Getur ómögulega lifað af launum sem ræstitæknir Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 22. febrúar 2019 18:14 Zsófia hefur unnið í fullu starfi sem ræstitæknir í tæp tvö ár en hún var í hálfu starfi þar á undan. Hún er trúnaðarmaður starfsfólks í þrifum á Hótel Borg. Vísir/Baldur Zsófia Sidlovits, ungverskur ræstitæknir og trúnaðarmaður félagsmanna Eflingar á Hótel Borg, segir það ómögulegt að lifa af laununum þar og að hún eigi jafnvel erfitt með að kaupa matvörur þegar líður á mánuðinn. Hún segist nokkuð viss um að félagar hennar greiði atkvæði með vinnustöðvun 8. mars. Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að efna til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun í veitinga- og gistiþjónustu. Atkvæðagreiðslan fer fram í næstu viku. Félagar í Eflingu leggja niður störf 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna, verði vinnustöðvunin samþykkt. Zsófia hefur unnið sem ræstitæknir í fullu starfi í næstum tvö ár. Hún segir að hún og félagar hennar séu á lágmarkslaunum. Stefna fyrirtækisins sé að starfsmenn vinni ekki yfirvinnu og því beri þeir lítið úr bítum, jafnvel þó að þeir vinni helgar. Launin segir hún á bilinu 220 til 240 þúsund krónur á mánuði. Erfitt sé fyrir fólk að lifa á því, ekki síst þau sem á börn og er á leigumarkaði. Flestir sem hætta í vinnunni geri það vegna lágra launa og vegna þess að þeim finnist störf sín lítils metin. „Nei, það er ómögulegt fyrir mig. Ég held að ég geti talað fyrir hönd félaga minna að strax í annarri eða þriðju viku mánaðarins á ég jafnvel erfitt með að kaupa matvörur,“ segir Zsófia sem er þó barnlaus. Í samanburði við heimalandið Ungverjaland segir Zsófia launin á Íslandi mun hærri. Á móti komi að verðlag sé einnig hærra. „En ég kem frá Ungverjalandi, það er ekki mjög lífvænlegt land. Ég myndi vilja búa hér ef ég fengi skikkanlega borgað,“ segir hún.Hrædd við að missa vinnuna Atkvæðagreiðslan um vinnustöðvunina hefst á mánudag. Zsófia segist næstum viss um að niðurstaðan verði afgerandi já. Trúnaðarmenn sem fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við í dag töldu að allt að 95% félagsmanna gætu greitt atkvæði með vinnustöðvuninni. Einhverjir eru þó hræddir segir Zsófia. Fólk frá fátækum löndum, sem á börn, þarf að greiða leigu eða af húsnæðislánum, sé hrætt við að missa vinnuna. „Sumt fólk er hrætt en ég er að reyna að stappa í það stálinu. Ég held að við ættum samt að láta í okkur heyra gegn þessu því þetta getur ekki verið svona áfram,“ segir hún. Spurð um hvaða áhrif vinnustöðvun myndi hafa á vinnustað hennar segir Zsófia að hún myndi skapa mikil vandræði. „Vegna þess að við erum undirstaða hótelsins. Við búum um rúmin, undirbúum herbergin, þrífum þau fyrir gestina. Við veitum þeim þjónustu og ég býst við að þau verði að finna út úr þessu vegna þess að við leggjum hart að okkur og ef það er ekki metið að verðleikum verðum við að sýna að svo er ekki,“ segir hún.Klippa: Ræstitæknir á Hótel Borg segist ekki geta lifað af laununum Kjaramál Tengdar fréttir Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59 Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Zsófia Sidlovits, ungverskur ræstitæknir og trúnaðarmaður félagsmanna Eflingar á Hótel Borg, segir það ómögulegt að lifa af laununum þar og að hún eigi jafnvel erfitt með að kaupa matvörur þegar líður á mánuðinn. Hún segist nokkuð viss um að félagar hennar greiði atkvæði með vinnustöðvun 8. mars. Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að efna til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun í veitinga- og gistiþjónustu. Atkvæðagreiðslan fer fram í næstu viku. Félagar í Eflingu leggja niður störf 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna, verði vinnustöðvunin samþykkt. Zsófia hefur unnið sem ræstitæknir í fullu starfi í næstum tvö ár. Hún segir að hún og félagar hennar séu á lágmarkslaunum. Stefna fyrirtækisins sé að starfsmenn vinni ekki yfirvinnu og því beri þeir lítið úr bítum, jafnvel þó að þeir vinni helgar. Launin segir hún á bilinu 220 til 240 þúsund krónur á mánuði. Erfitt sé fyrir fólk að lifa á því, ekki síst þau sem á börn og er á leigumarkaði. Flestir sem hætta í vinnunni geri það vegna lágra launa og vegna þess að þeim finnist störf sín lítils metin. „Nei, það er ómögulegt fyrir mig. Ég held að ég geti talað fyrir hönd félaga minna að strax í annarri eða þriðju viku mánaðarins á ég jafnvel erfitt með að kaupa matvörur,“ segir Zsófia sem er þó barnlaus. Í samanburði við heimalandið Ungverjaland segir Zsófia launin á Íslandi mun hærri. Á móti komi að verðlag sé einnig hærra. „En ég kem frá Ungverjalandi, það er ekki mjög lífvænlegt land. Ég myndi vilja búa hér ef ég fengi skikkanlega borgað,“ segir hún.Hrædd við að missa vinnuna Atkvæðagreiðslan um vinnustöðvunina hefst á mánudag. Zsófia segist næstum viss um að niðurstaðan verði afgerandi já. Trúnaðarmenn sem fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við í dag töldu að allt að 95% félagsmanna gætu greitt atkvæði með vinnustöðvuninni. Einhverjir eru þó hræddir segir Zsófia. Fólk frá fátækum löndum, sem á börn, þarf að greiða leigu eða af húsnæðislánum, sé hrætt við að missa vinnuna. „Sumt fólk er hrætt en ég er að reyna að stappa í það stálinu. Ég held að við ættum samt að láta í okkur heyra gegn þessu því þetta getur ekki verið svona áfram,“ segir hún. Spurð um hvaða áhrif vinnustöðvun myndi hafa á vinnustað hennar segir Zsófia að hún myndi skapa mikil vandræði. „Vegna þess að við erum undirstaða hótelsins. Við búum um rúmin, undirbúum herbergin, þrífum þau fyrir gestina. Við veitum þeim þjónustu og ég býst við að þau verði að finna út úr þessu vegna þess að við leggjum hart að okkur og ef það er ekki metið að verðleikum verðum við að sýna að svo er ekki,“ segir hún.Klippa: Ræstitæknir á Hótel Borg segist ekki geta lifað af laununum
Kjaramál Tengdar fréttir Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59 Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59
Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45
Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56