Hún kom sjálf til Írlands morguninn eftir. Hún hitti hann stuttlega uppi á hótelherbergi og fór niður á undan honum. Skömmu síðar sést hann yfirgefa hótelið rétt eftir klukkan ellefu um morguninn.
Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. Jón Þröstur hafði ferðast til Írlands til þess að taka þátt í pókermóti.
Kristjana segir að hann hafi sagt sér að hann hafi tapað hárri upphæð. Það ætti hinsvegar ekki að hafa verið honum áfall þar sem hann sé reyndur pókerspilari og að því fylgi að tapa stundum. „Þetta hefur aldrei verið neitt vandamál fyrir okkur,“ segir Kristjana.
„Við höfum aldrei neitt verið að fela fyrir hvoru öðru. Þetta er upp og niður. Við spilum bæði og vitum hvernig leikurinn virkar.“

„Hann var rosalega spenntur fyrir þessu að geta unnið fyrir sjálfan sig.“
Í gærkvöldi var birt nýtt myndefni úr öryggismyndavélum af Jóni Þresti og fjallað um mál hans í sjónvarpi. Fjöldi ábendinga barst lögreglunni ytra í kjölfarið.
Lögreglan á Íslandi hefur þá veitt Írsku lögreglunni aðstoð sína en málið er á forræði lögreglunnar úti.
„Við höfum gert allt það sem við getum til að útvega gögn sem þeir telja nauðsynlegt að hafa við sínar aðgerðir,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum líka verið í nánast daglegum samskiptum við þá síðan að þetta mál kemur upp.“