Kröfu foreldra Ernu Reka vísað frá dómi Birgir Olgeirsson skrifar 20. febrúar 2019 10:15 Foreldrarnir Erion og Nazife með dóttur sína Ernu Reka. Vísir/Sigurjón Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfu albanskra foreldra um að fella úr gildi úrskurð Útlendingastofnunar þess efnis að vísa 22 mánaða gamalli dóttur þeirra úr landi. Um er að ræða stúlku að nafni Ernu Reka en foreldrar hennar eru Nazife og Erion. Þessi niðurstaða þýðir að barninu verður að óbreyttu vísað úr landi en enn á eftir að taka ákvörðun um hvort það verði gert. Lögmenn ætla að funda síðar í dag til að fara betur yfir málið en enn á eftir að taka ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Hjónin komu fyrst hingað árið 2015 sem hælisleitendur, fengu atvinnuleyfi og störfuðu á hóteli í Reykjavík þar til þeim var vísað úr landi.Hjónin komu hingað til lands árið 2015 en barnið fæddist hér á landi.VísirSigurjónÞau komu hins vegar aftur til landsins stuttu síðar og sóttu í það skiptið um dvalarleyfi. Í 102. grein útlendingalaga segir að óheimilt sé að vísa útlendingi úr landi hafi hann átt fasta óslitna búsetu hér frá fæðingu samkvæmt þjóðskrá. Lögheimili barna hælisleitenda og umsækjenda um dvalarleyfi eru hins vegar skráð með öðrum hætti en annarra barna sem hér fæðast. Útlendingastofnun taldi að ákvæðið eigi ekki við í tilfelli Ernu. Þessu er fjölskyldan hins vegar ósammála vísuðu meðal annars til þess að mismunandi skráning lögheimila barna sé brot á 2. grein barnasáttmálans þar sem óheimilt sé að mismuna þeim vegna stöðu foreldra sinna. Albanía Hælisleitendur Tengdar fréttir Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49 Ekkert um réttarstöðu barnsins í úrskurði kærunefndar útlendingamála Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. 2. júlí 2018 20:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfu albanskra foreldra um að fella úr gildi úrskurð Útlendingastofnunar þess efnis að vísa 22 mánaða gamalli dóttur þeirra úr landi. Um er að ræða stúlku að nafni Ernu Reka en foreldrar hennar eru Nazife og Erion. Þessi niðurstaða þýðir að barninu verður að óbreyttu vísað úr landi en enn á eftir að taka ákvörðun um hvort það verði gert. Lögmenn ætla að funda síðar í dag til að fara betur yfir málið en enn á eftir að taka ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Hjónin komu fyrst hingað árið 2015 sem hælisleitendur, fengu atvinnuleyfi og störfuðu á hóteli í Reykjavík þar til þeim var vísað úr landi.Hjónin komu hingað til lands árið 2015 en barnið fæddist hér á landi.VísirSigurjónÞau komu hins vegar aftur til landsins stuttu síðar og sóttu í það skiptið um dvalarleyfi. Í 102. grein útlendingalaga segir að óheimilt sé að vísa útlendingi úr landi hafi hann átt fasta óslitna búsetu hér frá fæðingu samkvæmt þjóðskrá. Lögheimili barna hælisleitenda og umsækjenda um dvalarleyfi eru hins vegar skráð með öðrum hætti en annarra barna sem hér fæðast. Útlendingastofnun taldi að ákvæðið eigi ekki við í tilfelli Ernu. Þessu er fjölskyldan hins vegar ósammála vísuðu meðal annars til þess að mismunandi skráning lögheimila barna sé brot á 2. grein barnasáttmálans þar sem óheimilt sé að mismuna þeim vegna stöðu foreldra sinna.
Albanía Hælisleitendur Tengdar fréttir Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49 Ekkert um réttarstöðu barnsins í úrskurði kærunefndar útlendingamála Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. 2. júlí 2018 20:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49
Ekkert um réttarstöðu barnsins í úrskurði kærunefndar útlendingamála Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. 2. júlí 2018 20:30