Ofursunnudagur á Englandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2019 11:30 City er ríkjandi deildarbikarmeistari getty Manchester City vonast eftir því að landa sínum fyrsta titli á tímabilinu þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley klukkan 16.30 á morgun. Þá verður leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni lokið en stuðningsmenn City fylgjast væntanlega grannt með gangi mála þar enda gætu úrslitin í þeim leik haft mikið að segja í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. City er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 65 stig, jafn mörg og Liverpool en hagstæðari markatölu. Liverpool hefur hins vegar leikið einum leik færra en City og fái Bítlaborgarliðið stig á Old Trafford fer það á toppinn. Liverpool vann fyrri leikinn gegn United, 3-1, en það reyndist síðasti leikur José Mourinho með Manchester-liðið. Portúgalinn var rekinn tveimur dögum eftir leikinn á Anfield. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og United hefur ekki tapað deildarleik síðan gegn Liverpool, eða í um tvo mánuði. United hefur unnið ellefu af 13 leikjum sínum undir stjórn Ole Gunnars Solskjær, gert eitt jafntefli og aðeins tapað einum leik. Liverpool hefur bara tapað einum leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, gegn City, og Tottenham er eina liðið sem hefur náð í fleiri stig á útivelli á tímabilinu en Rauði herinn. Liverpool hefur hins vegar ekki unnið leik á Old Trafford síðan 2014. Þá vann Rauði herinn 0-3 sigur.Sjötti titilinn innan seilingar City-menn vonast væntanlega eftir greiða frá grönnum sínum áður en þeir ganga inn á Wembley-leikvanginn þar sem þeir etja kappi við Chelsea. Þessi lið mættust þann tíunda þessa mánaðar og þá vann City stórsigur, 6-0. Sergio Agüero skoraði þrjú markanna en hann hefur verið funheitur að undanförnu. Fyrir utan tap fyrir Newcastle United hefur City verið á fljúgandi siglingu á árinu 2019 og skorað aragrúa marka. Gengi Chelsea hefur hins vegar verið brokkgengt og Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri liðsins, situr í heitu sæti. Chelsea féll úr leik í ensku bikarkeppninni fyrir United á mánudaginn og er komið niður í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart var Chelsea dæmt í félagaskiptabann í gær. City og Chelsea hafa hvort um sig unnið deildabikarinn fimm sinnum. City hefur verið sérstaklega öflugt í þessari keppni á undanförnum árum og unnið deildabikarinn þrisvar sinnum frá 2014. Í fyrra vann liðið Arsenal í úrslitaleik keppninnar, 3-0, og á því titil að verja. Mikið hefur verið rætt og ritað um möguleika City á að vinna fjórfalt í ár. Strákarnir hans Peps Guardiola gætu nælt í fyrsta titilinn af fjórum mögulegum á morgun. Chelsea varð síðast deildabikarmeistari fyrir fjórum árum. Þetta er í fyrsta sinn sem City og Chelsea mætast í úrslitaleik, annaðhvort bikarkeppninnar eða deildabikarsins. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Manchester City vonast eftir því að landa sínum fyrsta titli á tímabilinu þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley klukkan 16.30 á morgun. Þá verður leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni lokið en stuðningsmenn City fylgjast væntanlega grannt með gangi mála þar enda gætu úrslitin í þeim leik haft mikið að segja í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. City er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 65 stig, jafn mörg og Liverpool en hagstæðari markatölu. Liverpool hefur hins vegar leikið einum leik færra en City og fái Bítlaborgarliðið stig á Old Trafford fer það á toppinn. Liverpool vann fyrri leikinn gegn United, 3-1, en það reyndist síðasti leikur José Mourinho með Manchester-liðið. Portúgalinn var rekinn tveimur dögum eftir leikinn á Anfield. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og United hefur ekki tapað deildarleik síðan gegn Liverpool, eða í um tvo mánuði. United hefur unnið ellefu af 13 leikjum sínum undir stjórn Ole Gunnars Solskjær, gert eitt jafntefli og aðeins tapað einum leik. Liverpool hefur bara tapað einum leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, gegn City, og Tottenham er eina liðið sem hefur náð í fleiri stig á útivelli á tímabilinu en Rauði herinn. Liverpool hefur hins vegar ekki unnið leik á Old Trafford síðan 2014. Þá vann Rauði herinn 0-3 sigur.Sjötti titilinn innan seilingar City-menn vonast væntanlega eftir greiða frá grönnum sínum áður en þeir ganga inn á Wembley-leikvanginn þar sem þeir etja kappi við Chelsea. Þessi lið mættust þann tíunda þessa mánaðar og þá vann City stórsigur, 6-0. Sergio Agüero skoraði þrjú markanna en hann hefur verið funheitur að undanförnu. Fyrir utan tap fyrir Newcastle United hefur City verið á fljúgandi siglingu á árinu 2019 og skorað aragrúa marka. Gengi Chelsea hefur hins vegar verið brokkgengt og Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri liðsins, situr í heitu sæti. Chelsea féll úr leik í ensku bikarkeppninni fyrir United á mánudaginn og er komið niður í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart var Chelsea dæmt í félagaskiptabann í gær. City og Chelsea hafa hvort um sig unnið deildabikarinn fimm sinnum. City hefur verið sérstaklega öflugt í þessari keppni á undanförnum árum og unnið deildabikarinn þrisvar sinnum frá 2014. Í fyrra vann liðið Arsenal í úrslitaleik keppninnar, 3-0, og á því titil að verja. Mikið hefur verið rætt og ritað um möguleika City á að vinna fjórfalt í ár. Strákarnir hans Peps Guardiola gætu nælt í fyrsta titilinn af fjórum mögulegum á morgun. Chelsea varð síðast deildabikarmeistari fyrir fjórum árum. Þetta er í fyrsta sinn sem City og Chelsea mætast í úrslitaleik, annaðhvort bikarkeppninnar eða deildabikarsins.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira