Kenna Bandaríkjunum um og skamma Japana fyrir afskipti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. mars 2019 08:45 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, er væntanlega á sama máli og ríkismiðlarnir. Nordicphotos/AFP Ríkismiðlar í einræðisríkinu Norður-Kóreu fjölluðu í gær um hinn árangurslausa leiðtogafund sem Kim Jong-un einræðisherra og Donald Trump Bandaríkjaforseti áttu í Hanoi í síðustu viku. Vonir stóðu til þess að þeir myndu undirrita yfirlýsingu um kjarnorkuafvopnun Asíuríkisins en af því varð ekki þar sem Bandaríkjamenn vildu ekki fallast á kröfu Norður-Kóreumanna um afléttingu viðskiptaþvingana. Samkvæmt suðurkóreskum greinendum eru þvinganirnar við það að knésetja hagkerfi ríkisins algjörlega. „Almenningur, bæði hér heima og utanlands, vonaðist til að þessi annar leiðtogafundur Alþýðulýðveldisins og Bandaríkjanna í Hanoi bæri árangur en varð fyrir vonbrigðum og kennir Bandaríkjunum um hinn árangurslausa leiðtogafund,“ sagði í dagblaðinu Rodong Sinmun. Dagblaðið sagði svo frá því að Japanar væru að reyna að reka fleyg á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Einungis afturhaldsseggirnir í Japan hafa tekið meinfýsna afstöðu í málinu og fagna árangursleysinu eins og um góðar fréttir hafi verið að ræða,“ skrifaði blaðamaður og hélt áfram: „Markmið Japana er, í örvæntingu þeirra, að spilla sambandi Norður-Kóreu og Bandaríkjanna vegna þess að þeir hafa verið skildir út undan í viðræðunum um frið á Kóreuskaga og í heimshlutanum. Þeir eru fyrirlitlegir, rétt eins og þeir sem verðskulda löðrung.“ Þá var vikið að hinum „ósvífna“ Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. Hann sagður reyna á sama tíma að fá Norður-Kóreumenn til friðarviðræðna við sig. „Japanar hafa framið of marga glæpi til þess að við getum tekist á við þá. Það hefst ekkert upp úr því að eiga í viðræðum við dverga sem hanga í skottinu á Bandaríkjamönnum.“ Japanar voru í þokkabót sagðir með „svört hjörtu“ og ættu að reiða miskabætur af hendi fyrir „fyrri glæpi og gefast upp á þeim draumi sínum að verða hernaðarrisi“. „Örlög hins yfirgefna Japans eru að bíða eftir því að ríkið heyri sögunni til,“ sagði svo enn fremur. Þessi harðnandi afstaða einræðisríkisins birtist sömuleiðis í frétt um sameiginlegar svonefndar Dong Maeng hernaðaræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem standa nú yfir, eftir að Bandaríkin tilkynntu um að æfingum sem kallaðar hafa verið Key Resolve og Foal Eagle hefði verið aflýst. „Þessar aðgerðir […] eru gróft brot gegn sameiginlegri yfirlýsingu Alþýðulýðveldisins og Bandaríkjanna og yfirlýsingum suðurs og norðurs,“ sagði í Rodong Sinmun. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Japan Norður-Kórea Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira
Ríkismiðlar í einræðisríkinu Norður-Kóreu fjölluðu í gær um hinn árangurslausa leiðtogafund sem Kim Jong-un einræðisherra og Donald Trump Bandaríkjaforseti áttu í Hanoi í síðustu viku. Vonir stóðu til þess að þeir myndu undirrita yfirlýsingu um kjarnorkuafvopnun Asíuríkisins en af því varð ekki þar sem Bandaríkjamenn vildu ekki fallast á kröfu Norður-Kóreumanna um afléttingu viðskiptaþvingana. Samkvæmt suðurkóreskum greinendum eru þvinganirnar við það að knésetja hagkerfi ríkisins algjörlega. „Almenningur, bæði hér heima og utanlands, vonaðist til að þessi annar leiðtogafundur Alþýðulýðveldisins og Bandaríkjanna í Hanoi bæri árangur en varð fyrir vonbrigðum og kennir Bandaríkjunum um hinn árangurslausa leiðtogafund,“ sagði í dagblaðinu Rodong Sinmun. Dagblaðið sagði svo frá því að Japanar væru að reyna að reka fleyg á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Einungis afturhaldsseggirnir í Japan hafa tekið meinfýsna afstöðu í málinu og fagna árangursleysinu eins og um góðar fréttir hafi verið að ræða,“ skrifaði blaðamaður og hélt áfram: „Markmið Japana er, í örvæntingu þeirra, að spilla sambandi Norður-Kóreu og Bandaríkjanna vegna þess að þeir hafa verið skildir út undan í viðræðunum um frið á Kóreuskaga og í heimshlutanum. Þeir eru fyrirlitlegir, rétt eins og þeir sem verðskulda löðrung.“ Þá var vikið að hinum „ósvífna“ Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. Hann sagður reyna á sama tíma að fá Norður-Kóreumenn til friðarviðræðna við sig. „Japanar hafa framið of marga glæpi til þess að við getum tekist á við þá. Það hefst ekkert upp úr því að eiga í viðræðum við dverga sem hanga í skottinu á Bandaríkjamönnum.“ Japanar voru í þokkabót sagðir með „svört hjörtu“ og ættu að reiða miskabætur af hendi fyrir „fyrri glæpi og gefast upp á þeim draumi sínum að verða hernaðarrisi“. „Örlög hins yfirgefna Japans eru að bíða eftir því að ríkið heyri sögunni til,“ sagði svo enn fremur. Þessi harðnandi afstaða einræðisríkisins birtist sömuleiðis í frétt um sameiginlegar svonefndar Dong Maeng hernaðaræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem standa nú yfir, eftir að Bandaríkin tilkynntu um að æfingum sem kallaðar hafa verið Key Resolve og Foal Eagle hefði verið aflýst. „Þessar aðgerðir […] eru gróft brot gegn sameiginlegri yfirlýsingu Alþýðulýðveldisins og Bandaríkjanna og yfirlýsingum suðurs og norðurs,“ sagði í Rodong Sinmun.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Japan Norður-Kórea Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira