Heyið dettur niður á fóðurganginn í nýju fjósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. febrúar 2019 19:30 Eitt glæsilegasta fjós landsins hefur verið tekið í notkun á Spóastöðum í Biskupstungum en fjósið, sem er hátæknifjós með tveimur mjaltaþjónum, var byggt á rúmlega sjö mánuðum. Fóðurkerfi fjóssins vekur sérstaka athygli en það er uppi í loftinu og lætur heyið detta á fóðurganginn þar sem kýrnar taka fagnandi á móti því. Nýja fjósið er stálgrindahús frá Landstólpa í Skeiða og Gnúpverjahreppi, alls um 1550 fermetrar að stærð með plássi fyrir 140 kýr. Það er hátt til lofts í fjósinu, mjög rúmt á gripunum enda vellíðan þeirra sett í fyrsta sæti. Það eru bræðurnir á Spóastöðum, þeir Þórarinn og Ingvi og Þorfinnur, pabbi þeirra sem byggðu nýja fjósi en bræðurnir sjá þó mest um fjósið með aðstoð síns fólks. Tveir mjaltaþjónar eru í fjósinu af fullkomnustu gerð þar sem þeir sjá um að þvo spenana vel og vandlega áður en mjaltaækin fara sjálfkrafa upp á þá. Kýrnar hafa frjálst val um hvenær þær fara í þjónana eins og í öllum mjaltaþjónum. Mjaltaþjónarnir sýna nákvæmlega hversu mikil mjólk kemur úr hverjum spena og hvað kýrin mjólkaði mikið síðast þegar hún var í mjaltaþjóninum.Mjög rúmt er á gripunum í nýja fjósinu og þar líður þeim greinilega vel.Kálfarnir í nýja fjósinu hafa það einstaklega gott á hálminum en þegar fréttamaður skoðaði nýja fjósið var ein kýrin einmitt nýborin og sá Þórarinn um að færa hana og kálfinn í sér stíu, á hálm og í gott pláss.Kýrnar taka fagnandi á móti heyinu þegar það dettur niður til þeirra með nýja fóðurkerfinu.Magnús HlynurFóðurkerfið í nýja fjósinu vekur sérstaka athygli. Á hverjum morgni er fóður gefið í sérstakan matara fyrir daginn, sem sér um að hræra heyinu saman. Það fer síðan á færiband sem liðast um allt fjósið fyrir ofan kýrnar og lætur heyið detta niður á fóðurganginn þeirra þar sem þær taka með glöðu geði á móti því.Þórarinn Þorfinnsson segir að fjölskyldan á Spóastöðunum sé mjög ánægð með nýja fjósið og allan aðbúnað fyrir kýrnar í því.Magnús HlynurÞórarinn segir að kerfið virki mjög vel, það gefi fimm sinnum á dag. Hann segir að mikil ánægja sé með nýja fjósið, feðgarnir séu jú enn að læra á það en greinilegt sé að kúnum líði vel og séu hæstánægðar með nýja heimilið sitt. Fjósið kostaði um 200 milljónir króna. Kýrnar eru alsælar í nýja fjósinu.Magnús Hlynur Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Eitt glæsilegasta fjós landsins hefur verið tekið í notkun á Spóastöðum í Biskupstungum en fjósið, sem er hátæknifjós með tveimur mjaltaþjónum, var byggt á rúmlega sjö mánuðum. Fóðurkerfi fjóssins vekur sérstaka athygli en það er uppi í loftinu og lætur heyið detta á fóðurganginn þar sem kýrnar taka fagnandi á móti því. Nýja fjósið er stálgrindahús frá Landstólpa í Skeiða og Gnúpverjahreppi, alls um 1550 fermetrar að stærð með plássi fyrir 140 kýr. Það er hátt til lofts í fjósinu, mjög rúmt á gripunum enda vellíðan þeirra sett í fyrsta sæti. Það eru bræðurnir á Spóastöðum, þeir Þórarinn og Ingvi og Þorfinnur, pabbi þeirra sem byggðu nýja fjósi en bræðurnir sjá þó mest um fjósið með aðstoð síns fólks. Tveir mjaltaþjónar eru í fjósinu af fullkomnustu gerð þar sem þeir sjá um að þvo spenana vel og vandlega áður en mjaltaækin fara sjálfkrafa upp á þá. Kýrnar hafa frjálst val um hvenær þær fara í þjónana eins og í öllum mjaltaþjónum. Mjaltaþjónarnir sýna nákvæmlega hversu mikil mjólk kemur úr hverjum spena og hvað kýrin mjólkaði mikið síðast þegar hún var í mjaltaþjóninum.Mjög rúmt er á gripunum í nýja fjósinu og þar líður þeim greinilega vel.Kálfarnir í nýja fjósinu hafa það einstaklega gott á hálminum en þegar fréttamaður skoðaði nýja fjósið var ein kýrin einmitt nýborin og sá Þórarinn um að færa hana og kálfinn í sér stíu, á hálm og í gott pláss.Kýrnar taka fagnandi á móti heyinu þegar það dettur niður til þeirra með nýja fóðurkerfinu.Magnús HlynurFóðurkerfið í nýja fjósinu vekur sérstaka athygli. Á hverjum morgni er fóður gefið í sérstakan matara fyrir daginn, sem sér um að hræra heyinu saman. Það fer síðan á færiband sem liðast um allt fjósið fyrir ofan kýrnar og lætur heyið detta niður á fóðurganginn þeirra þar sem þær taka með glöðu geði á móti því.Þórarinn Þorfinnsson segir að fjölskyldan á Spóastöðunum sé mjög ánægð með nýja fjósið og allan aðbúnað fyrir kýrnar í því.Magnús HlynurÞórarinn segir að kerfið virki mjög vel, það gefi fimm sinnum á dag. Hann segir að mikil ánægja sé með nýja fjósið, feðgarnir séu jú enn að læra á það en greinilegt sé að kúnum líði vel og séu hæstánægðar með nýja heimilið sitt. Fjósið kostaði um 200 milljónir króna. Kýrnar eru alsælar í nýja fjósinu.Magnús Hlynur
Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira