Enski boltinn

Franska skattalögreglan réðst inn í höfuðstöðvar Nantes

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér minnast stuðningsmenn Nantes Emiliano Sala.
Hér minnast stuðningsmenn Nantes Emiliano Sala. EPA-EFE/EDWARD BOONE
Franska félagið Nantes stendur ekki aðeins í lögfræðideilu við velska félagið CardiffCity um greiðsluna vegna söluna á Emiliano Sala heitnum því nú hefur franski skatturinn einnig gert rassíu hjá félaginu.

Fulltrúar skattyfirvalda mættu í höfuðstöðvar Nantes í gærmorgun en rassían er hluti af rannsókn á skattamálum WaldemarKita, forseta Nantes, samkvæmt fréttum frá Frakklandi. Telegraph segir frá.





Það er ekki talið að þessi rannsókn tengist greiðslunni fyrir Emiliano Sala en CardiffCity keypti argentínska knattspyrnumanninn á fimmtán milljónum þremur dögum áður en hann fórst í flugslysi í Ermarsundinu. 

Cardiff íhugar að kæra Nantes fyrir vanrækslu ef það kemur í ljós að flugmaður vélarinnar hafi ekki verið með próf á flugvélina sem fórst en Nantes hefur þegar farið í hart að sækja greiðslurnar fyrir Emiliano Sala.

Inn í málið blandast líka milligöngumaðurinn WillieMcKay sem var maðurinn á bak við söluna á Emiliano Sala frá Nantes til CardiffCity. Hann hefur gagnrýnt eiganda CarfdiffCity harðlega fyrir að reyna gera sig að blórabögglinum í þessum sorglega máli af því að hann sé auðvelt skotmark.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×