Innlent

Rúður brotnuðu í bíl ferða­manna vegna veður­ofsans

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Annars vegar voru björgunarsveitarmenn kallaðir út á Höfn í Hornafirði vegna foktjóns og hins vegar fóru björgunarfólk til móts við ferðamenn sem voru í bíl á milli Hafnar og Djúpavogs en komust hvorki lönd né strönd vegna veðursins.
Annars vegar voru björgunarsveitarmenn kallaðir út á Höfn í Hornafirði vegna foktjóns og hins vegar fóru björgunarfólk til móts við ferðamenn sem voru í bíl á milli Hafnar og Djúpavogs en komust hvorki lönd né strönd vegna veðursins. vísir/vilhelm
Fyrstu útköll björgunarsveita vegna veðursins sem nú gengur yfir landið komu klukkan fjögur í nótt að sögn Davíðs Már Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Annars vegar voru björgunarsveitarmenn kallaðir út á Höfn í Hornafirði vegna foktjóns og hins vegar fóru björgunarfólk til móts við ferðamenn sem voru í bíl á milli Hafnar og Djúpavogs en komust hvorki lönd né strönd vegna veðursins. Þá höfðu rúður brotnað í bíl þeirra.

Davíð segir að björgunarfólk hafi farið og sótt þau og ekið þeim til Hafnar.

Mjög slæmu veðri er spáð í dag á norðan- og austanverðu landinu og eru gular og appelsínugular viðvaranir í gildi.


Tengdar fréttir

Rétt að vera við öllu búin í óveðrinu

Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×