Fréttamenn gætu verið fangelsaðir eftir dóm yfir kardinála Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 12:16 Ástralskir fjölmiðlar máttu ekki fjalla um dóminn yfir Pell kardinála þegar hann féll í desember vegna lögbanns sem átti að tryggja sanngirni áframhaldandi réttarhalda yfir honum. Vísir/EPA Tugir fréttamanna og ritstjóra í Ástralíu gætu verið ákærðir fyrir umfjöllun sína um mál George Pell, kardinála kaþólsku kirkjunnar, sem var fundinn sekur um kynferðisbrot gegn ungum drengum. Dómari hafði lagt lögbann við fréttaflutningi af réttarhöldum yfir Pell. Pell var fundinn sekur um brot sín í desember en ástralskir fjölmiðlar máttu ekki segja frá niðurstöðunni. Ástæðan var sú að dómari í málinu lagði á lögbann á meðan réttað var aftur yfir Pell vegna fleiri brota að beiðni saksóknara. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir að fréttaflutningur hefði áhrif á kviðdómendur í málinu. Sumir fjölmiðlar birtu engu að síður frásagnir af réttarhöldum þar sem ónefndur en hátt settur einstaklingur hefði verið dæmdur sekur um alvarlega glæpi í desember, meðal annars undir fyrirsögninni „RITSKOÐAГ.Reuters-fréttastofan segir að dómarinn í málinu hafi ekki dulið óánægju sína með fjölmiðla. Hann sagði saksóknurum og verjendum að hann væri þeirrar skoðunar að margir í fjölmiðlum gætu átt umtalsverða fangelsisvist í vændum. Ákærurnar sem eftir stóðu á hendur Pell voru felldar niður í dag og var lögbanninu því aflétt. Sögðu fjölmiðlar því loks frá því að það hefði verið Pell sem var sakfelldur í desember. Erlendir fjölmiðlar höfðu þó sagt frá dómnum yfir Pell á sínum tíma og fóru þær fréttir vítt og breitt um samfélagsmiðla í Ástralíu. Vísir sagði meðal annars frá því að Pell hefði verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum og hafði upp úr bandaríska blaðinu Washington Post daginn sem dómurinn féll. Réttarhöldin voru einnig opin en afrit af lögbannsskipuninni hékk á dyrum dómsalsins. Fréttamönnum og ritstjórum hafa verið send bréf þar sem þeir eru beðnir um rökstuðning fyrir því hvers vegna ætti ekki að ákæra þá fyrir að lítilsvirða dómstólinn. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að lítilsvirða dómstóla í Viktoríuríki þar sem réttarhöldin fóru fram. Talskona ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, sem er einn fjölmiðlanna sem fengu bréf af þessu tagi, segir að stöðin standi með fréttaflutningi sínum. Hún hafi hafnað ásökunum um að hafa brotið lög. Ástralía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34 Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Tugir fréttamanna og ritstjóra í Ástralíu gætu verið ákærðir fyrir umfjöllun sína um mál George Pell, kardinála kaþólsku kirkjunnar, sem var fundinn sekur um kynferðisbrot gegn ungum drengum. Dómari hafði lagt lögbann við fréttaflutningi af réttarhöldum yfir Pell. Pell var fundinn sekur um brot sín í desember en ástralskir fjölmiðlar máttu ekki segja frá niðurstöðunni. Ástæðan var sú að dómari í málinu lagði á lögbann á meðan réttað var aftur yfir Pell vegna fleiri brota að beiðni saksóknara. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir að fréttaflutningur hefði áhrif á kviðdómendur í málinu. Sumir fjölmiðlar birtu engu að síður frásagnir af réttarhöldum þar sem ónefndur en hátt settur einstaklingur hefði verið dæmdur sekur um alvarlega glæpi í desember, meðal annars undir fyrirsögninni „RITSKOÐAГ.Reuters-fréttastofan segir að dómarinn í málinu hafi ekki dulið óánægju sína með fjölmiðla. Hann sagði saksóknurum og verjendum að hann væri þeirrar skoðunar að margir í fjölmiðlum gætu átt umtalsverða fangelsisvist í vændum. Ákærurnar sem eftir stóðu á hendur Pell voru felldar niður í dag og var lögbanninu því aflétt. Sögðu fjölmiðlar því loks frá því að það hefði verið Pell sem var sakfelldur í desember. Erlendir fjölmiðlar höfðu þó sagt frá dómnum yfir Pell á sínum tíma og fóru þær fréttir vítt og breitt um samfélagsmiðla í Ástralíu. Vísir sagði meðal annars frá því að Pell hefði verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum og hafði upp úr bandaríska blaðinu Washington Post daginn sem dómurinn féll. Réttarhöldin voru einnig opin en afrit af lögbannsskipuninni hékk á dyrum dómsalsins. Fréttamönnum og ritstjórum hafa verið send bréf þar sem þeir eru beðnir um rökstuðning fyrir því hvers vegna ætti ekki að ákæra þá fyrir að lítilsvirða dómstólinn. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að lítilsvirða dómstóla í Viktoríuríki þar sem réttarhöldin fóru fram. Talskona ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, sem er einn fjölmiðlanna sem fengu bréf af þessu tagi, segir að stöðin standi með fréttaflutningi sínum. Hún hafi hafnað ásökunum um að hafa brotið lög.
Ástralía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34 Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34
Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32