Segir að United-Liverpool sé algjör lykilleikur í titilbaráttunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 14:00 Naby Keita hjá Liverpool og Matteo Darmian hjá Manchester United í baráttunni í fyrri leik liðanna. EPA/PETER POWELL Margir eru farnir að telja niður í leik Manchester United og Liverpool á Old Trafford á sunnudaginn kemur. Matt Le Tissier, goðsögn úr ensku úrvalsdeildinni og nú sérfræðingur Sky Sports, telur að heimsókn Liverpool á Old Trafford muni ráða miklu um hvert enski meistaratitilinn fer í ár. Liverpool kemst aftur á toppinn með því að ná stig í leiknum. Manchester City og Liverpool er nú með jafnmörg stig en City er með betri markatölu og hefur líka leikið leik meira. Manchester City getur tryggt sér titil á sunnudaginn þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins.LE TISS: UTD VISIT 'KEY' IN TITLE RACE Matt Le Tissier says Liverpool's visit to Manchester United will provide a major key in deciding this season's Premier League champion. More here: https://t.co/hfk1KHu7RLpic.twitter.com/Cu9kftKSNo — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 20, 2019Gamli Liverpool-fyrirliðinn Phil Thompson er á því að Liverpool verði enskur meistari takist liðinu að vinna Manchester United á Old Trafford. Le Tissier er sammála því. „Það er samt mikið eftir enn þá og það er von á skrýtnum úrslitum á lokakaflanum þegar botnliðin eru að berjast fyrir lífi sínu og ná oft í stig af efstu liðunum,“ sagði Matt Le Tissier. „Þetta er engu að síður risaleikur fyrir Liverpool og baráttu þeirra fyrir að vinna enska titilinn,“ sagði Le Tissier. „Tapi Liverpool þessum leik þá afhenda þeir Manchester City frumkvæðið og ef það gerist þá má búast við því að Manchester City líti ekki til baka og fari alla leið og vinni titilinn,“ sagði Le Tissier. „Ef Liverpool vinnur á Old Trafford þá held ég að það gef liðinu gríðarlegt sjálfstraust fyrir framhaldið. Þeir væru þá áfram í bílstjórasætinu og þetta væri þeirra titill að tapa,“ sagði Le Tissier. Matt Le Tissier hrósar samt liði Manchester United og leggur áherslu á hversu sterkt liðið er orðið undir stjórn Ole Gunnars Solskjær. „Öll lið sem hafa unnið 11 af 13 leikjum sínum eiga skilið aðdáun. Það eru fullt af leikjum þarna sem United átti alltaf að vinna en liðið vann einnig góðan útisigur á Tottenham auk þess að koma til baka á móti Burnley þrátt fyrir að vera 2-0 undir eftir 86 mínútur,“ sagði Le Tissier. „Svo sýndi liðið styrk sinn í bikarsigrinum á Chelsea. Þar spilaði United-liðið mjög öflugan varnarleik en svo góða vörn hef ég ekki séð lengi hjá félaginu,“ sagði Le Tissier. Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Margir eru farnir að telja niður í leik Manchester United og Liverpool á Old Trafford á sunnudaginn kemur. Matt Le Tissier, goðsögn úr ensku úrvalsdeildinni og nú sérfræðingur Sky Sports, telur að heimsókn Liverpool á Old Trafford muni ráða miklu um hvert enski meistaratitilinn fer í ár. Liverpool kemst aftur á toppinn með því að ná stig í leiknum. Manchester City og Liverpool er nú með jafnmörg stig en City er með betri markatölu og hefur líka leikið leik meira. Manchester City getur tryggt sér titil á sunnudaginn þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins.LE TISS: UTD VISIT 'KEY' IN TITLE RACE Matt Le Tissier says Liverpool's visit to Manchester United will provide a major key in deciding this season's Premier League champion. More here: https://t.co/hfk1KHu7RLpic.twitter.com/Cu9kftKSNo — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 20, 2019Gamli Liverpool-fyrirliðinn Phil Thompson er á því að Liverpool verði enskur meistari takist liðinu að vinna Manchester United á Old Trafford. Le Tissier er sammála því. „Það er samt mikið eftir enn þá og það er von á skrýtnum úrslitum á lokakaflanum þegar botnliðin eru að berjast fyrir lífi sínu og ná oft í stig af efstu liðunum,“ sagði Matt Le Tissier. „Þetta er engu að síður risaleikur fyrir Liverpool og baráttu þeirra fyrir að vinna enska titilinn,“ sagði Le Tissier. „Tapi Liverpool þessum leik þá afhenda þeir Manchester City frumkvæðið og ef það gerist þá má búast við því að Manchester City líti ekki til baka og fari alla leið og vinni titilinn,“ sagði Le Tissier. „Ef Liverpool vinnur á Old Trafford þá held ég að það gef liðinu gríðarlegt sjálfstraust fyrir framhaldið. Þeir væru þá áfram í bílstjórasætinu og þetta væri þeirra titill að tapa,“ sagði Le Tissier. Matt Le Tissier hrósar samt liði Manchester United og leggur áherslu á hversu sterkt liðið er orðið undir stjórn Ole Gunnars Solskjær. „Öll lið sem hafa unnið 11 af 13 leikjum sínum eiga skilið aðdáun. Það eru fullt af leikjum þarna sem United átti alltaf að vinna en liðið vann einnig góðan útisigur á Tottenham auk þess að koma til baka á móti Burnley þrátt fyrir að vera 2-0 undir eftir 86 mínútur,“ sagði Le Tissier. „Svo sýndi liðið styrk sinn í bikarsigrinum á Chelsea. Þar spilaði United-liðið mjög öflugan varnarleik en svo góða vörn hef ég ekki séð lengi hjá félaginu,“ sagði Le Tissier.
Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira