Bleikur áberandi á Óskarnum Björk Eiðsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 11:00 Gemma Chan í Maison Valentino Stjarna kvikmyndarinnar Crazy Rich Asians hefur vakið athygli fyrir djarfan og hressandi klæðaburð á verðlaunaafhendingum nú í ár. Toppurinn var svo Óskarinn þar sem hún hreinlega bar af í skærbleikum gólfsíðum Maison Valentino kjól. Mynd/Getty Það kvað við annan tón í litavali stjarnanna á Óskarsverðlaununum nú í ár en árið á undan. Árið 2018 var fremur litlaust þegar kom að rauða dreglinum á Óskarsverðlaunaafhendingunni enda #MeToo byltingin í algleymingi og kvikmyndastjörnur hvattar til að sýna stuðning sinn með því að mæta í svörtu. Þó svo að byltingin sé langt frá því að vera gleymd þá var allt annað að sjá dregilinn í ár þar sem litirnir voru í fyrirrúmi. Bleikur var áberandi hjá konunum og mátti sjá þó nokkrar leikkonur í fagurbleikum og rómantískum kjólum sem var augljóslega trend kvöldsins. Hressandi litadýrð í febrúargrámanum. Kiki Layne í Versace.GettyKiki Layne sem sló í gegn í kvikmyndinni If Beale Street Could Talk sló ekki síður í gegn á fyrstu Óskarsverðlaunaafhendingu sinni. Kiki sýndi að hún getur klæðst hverju sem er þegar hún mætti í þessum glæsilega en óvenjulega baby bleika Versace kjól.Sarah Paulson í Brandon Maxwell.GettyLeikkonan og framleiðandinn Sarah Paulson mætti í fallegum dökkbleikum síðkjól með vösum. Sérlega glæsilegt en um leið eitthvað svo þægilegt lúkk. Hún veit alla vega hvar hún getur sett hendurnar.Kacey Musgraves í Giambattista Valli.GettyTónlistarkonan Kacey Musgraves hlaut Grammy verðlaunin nýverið fyrir plötu ársins og var mætt til að afhenda Óskar. Kacey gerði þó meira en að afhenda styttu, hún vakti verðskuldaða athygli í þessari bleiku dýrð frá Giambattista Valli.Helen Mirren í Schiaparelli.GettyHin ávallt glæsilega 73 ára Helen Mirren var auðvitað í takt við nýjustu strauma og skartaði fallegum bleikum chiffon kjól og glitrandi skarti í takt við bleikan varalit og veski. Birtist í Fréttablaðinu Óskarinn Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Það kvað við annan tón í litavali stjarnanna á Óskarsverðlaununum nú í ár en árið á undan. Árið 2018 var fremur litlaust þegar kom að rauða dreglinum á Óskarsverðlaunaafhendingunni enda #MeToo byltingin í algleymingi og kvikmyndastjörnur hvattar til að sýna stuðning sinn með því að mæta í svörtu. Þó svo að byltingin sé langt frá því að vera gleymd þá var allt annað að sjá dregilinn í ár þar sem litirnir voru í fyrirrúmi. Bleikur var áberandi hjá konunum og mátti sjá þó nokkrar leikkonur í fagurbleikum og rómantískum kjólum sem var augljóslega trend kvöldsins. Hressandi litadýrð í febrúargrámanum. Kiki Layne í Versace.GettyKiki Layne sem sló í gegn í kvikmyndinni If Beale Street Could Talk sló ekki síður í gegn á fyrstu Óskarsverðlaunaafhendingu sinni. Kiki sýndi að hún getur klæðst hverju sem er þegar hún mætti í þessum glæsilega en óvenjulega baby bleika Versace kjól.Sarah Paulson í Brandon Maxwell.GettyLeikkonan og framleiðandinn Sarah Paulson mætti í fallegum dökkbleikum síðkjól með vösum. Sérlega glæsilegt en um leið eitthvað svo þægilegt lúkk. Hún veit alla vega hvar hún getur sett hendurnar.Kacey Musgraves í Giambattista Valli.GettyTónlistarkonan Kacey Musgraves hlaut Grammy verðlaunin nýverið fyrir plötu ársins og var mætt til að afhenda Óskar. Kacey gerði þó meira en að afhenda styttu, hún vakti verðskuldaða athygli í þessari bleiku dýrð frá Giambattista Valli.Helen Mirren í Schiaparelli.GettyHin ávallt glæsilega 73 ára Helen Mirren var auðvitað í takt við nýjustu strauma og skartaði fallegum bleikum chiffon kjól og glitrandi skarti í takt við bleikan varalit og veski.
Birtist í Fréttablaðinu Óskarinn Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið