Vildi myrða Demókrata og fjölmiðlamenn Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. febrúar 2019 08:45 Hér má sjá vopnabúr Hasson. Vísir/AP Christopher Paul Hasson, yfirmaður í Strandgæslu Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn og er grunaður um að leggja á ráðin um hryðjuverk í heimalandi sínu. Lögreglan komst á snoðir um ráðabruggið og þegar húsleit var gerð heima hjá manninum, sem býr í Maryland, fannst heilt vopnabúr með fjölda riffla og smærri skotvopna. Hann var ákærður fyrir vegna brota á fíkniefnalöggjöf og skotvopnalöggjöf en saksóknarar í Maryland segja þær ákærur einungis „toppinn á ísjakanum“.Hasson, sem segist vera Hvítur Þjóðernissinni hafði samið lista af fólki sem hann ætlaði að ráðast gegn og var þar um að ræða framámenn í Demókrataflokknum bandaríska og fjölmiðlamenn, samkvæmt AP fréttaveitunni.Alls fundust fimmtán skotvopn á heimili Hasson og minnst þúsund byssukúlur. Þá fannst einnig mikið magn stera. Hann er sagður hafa dáðst mjög að norska morðingjanum Anders Behring Breivik en óljóst er hvað fólst í áætlunum hans eða hversu langt þær voru komnar þegar hann var handtekinn. Hann hafði einnig lýst yfir aðdáun sinni á Rússlandi. „Ég lít til Rússlands með vonaraugum eða annarra landa sem fyrirlíta vestrænt frjálslyndi,“ skrifaði Hasson.Vildi verða sér út um efnavopn Hasson skrifaði annan tölvupóst þar sem hann tók saman lista sinn yfir skotmörk og ræddi meðal annars efnavopnaárás. Hvernig hann gæti útvegað sér efnavopn eða hráefni til að framleiða efnavopn. Í tölvupóstinum skrifaði hann einnig að hann dreymdi um að myrða næstum því alla jarðarbúa. Hann skrifaði einnig tölvupóst til leiðtoga nýnasistasamtaka þar sem hann sagðist hafa verið þjóðernissinni í rúm 30 ár og hvatti hann til „hnitmiðaðs ofbeldis“ til að skapa „hvítt heimaland“. Saksóknarar segja að netsaga Hasson sýni að hann hafi meðal annars leitað að upplýsingum um hvaða Demókratar þættu frjálslyndastir, hvort þeir nytu verndar lífvarðasveitar forseta Bandaríkjanna (Secret Service) og hvort Hæstaréttardómarar Bandaríkjanna nytu mikillar verndar. Þá skoðaði hann mikið af bókmenntum sem lofa Rússland og nýnasisma. Meðal þeirra sem voru á lista hans, sem hann skrifaði í Excel, voru Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Chuck Schumer leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni, Kirsten Gillibrand, Elizabeth Warren og Cory Booker, en öll þrjú eru þingmenn og sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2020. Á listanum mátti einnig finna John Podesta framkvæmdastjóra forsetaframboðs Hillary Clinton, Alexandria Ocasio-Cortez þingkonu, Maxine Waters þingkonu, Beto O‘Rourke forsetaframbjóðanda, og nöfn fjölmiðlamannanna Chris Hayes, Joe Scarboroguh, Chris Cuomo og Van Jones. Bandaríkin Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Christopher Paul Hasson, yfirmaður í Strandgæslu Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn og er grunaður um að leggja á ráðin um hryðjuverk í heimalandi sínu. Lögreglan komst á snoðir um ráðabruggið og þegar húsleit var gerð heima hjá manninum, sem býr í Maryland, fannst heilt vopnabúr með fjölda riffla og smærri skotvopna. Hann var ákærður fyrir vegna brota á fíkniefnalöggjöf og skotvopnalöggjöf en saksóknarar í Maryland segja þær ákærur einungis „toppinn á ísjakanum“.Hasson, sem segist vera Hvítur Þjóðernissinni hafði samið lista af fólki sem hann ætlaði að ráðast gegn og var þar um að ræða framámenn í Demókrataflokknum bandaríska og fjölmiðlamenn, samkvæmt AP fréttaveitunni.Alls fundust fimmtán skotvopn á heimili Hasson og minnst þúsund byssukúlur. Þá fannst einnig mikið magn stera. Hann er sagður hafa dáðst mjög að norska morðingjanum Anders Behring Breivik en óljóst er hvað fólst í áætlunum hans eða hversu langt þær voru komnar þegar hann var handtekinn. Hann hafði einnig lýst yfir aðdáun sinni á Rússlandi. „Ég lít til Rússlands með vonaraugum eða annarra landa sem fyrirlíta vestrænt frjálslyndi,“ skrifaði Hasson.Vildi verða sér út um efnavopn Hasson skrifaði annan tölvupóst þar sem hann tók saman lista sinn yfir skotmörk og ræddi meðal annars efnavopnaárás. Hvernig hann gæti útvegað sér efnavopn eða hráefni til að framleiða efnavopn. Í tölvupóstinum skrifaði hann einnig að hann dreymdi um að myrða næstum því alla jarðarbúa. Hann skrifaði einnig tölvupóst til leiðtoga nýnasistasamtaka þar sem hann sagðist hafa verið þjóðernissinni í rúm 30 ár og hvatti hann til „hnitmiðaðs ofbeldis“ til að skapa „hvítt heimaland“. Saksóknarar segja að netsaga Hasson sýni að hann hafi meðal annars leitað að upplýsingum um hvaða Demókratar þættu frjálslyndastir, hvort þeir nytu verndar lífvarðasveitar forseta Bandaríkjanna (Secret Service) og hvort Hæstaréttardómarar Bandaríkjanna nytu mikillar verndar. Þá skoðaði hann mikið af bókmenntum sem lofa Rússland og nýnasisma. Meðal þeirra sem voru á lista hans, sem hann skrifaði í Excel, voru Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Chuck Schumer leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni, Kirsten Gillibrand, Elizabeth Warren og Cory Booker, en öll þrjú eru þingmenn og sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2020. Á listanum mátti einnig finna John Podesta framkvæmdastjóra forsetaframboðs Hillary Clinton, Alexandria Ocasio-Cortez þingkonu, Maxine Waters þingkonu, Beto O‘Rourke forsetaframbjóðanda, og nöfn fjölmiðlamannanna Chris Hayes, Joe Scarboroguh, Chris Cuomo og Van Jones.
Bandaríkin Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira