Tíminn og rýmið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 07:30 „Hreyfing og tími koma við sögu í öllum verkunum,“ segir Tumi. Fréttablaðið/Anton Brink Tumi Magnússon sýnir verk sín á sýningunni Áttir sem nú stendur yfir í Listasafni Akureyrar. Verkin eru í þremur sölum. Ekki er langt síðan safnið var endurnýjað og salir þess stækkaðir. „Það hefur verið fallega gert og rýmin eru ólík. Ég fékk þarna þrjá sali sem eru hver með sín hlutföll, lofthæð og karakter en öll mjög einföld og henta vel fyrir myndlistarsýningar,“ segir Tumi.Verk tekin á göngu Spurður um verkin á sýningunni segir hann: „Hreyfing og tími koma við sögu í öllum verkunum. Í tveimur sölum eru vídeóinnsetningar. Önnur vídeóinnsetningin er á fjórum stórum skjávörpum. Vídeóið tók ég á göngu og vélin snýr niður og í norður. Þar sem vélin sneri alltaf í sömu átt og snerist ekki með mér þegar ég tók beygjur þá sést á vídeóinu hvernig jörðin streymir framhjá í mismunandi áttir. Upptökurnar eru fjórar, teknar á mismunandi stöðum. Eftir á skeytti ég upptökurnar saman þannig að fótatakið verður alls staðar í takt. Úr verður heildarryþmi bæði á hreyfingunni og myndinni.“ Annað vídeóverk í öðrum sal heitir Fótganga. „Í þessum sal eru tólf vídeóskjáir, sex á hvorum vegg. Það vídeó sýnir einnig göngu og er tekið alveg niður við jörð og öðru hvoru sést í fót sem hverfur síðan. Þarna er um að ræða mismunandi upptökur á mismunandi stöðum og skórnir eru mismunandi. Þessum upptökum raðaði ég síðan saman þannig að úr verður ein ganga með mismunandi skóm, undirlagi og hljóðum.“Áttir er videó sem tekið er niður fyrir fætur og myndavélin vísar í norður.Nýtir sér númer svindlara Í þriðja sal listasafnsins eru sjálfstæð verk, tvenns konar. „Þarna eru litlir hljóðskúlptúrar, frá þeim kemur hljóð á mínútu fresti, annars vegar flugvélarhljóð og hins vegar bílhljóð. Flugvélin flýgur fram hjá borðinu og bíllinn fram hjá lampanum sem hangir á vegg. Annars staðar í salnum eru teikningar af símanúmerum en ég hef gert slík verk öðru hvoru frá árinu 2002. Að þessi sinni eru teikningar af tveimur símanúmerum sem eiga það sameiginlegt að vera frá svindlurum. Ég bý í Danmörku á veturna og þar kemur fyrir að hringt er í mann frá öðrum heimshornum og þegar maður svarar er lagt á. Svindlararnir gera þetta í von um að maður hringi til baka og þá er hægt að svíkja af manni pening sem tekinn er af símareikningi.“ Tumi segist þó aldrei hafa gengið í þessa gildru, en nýtti sér símanúmer tveggja svindlara í verkið. Tumi hefur fengist við myndlist í áratugi. Spurður um þróun í myndlist sinni segir hann: „Ég hef alltaf haft gaman af að breyta til og prófa nýjar aðferðir. Þegar ég var í námi vann ég með 8 millimetra kvikmyndir, ljósmyndir og smáskúlptúra. Á níunda áratugnum færði ég mig yfir í málverk sem í byrjun voru fígúratíf en þróuðust yfir í hugmyndaleg málverk og málverkainnsetningar. Um 2000 fóru vídeóinnsetningar að verða áberandi. Það sem þessi margvíslegu verk mín eiga sameiginlegt er að aðalviðfangsefnið er tíminn og rýmið.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Tumi Magnússon sýnir verk sín á sýningunni Áttir sem nú stendur yfir í Listasafni Akureyrar. Verkin eru í þremur sölum. Ekki er langt síðan safnið var endurnýjað og salir þess stækkaðir. „Það hefur verið fallega gert og rýmin eru ólík. Ég fékk þarna þrjá sali sem eru hver með sín hlutföll, lofthæð og karakter en öll mjög einföld og henta vel fyrir myndlistarsýningar,“ segir Tumi.Verk tekin á göngu Spurður um verkin á sýningunni segir hann: „Hreyfing og tími koma við sögu í öllum verkunum. Í tveimur sölum eru vídeóinnsetningar. Önnur vídeóinnsetningin er á fjórum stórum skjávörpum. Vídeóið tók ég á göngu og vélin snýr niður og í norður. Þar sem vélin sneri alltaf í sömu átt og snerist ekki með mér þegar ég tók beygjur þá sést á vídeóinu hvernig jörðin streymir framhjá í mismunandi áttir. Upptökurnar eru fjórar, teknar á mismunandi stöðum. Eftir á skeytti ég upptökurnar saman þannig að fótatakið verður alls staðar í takt. Úr verður heildarryþmi bæði á hreyfingunni og myndinni.“ Annað vídeóverk í öðrum sal heitir Fótganga. „Í þessum sal eru tólf vídeóskjáir, sex á hvorum vegg. Það vídeó sýnir einnig göngu og er tekið alveg niður við jörð og öðru hvoru sést í fót sem hverfur síðan. Þarna er um að ræða mismunandi upptökur á mismunandi stöðum og skórnir eru mismunandi. Þessum upptökum raðaði ég síðan saman þannig að úr verður ein ganga með mismunandi skóm, undirlagi og hljóðum.“Áttir er videó sem tekið er niður fyrir fætur og myndavélin vísar í norður.Nýtir sér númer svindlara Í þriðja sal listasafnsins eru sjálfstæð verk, tvenns konar. „Þarna eru litlir hljóðskúlptúrar, frá þeim kemur hljóð á mínútu fresti, annars vegar flugvélarhljóð og hins vegar bílhljóð. Flugvélin flýgur fram hjá borðinu og bíllinn fram hjá lampanum sem hangir á vegg. Annars staðar í salnum eru teikningar af símanúmerum en ég hef gert slík verk öðru hvoru frá árinu 2002. Að þessi sinni eru teikningar af tveimur símanúmerum sem eiga það sameiginlegt að vera frá svindlurum. Ég bý í Danmörku á veturna og þar kemur fyrir að hringt er í mann frá öðrum heimshornum og þegar maður svarar er lagt á. Svindlararnir gera þetta í von um að maður hringi til baka og þá er hægt að svíkja af manni pening sem tekinn er af símareikningi.“ Tumi segist þó aldrei hafa gengið í þessa gildru, en nýtti sér símanúmer tveggja svindlara í verkið. Tumi hefur fengist við myndlist í áratugi. Spurður um þróun í myndlist sinni segir hann: „Ég hef alltaf haft gaman af að breyta til og prófa nýjar aðferðir. Þegar ég var í námi vann ég með 8 millimetra kvikmyndir, ljósmyndir og smáskúlptúra. Á níunda áratugnum færði ég mig yfir í málverk sem í byrjun voru fígúratíf en þróuðust yfir í hugmyndaleg málverk og málverkainnsetningar. Um 2000 fóru vídeóinnsetningar að verða áberandi. Það sem þessi margvíslegu verk mín eiga sameiginlegt er að aðalviðfangsefnið er tíminn og rýmið.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“