Konudagurinn, dagurinn hennar Björk Eiðsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 09:15 Blóm eru auðvitað skotheld, en ýmis einföld viðvik geta líka slegið í gegn. Mynd/Getty Þessi fyrsti dagur góumánaðar hefur verið tileinkaður konum frá því um miðja 19. öld eða jafnvel fyrr að því er fram kemur á Vísindavefnum. Þó margt hafi breyst frá þeim tíma nær hefðin fyrir því að karlar gefi konum sínum blóm alla vega aftur á sjötta áratug þessarar aldar en fyrsta blaðaauglýsing þessu tengd frá Félagi garðyrkjubænda og blómaverslana er frá árinu 1957. Þó Jón Árnason hafi ekki nefnt daginn í þjóðsögum sínum gera það aðrar heimildir frá tímabilinu. Dagurinn er nefndur í sögum eftir Guðmund Friðjónsson, þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar og virðist nafnið því hafa verið rótgróið í málinu. Það er svo árið 1927 þegar Almanak Þjóðvinafélagsins kemur út að dagurinn hlýtur opinbera viðurkenningu. Hvað sem sögunni líður er komin hefð á það hjá fjölda karla að færa konu sinni blóm á þessum degi eða sýna ást sína á einhvern annan hátt. Auðvitað eru einhverjir sem neita algjörlega að láta dagatalið stjórna hegðun sinni á þennan hátt. Segjast frekar gefa blóm þegar þá sjálfa lystir. Og það er auðvitað gott og vel – svo lengi sem þá einhvern tíma lystir. Ellefta hugmyndin gæti svo verið falleg skilaboð. þú þarft ekki að vera talandi skáld til að setja nokkur orð á blað.MYND/GETTY 10 heimatilbúnar hugmyndir Það er auðvitað skothelt að gefa blóm eða bjóða þinni heittelskuðu út að borða, í spa eða álíka. En það eru líka einföld viðvik sem gleðja. Hér eru nokkrar heimatilbúnar hugmyndir ef þú ert að brenna inni á tíma. Leyfðu henni að sofa út. Græjaðu óvænta næturpössun. Þrífðu bílinn hennar, sérlega að innan. Farðu í bakaríið og útbúðu djúsí bröns. Þrífðu heimilið, líka baðherbergin! Heitt bað, kertaljós og nudd klikkar seint. Sjáðu um krakkana og sendu hana í happy hour. Græjaðu kvöldverð fyrir ykkur tvö þegar þú ert búinn að svæfa. Finndu til þáttaröð á Netflix sem þú veist að hana langar að sjá. Kláraðu eitthvað sem hún bað þig um að klára fyrir löngu. Birtist í Fréttablaðinu Konudagur Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Topp fermingargjafirnar í ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað að ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Sjá meira
Þessi fyrsti dagur góumánaðar hefur verið tileinkaður konum frá því um miðja 19. öld eða jafnvel fyrr að því er fram kemur á Vísindavefnum. Þó margt hafi breyst frá þeim tíma nær hefðin fyrir því að karlar gefi konum sínum blóm alla vega aftur á sjötta áratug þessarar aldar en fyrsta blaðaauglýsing þessu tengd frá Félagi garðyrkjubænda og blómaverslana er frá árinu 1957. Þó Jón Árnason hafi ekki nefnt daginn í þjóðsögum sínum gera það aðrar heimildir frá tímabilinu. Dagurinn er nefndur í sögum eftir Guðmund Friðjónsson, þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar og virðist nafnið því hafa verið rótgróið í málinu. Það er svo árið 1927 þegar Almanak Þjóðvinafélagsins kemur út að dagurinn hlýtur opinbera viðurkenningu. Hvað sem sögunni líður er komin hefð á það hjá fjölda karla að færa konu sinni blóm á þessum degi eða sýna ást sína á einhvern annan hátt. Auðvitað eru einhverjir sem neita algjörlega að láta dagatalið stjórna hegðun sinni á þennan hátt. Segjast frekar gefa blóm þegar þá sjálfa lystir. Og það er auðvitað gott og vel – svo lengi sem þá einhvern tíma lystir. Ellefta hugmyndin gæti svo verið falleg skilaboð. þú þarft ekki að vera talandi skáld til að setja nokkur orð á blað.MYND/GETTY 10 heimatilbúnar hugmyndir Það er auðvitað skothelt að gefa blóm eða bjóða þinni heittelskuðu út að borða, í spa eða álíka. En það eru líka einföld viðvik sem gleðja. Hér eru nokkrar heimatilbúnar hugmyndir ef þú ert að brenna inni á tíma. Leyfðu henni að sofa út. Græjaðu óvænta næturpössun. Þrífðu bílinn hennar, sérlega að innan. Farðu í bakaríið og útbúðu djúsí bröns. Þrífðu heimilið, líka baðherbergin! Heitt bað, kertaljós og nudd klikkar seint. Sjáðu um krakkana og sendu hana í happy hour. Græjaðu kvöldverð fyrir ykkur tvö þegar þú ert búinn að svæfa. Finndu til þáttaröð á Netflix sem þú veist að hana langar að sjá. Kláraðu eitthvað sem hún bað þig um að klára fyrir löngu.
Birtist í Fréttablaðinu Konudagur Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Topp fermingargjafirnar í ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað að ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Sjá meira