Rétt að vera við öllu búin í óveðrinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. febrúar 2019 06:55 Appelsínugular og gular viðvaranir lita veðurkortið þennan morguninn. Veðurstofan Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga.“ Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir Suðausturland og Miðhálendi. Þá er jafnframt varað við aukinni hættu á krapaflóðum og skriðuföllum samhliða vatnavöxtum. Höfuðborgarsvæðið og Skagafjörður eru á jaðri vindstrengsins og „minniháttar færsla á leið lægðarinnar getur haft mikil áhrif hve hvasst verður á þeim slóðum og rétt að vera við öllu búinn,“ að sögn veðurfræðingsins. Austan fyrrnefndrar línu verður hins vegar mjög hvasst og má gera ráð fyrir að meðalvindur fari yfir 30 m/s. Hviður munu að sama skapi geta náð yfir 50 m/s. „Svona veðurhæð veldur oft foktjóni hafi fólk ekki fest niður allt lauslegt.“ Það mun hins vegar draga úr vindi síðdegis, einna fyrst á Suðurlandi og síðar í öðrum landshlutum. Samhliða því mun kólna og á Norðurlandi má gera ráð fyrir að úrkoma verði í formi slydduélja í kvöld og nótt. Hitinn í dag verður á bilinu 0 til 6 stig, mildast syðst. Veðurfræðingur telur að það verði þó „fínasta veður“ á morgun. Hægur vindur sums staðar, minniháttar úrkoma en fremur svalt miðað við hlýindi undanfarinna daga.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða dálítil úrkoma. Hiti yfirleitt 1 til 6 stig, en vægt frost í innsveitum, einkum seinnipartinn.Á fimmtudag:Suðaustan 3-10 m/s, en austan 10-15 við S-ströndina. Dálítil rigning um landið sunnanvert, en þurrt norðan heiða. Hiti 1 til 6 stig, en um og undir frostmarki fyrir norðan.Á föstudag:Gengur í austan- og suðaustanhvassviðri með rigningu, en slyddu eða snjókomu um landið norðanvert. Hiti 3 til 8 stig, en um frostmark norðantil.Á laugardag:Norðaustlæg átt og dálítil rigning syðst, en annars yfirleitt þurrt. Hiti 0 til 5 stig sunnantil, en annars 0 til 6 stiga frost.Á sunnudag og mánudag:Áframhaldandi norðaustlæg átt með éljum N- og A-til, en annars bjartviðri. Frost um mest allt land. Veður Tengdar fréttir "Það er bara ekkert ferðaveður“ Þeir sem hafa í hyggju að ferðast landshluta á milli á morgun ættu að íhuga vandlega að fresta för. Spáð er ofsaveðri á stórum hluta landsins. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir fyrir Suðausturland, Austfirði, Norðausturland og og miðhálendið frá klukkan fimm í nótt til 18 á morgun. 25. febrúar 2019 22:11 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga.“ Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir Suðausturland og Miðhálendi. Þá er jafnframt varað við aukinni hættu á krapaflóðum og skriðuföllum samhliða vatnavöxtum. Höfuðborgarsvæðið og Skagafjörður eru á jaðri vindstrengsins og „minniháttar færsla á leið lægðarinnar getur haft mikil áhrif hve hvasst verður á þeim slóðum og rétt að vera við öllu búinn,“ að sögn veðurfræðingsins. Austan fyrrnefndrar línu verður hins vegar mjög hvasst og má gera ráð fyrir að meðalvindur fari yfir 30 m/s. Hviður munu að sama skapi geta náð yfir 50 m/s. „Svona veðurhæð veldur oft foktjóni hafi fólk ekki fest niður allt lauslegt.“ Það mun hins vegar draga úr vindi síðdegis, einna fyrst á Suðurlandi og síðar í öðrum landshlutum. Samhliða því mun kólna og á Norðurlandi má gera ráð fyrir að úrkoma verði í formi slydduélja í kvöld og nótt. Hitinn í dag verður á bilinu 0 til 6 stig, mildast syðst. Veðurfræðingur telur að það verði þó „fínasta veður“ á morgun. Hægur vindur sums staðar, minniháttar úrkoma en fremur svalt miðað við hlýindi undanfarinna daga.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða dálítil úrkoma. Hiti yfirleitt 1 til 6 stig, en vægt frost í innsveitum, einkum seinnipartinn.Á fimmtudag:Suðaustan 3-10 m/s, en austan 10-15 við S-ströndina. Dálítil rigning um landið sunnanvert, en þurrt norðan heiða. Hiti 1 til 6 stig, en um og undir frostmarki fyrir norðan.Á föstudag:Gengur í austan- og suðaustanhvassviðri með rigningu, en slyddu eða snjókomu um landið norðanvert. Hiti 3 til 8 stig, en um frostmark norðantil.Á laugardag:Norðaustlæg átt og dálítil rigning syðst, en annars yfirleitt þurrt. Hiti 0 til 5 stig sunnantil, en annars 0 til 6 stiga frost.Á sunnudag og mánudag:Áframhaldandi norðaustlæg átt með éljum N- og A-til, en annars bjartviðri. Frost um mest allt land.
Veður Tengdar fréttir "Það er bara ekkert ferðaveður“ Þeir sem hafa í hyggju að ferðast landshluta á milli á morgun ættu að íhuga vandlega að fresta för. Spáð er ofsaveðri á stórum hluta landsins. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir fyrir Suðausturland, Austfirði, Norðausturland og og miðhálendið frá klukkan fimm í nótt til 18 á morgun. 25. febrúar 2019 22:11 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
"Það er bara ekkert ferðaveður“ Þeir sem hafa í hyggju að ferðast landshluta á milli á morgun ættu að íhuga vandlega að fresta för. Spáð er ofsaveðri á stórum hluta landsins. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir fyrir Suðausturland, Austfirði, Norðausturland og og miðhálendið frá klukkan fimm í nótt til 18 á morgun. 25. febrúar 2019 22:11
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels