Vonar að deiluaðilar nýti tímann vel Heimir Már Pétursson og Kjartan Kjartansson skrifa 21. febrúar 2019 20:08 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist vonast til þess að verkalýðsfélögin fjögur sem slitu kjaraviðræðum í dag og Samtök atvinnulífsins nýti tímann fram að mögulegum verkfallsaðgerðum vel og freisti þess að ná samningum. Ríkisstjórnin sé til viðræður um frekari aðkomu að lausn deilunnar. Efling, VR, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Akraness slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í dag. Þau gætu hafið verkfallsaðgerðir í fyrsta lagi eftir tvær vikur. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði forsætisráðherra að viðræðuslitin væru áhyggjuefni fyrir ríkisstjórnina og landið allt. „Ég ber þá von í brjósti að aðilar, Samtök atvinnulífsins og þessi fjögur félög sem slitu, muni nýta tímann núna þrátt fyrir að boðað hafi verið til aðgerða til þess að gera sitt ítrasta til að ná samningum,“ sagði Katrín. Lýsti hún tillögum sem ríkisstjórnin lagði til í vikunni um breytingar á skattkerfinu sem umfangsmiklum og að þær hefðu í för með sér verulegar samfélagslegar umbætur. „Við lýstum því líka að við værum reiðubúin til samtals um nokkur viðbótaratriði þannig að við munum auðvitað halda áfram okkar vinnu enda held ég að það sé til mjög mikils að vinna fyrir alla aðila í samfélaginu og allan almenning að hér komi ekki til harðra átaka,“ sagði forsætisráðherra. Kjaramál Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist vonast til þess að verkalýðsfélögin fjögur sem slitu kjaraviðræðum í dag og Samtök atvinnulífsins nýti tímann fram að mögulegum verkfallsaðgerðum vel og freisti þess að ná samningum. Ríkisstjórnin sé til viðræður um frekari aðkomu að lausn deilunnar. Efling, VR, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Akraness slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í dag. Þau gætu hafið verkfallsaðgerðir í fyrsta lagi eftir tvær vikur. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði forsætisráðherra að viðræðuslitin væru áhyggjuefni fyrir ríkisstjórnina og landið allt. „Ég ber þá von í brjósti að aðilar, Samtök atvinnulífsins og þessi fjögur félög sem slitu, muni nýta tímann núna þrátt fyrir að boðað hafi verið til aðgerða til þess að gera sitt ítrasta til að ná samningum,“ sagði Katrín. Lýsti hún tillögum sem ríkisstjórnin lagði til í vikunni um breytingar á skattkerfinu sem umfangsmiklum og að þær hefðu í för með sér verulegar samfélagslegar umbætur. „Við lýstum því líka að við værum reiðubúin til samtals um nokkur viðbótaratriði þannig að við munum auðvitað halda áfram okkar vinnu enda held ég að það sé til mjög mikils að vinna fyrir alla aðila í samfélaginu og allan almenning að hér komi ekki til harðra átaka,“ sagði forsætisráðherra.
Kjaramál Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45
Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15