Veltir fyrir sér hvort valdastéttin hafi myndað „ósýnilegt bandalag“ sem stjórni landinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. febrúar 2019 15:46 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, veltir því fyrir sér hvort á Íslandi sé til svokallað djúpríki eða "Deep State“ eins og það er kallað á ensku. Vísir/GVA Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, veltir því fyrir sér hvort á Íslandi sé til svokallað djúpríki eða „Deep State“ eins og það er kallað á ensku. „Ég er að velta fyrir mér hvort það geti verið að það sé til orðið svona ákveðið ósýnilegt bandalag ýmissa aðila í okkar stjórnkerfi, bæði embættismenn, æðstu embættismenn, stjórnmálamennirnir sjálfir, ýmis hagsmunasamtök sem tengjast atvinnulífi, viðskiptalífi og fjármálalífi sem sé raunverulega að notfæra sér aðstöðu sína til þess að tryggja sinn eigin hag á kostnað allra hinna.“ Þetta sagði Styrmir í viðtali í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun en tilefnið var pistill sem hann skrifaði í Morgunblaðið í gær undir yfirskriftinni „Er til „djúpríki“ á Íslandi?“ Styrmir veltir því fyrir sér hvort valdamenn séu í auknum mæli farnir að gæta meira að sínum eigin hagsmunum heldur en þjóðarhagsmunum. Hann varpar fram þeirri spurningu hvort íslenska djúpríkið hafi haft meiri áhrif á innihald skattatillagna ríkisstjórnarinnar heldur en verkalýðsfélögin sem hafi fundað reglulega saman í rúmt ár í ljósi þess hversu mjög boðaðar skattkerfisbreytingar komu verkalýðsforystunni í opna skjöldu. „Er það skýringin á útgöngu Vilhjálms Birgissonar?“ spyr Styrmir í pistli sínum. „Kjaradeilurnar sem nú standa yfir og stefna í þau ósköp sem hafa verið fyrirsjáanleg frá sumri og hausti 2016 þegar kjararáð tók sínar ákvarðanir um kaup og kjör æðstu embættismanna, þingmanna, ráðherra og ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki og aðrir skyldir aðilar litu til sem fordæmis, snúast um meira en kaup og kjör,“ segir Styrmir sem bendir á að deilurnar snúist um þá tvískiptingu sem hafi orðið á í íslensku samfélagi eftir efnahagshrunið haustið 2008. „Að vísu var íslenzka djúpríkið orðið til fyrir hrun. Þá var það fjármálageirinn og viðskiptalífið sem stjórnaði ferðinni en ekki kjörnir fulltrúar þjóðarinnar. Hrunið gerði ekki út af við það djúpríki. Það endurskipulagði sig bara með nýjum hætti,“ segir Styrmir. Hann veltir því fyrir sér hvort enginn þingmaður sé reiðubúinn að setja hnefann í borðið. „Getur verið að á Alþingi Íslendinga nú um stundir sé ekki til fólk í öllum flokkum sem er tilbúið að taka af skarið og segja: Hingað og ekki lengra. Við verðum að ná saman í yfirstandandi kjaradeilu, ekki bara samningum um kaup og kjör, heldur sátt um samfélagssáttmála sem hafi þau áhrif að framtíð Íslands vilji eiga heima hér áfram,“ segir Styrmir. Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00 Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, veltir því fyrir sér hvort á Íslandi sé til svokallað djúpríki eða „Deep State“ eins og það er kallað á ensku. „Ég er að velta fyrir mér hvort það geti verið að það sé til orðið svona ákveðið ósýnilegt bandalag ýmissa aðila í okkar stjórnkerfi, bæði embættismenn, æðstu embættismenn, stjórnmálamennirnir sjálfir, ýmis hagsmunasamtök sem tengjast atvinnulífi, viðskiptalífi og fjármálalífi sem sé raunverulega að notfæra sér aðstöðu sína til þess að tryggja sinn eigin hag á kostnað allra hinna.“ Þetta sagði Styrmir í viðtali í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun en tilefnið var pistill sem hann skrifaði í Morgunblaðið í gær undir yfirskriftinni „Er til „djúpríki“ á Íslandi?“ Styrmir veltir því fyrir sér hvort valdamenn séu í auknum mæli farnir að gæta meira að sínum eigin hagsmunum heldur en þjóðarhagsmunum. Hann varpar fram þeirri spurningu hvort íslenska djúpríkið hafi haft meiri áhrif á innihald skattatillagna ríkisstjórnarinnar heldur en verkalýðsfélögin sem hafi fundað reglulega saman í rúmt ár í ljósi þess hversu mjög boðaðar skattkerfisbreytingar komu verkalýðsforystunni í opna skjöldu. „Er það skýringin á útgöngu Vilhjálms Birgissonar?“ spyr Styrmir í pistli sínum. „Kjaradeilurnar sem nú standa yfir og stefna í þau ósköp sem hafa verið fyrirsjáanleg frá sumri og hausti 2016 þegar kjararáð tók sínar ákvarðanir um kaup og kjör æðstu embættismanna, þingmanna, ráðherra og ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki og aðrir skyldir aðilar litu til sem fordæmis, snúast um meira en kaup og kjör,“ segir Styrmir sem bendir á að deilurnar snúist um þá tvískiptingu sem hafi orðið á í íslensku samfélagi eftir efnahagshrunið haustið 2008. „Að vísu var íslenzka djúpríkið orðið til fyrir hrun. Þá var það fjármálageirinn og viðskiptalífið sem stjórnaði ferðinni en ekki kjörnir fulltrúar þjóðarinnar. Hrunið gerði ekki út af við það djúpríki. Það endurskipulagði sig bara með nýjum hætti,“ segir Styrmir. Hann veltir því fyrir sér hvort enginn þingmaður sé reiðubúinn að setja hnefann í borðið. „Getur verið að á Alþingi Íslendinga nú um stundir sé ekki til fólk í öllum flokkum sem er tilbúið að taka af skarið og segja: Hingað og ekki lengra. Við verðum að ná saman í yfirstandandi kjaradeilu, ekki bara samningum um kaup og kjör, heldur sátt um samfélagssáttmála sem hafi þau áhrif að framtíð Íslands vilji eiga heima hér áfram,“ segir Styrmir.
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00 Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00
Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00
Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51