði mun renna til afmælishátíðar Iðunnar. Fjölbreyttur hópur mun koma fram og flytja kvæði en þar á meðal er sellóleikarinn Kristín Lárusdóttir. „Ég mun kveða eigin lög sem ég hef búið til í stemmur og við ljóð Stefáns frá Hvítadal. Þetta verður einhvers konar kveðskapargjörningur og raftónlist. Þannig að ég verð með nýja nálgun á þetta en líka gamlar vísur,“ segir Kristín. Hún segir flytjendur á kvæðakvöldinu góða blöndu yngra og eldra kvæðafólks. Þrátt fyrir þennan góða hóp mættu vera fleiri kvæðamenn. „Það sem er svo merkilegt við þessa hefð er hvað hún er lifandi og hefur farið manna á milli í gegnum aldirnar. Rímnakveðskapurinn sjálfur byrjar í kringum 14. öldina. Þetta er svo mikill partur af okkar menningu og okkar sjálfsmynd. Þetta er mjög dýrmætur arfur,“ segir Kristín. Þjóðlög frá hinum Norðurlöndunum séu miklu meiri hljóðfæratónlist en hér. „Okkar þjóðlagatónlist er meira bara röddin og söngurinn. Hljóðfæri voru hérna auðvitað af skornum skammti í gegnum tíðina.“ Bára segist finna fyrir meðbyr í samfélaginu núna en þetta hafi sveiflast upp og niður. Félagsmenn Iðunnar eru nú tæplega tvö hundruð talsins. „Félagið hefur staðið fyrir útgáfum á efni sem safnað hefur verið saman í gegnum tíðina. Markmiðið með þessum útgáfum er að þessi kveðskapur verði notaður og haldist á lífi. Það er ekkert gagn í því að hafa þetta bara uppi í hillu eða á söfnum.“ Á árunum 1935-1936 stóð félagið fyrir upptökum á 200 kvæðalögum og voru þær gefnar út á 75 ára afmæli þess árið 2004. Síðar voru 160 lög tekin upp á segulband og voru þau gefin út síðastliðið vor. „Við vorum með því kannski aðeins byrjuð að halda upp á afmælið fyrirfram,“ segir Bára. Bára sem kemur sjálf fram í kvöld segir að ýmislegt standi til í tilefni afmælisins í haust. Þannig vinni hún ásamt Ragnari Inga Aðalsteinssyni að gerð námsefnis um rímnalög sem ætlað er fyrir grunnskóla. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Tímamót Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Félagið fagnar 90 ára afmæli í haust en það er eitt elsta starfandi menningarfélag á landinu. Við erum að reyna að koma því á koppinn að 15. september verði Dagur rímnalagsins og viljum fá samfélagið með okkur í það,“ segir Bára Grímsdóttir, formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Í kvöld stendur félagið fyrir kvæðakvöldi á Sólon undir yfirskriftinni „Breytir angri í yndisstund“ og hefst dagskráin klukkan 20. Allur ágóði mun renna til afmælishátíðar Iðunnar. Fjölbreyttur hópur mun koma fram og flytja kvæði en þar á meðal er sellóleikarinn Kristín Lárusdóttir. „Ég mun kveða eigin lög sem ég hef búið til í stemmur og við ljóð Stefáns frá Hvítadal. Þetta verður einhvers konar kveðskapargjörningur og raftónlist. Þannig að ég verð með nýja nálgun á þetta en líka gamlar vísur,“ segir Kristín. Hún segir flytjendur á kvæðakvöldinu góða blöndu yngra og eldra kvæðafólks. Þrátt fyrir þennan góða hóp mættu vera fleiri kvæðamenn. „Það sem er svo merkilegt við þessa hefð er hvað hún er lifandi og hefur farið manna á milli í gegnum aldirnar. Rímnakveðskapurinn sjálfur byrjar í kringum 14. öldina. Þetta er svo mikill partur af okkar menningu og okkar sjálfsmynd. Þetta er mjög dýrmætur arfur,“ segir Kristín. Þjóðlög frá hinum Norðurlöndunum séu miklu meiri hljóðfæratónlist en hér. „Okkar þjóðlagatónlist er meira bara röddin og söngurinn. Hljóðfæri voru hérna auðvitað af skornum skammti í gegnum tíðina.“ Bára segist finna fyrir meðbyr í samfélaginu núna en þetta hafi sveiflast upp og niður. Félagsmenn Iðunnar eru nú tæplega tvö hundruð talsins. „Félagið hefur staðið fyrir útgáfum á efni sem safnað hefur verið saman í gegnum tíðina. Markmiðið með þessum útgáfum er að þessi kveðskapur verði notaður og haldist á lífi. Það er ekkert gagn í því að hafa þetta bara uppi í hillu eða á söfnum.“ Á árunum 1935-1936 stóð félagið fyrir upptökum á 200 kvæðalögum og voru þær gefnar út á 75 ára afmæli þess árið 2004. Síðar voru 160 lög tekin upp á segulband og voru þau gefin út síðastliðið vor. „Við vorum með því kannski aðeins byrjuð að halda upp á afmælið fyrirfram,“ segir Bára. Bára sem kemur sjálf fram í kvöld segir að ýmislegt standi til í tilefni afmælisins í haust. Þannig vinni hún ásamt Ragnari Inga Aðalsteinssyni að gerð námsefnis um rímnalög sem ætlað er fyrir grunnskóla.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Tímamót Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira