Búið að slíta viðræðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 14:39 Frá fundinum sem hófst klukkan 14 og stóð yfir í um hálftíma. vísir/sigurjón Búið er að slíta kjaraviðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Fundur deiluaðila hófst klukkan 14 í dag og stóð því yfir í um hálftíma. Eftir að fundi deiluaðila lauk funduðu þeir áfram í sitthvoru lagi í húsakynnum sáttasemjara. Fastlega má búast við því að félögin hefji nú undirbúning atkvæðagreiðslna um boðun verkfalla en það tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkföll eins og fjallað var um í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Félögin fjögur sem vísað höfðu kjaradeilunni til sáttasemjara hafa undanfarna daga lýst yfir miklum vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar í skattamálum sem kynntar voru í byrjun vikunnar og var ætlað að liðka fyrir kjaraviðræðum. Hér má sjá viðtal við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, í kjölfar viðræðuslitanna.Klippa: Halldór Benjamín um viðræðuslit Hér má sjá viðtal við Sólveigu Önnu og Ragnar Þór í kjölfar viðræðuslitanna.Klippa: Sólveig Anna og Ragnar Þór um viðræðuslit Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu Eflingar sem birt var á vef félagsins eftir að viðræðum var slitið: Í dag var viðræðum Eflingar og samflotsfélaga við SA slitið hjá Ríkissáttasemjara. Þar með hefur félagið fengið heimild til að hefja verkfallsaðgerðir.Verkafólk á Íslandi hefur of lengi þurft að þola láglaunastefnu og stjórnlausan ójöfnuð. Verkafólk hefur skapað góðæri síðustu ára með vinnu sinni. Atvinnurekendur hafa þó neitað að ganga að sanngjörnum kröfum Eflingar og samflotsfélaga. Verkfall er þaulreynd og lögvarin aðferð stéttarfélaga til að jafna hlut vinnandi fólks gagnvart atvinnurekendum.Mikilvægt er að félagsmenn séu upplýstir um eftirfarandi atriði varðandi verkföll:• Allar verkfallsaðgerðir þarf að samþykkja í kosningu meðal þeirra félagsmanna sem verkfall tekur til. Félagið mun senda allar nauðsynlegar upplýsingar til félagsmanna varðandi verkfallskosningu með eins miklum fyrirvara og hægt er.• Félagsmenn eru hvattir til að láta félagið hafa réttar upplýsingar um netfang þeirra og símanúmer, til að auðvelt sé að ná sambandi við þá. Senda má póst á efling@efling.is og láta þar koma fram kennitölu, netfang og símanúmer. Efling fer með slíkar upplýsingar í samræmi við persónuverndarlög.• Félagsmenn eru hvattir til að setja sig í samband við trúnaðarmann á sínum vinnustað, þar sem trúnaðarmaður er fyrir hendi.• Svar við algengustu spurningum um verkföll má finna á samningavef Eflingar is• Félagsmenn eru að lokum hvattir til að fylgjast vel með öllum fréttum á samningavef, heimasíðu og Facebook síðu Nýjustu upplýsingar um viðræður og verkföll birtast að jafnaði fyrst á samningavefnum.Fréttin var uppfærð klukkan 15:08. Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00 SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkfall Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. 21. febrúar 2019 13:06 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Búið er að slíta kjaraviðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Fundur deiluaðila hófst klukkan 14 í dag og stóð því yfir í um hálftíma. Eftir að fundi deiluaðila lauk funduðu þeir áfram í sitthvoru lagi í húsakynnum sáttasemjara. Fastlega má búast við því að félögin hefji nú undirbúning atkvæðagreiðslna um boðun verkfalla en það tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkföll eins og fjallað var um í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Félögin fjögur sem vísað höfðu kjaradeilunni til sáttasemjara hafa undanfarna daga lýst yfir miklum vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar í skattamálum sem kynntar voru í byrjun vikunnar og var ætlað að liðka fyrir kjaraviðræðum. Hér má sjá viðtal við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, í kjölfar viðræðuslitanna.Klippa: Halldór Benjamín um viðræðuslit Hér má sjá viðtal við Sólveigu Önnu og Ragnar Þór í kjölfar viðræðuslitanna.Klippa: Sólveig Anna og Ragnar Þór um viðræðuslit Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu Eflingar sem birt var á vef félagsins eftir að viðræðum var slitið: Í dag var viðræðum Eflingar og samflotsfélaga við SA slitið hjá Ríkissáttasemjara. Þar með hefur félagið fengið heimild til að hefja verkfallsaðgerðir.Verkafólk á Íslandi hefur of lengi þurft að þola láglaunastefnu og stjórnlausan ójöfnuð. Verkafólk hefur skapað góðæri síðustu ára með vinnu sinni. Atvinnurekendur hafa þó neitað að ganga að sanngjörnum kröfum Eflingar og samflotsfélaga. Verkfall er þaulreynd og lögvarin aðferð stéttarfélaga til að jafna hlut vinnandi fólks gagnvart atvinnurekendum.Mikilvægt er að félagsmenn séu upplýstir um eftirfarandi atriði varðandi verkföll:• Allar verkfallsaðgerðir þarf að samþykkja í kosningu meðal þeirra félagsmanna sem verkfall tekur til. Félagið mun senda allar nauðsynlegar upplýsingar til félagsmanna varðandi verkfallskosningu með eins miklum fyrirvara og hægt er.• Félagsmenn eru hvattir til að láta félagið hafa réttar upplýsingar um netfang þeirra og símanúmer, til að auðvelt sé að ná sambandi við þá. Senda má póst á efling@efling.is og láta þar koma fram kennitölu, netfang og símanúmer. Efling fer með slíkar upplýsingar í samræmi við persónuverndarlög.• Félagsmenn eru hvattir til að setja sig í samband við trúnaðarmann á sínum vinnustað, þar sem trúnaðarmaður er fyrir hendi.• Svar við algengustu spurningum um verkföll má finna á samningavef Eflingar is• Félagsmenn eru að lokum hvattir til að fylgjast vel með öllum fréttum á samningavef, heimasíðu og Facebook síðu Nýjustu upplýsingar um viðræður og verkföll birtast að jafnaði fyrst á samningavefnum.Fréttin var uppfærð klukkan 15:08.
Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00 SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkfall Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. 21. febrúar 2019 13:06 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00
SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58
Tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkfall Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. 21. febrúar 2019 13:06
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent