Ég er fjörfiskur og villigrís Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 9. mars 2019 11:00 Erpur, eða Blaz Roca, er ekki enn pabbi en þó rapppabbi. MYND/ANTON BRINK Það er pabbahelgi hjá rapppabbanum Erpi Eyvindarsyni í kvöld. Hann skálar í sykurskertum sítrónusvala við Ragga Bjarna og segir lífsstíl sinn skrautlegan eins og sannir textar hans segja frá. „Ég er ekki enn orðinn alvöru pabbi en fer að dæla þessu út. Mig langar að eignast tíu krakka og helst eiga litla púka um allan heim, kannski einn Gyðing sem er góður í stærðfræði, Rússa sem er framúrskarandi í ballett og Íslending í Sigurrósar-lopamussu sem dæmi. Það væri gaman að geta teflt fram einni snargeðveikri Benetton-fjölskyldu,“ segir Erpur og skellihlær. „En ég er náttúrlega rapppabbinn; pabbi íslensks rapps. Papa don Blaz er með pabbahelgi. Bróðir minn Sesar A er svo rappafinn og í kvöld verður með mér grimmur sjóbissnessafi, sjálfur Raggi Bjarna,“ segir Erpur sem kemur reglulega fram með Ragga. „Við tökum iðulega „Allir eru að fá sér“ og ég fæ mér alltaf fullt en Raggi er alltaf í sínum sykurskerta Sítrónu-Svala og búinn að vera í kókómjólkinni í áratugi. Ég vissi af Ragga því afi minn var dyravörður og dansstjóri í gamla Alþýðuhúsinu í Iðnó, þar sem Raggi spilaði meðal annars á trommur og afi hékk líka mikið með Hauk Morthens og fleiri goðsögnum. Það voru engir íslensku rappandi rapparar til fyrir okkar tíð; engir sem við Sesar A gátum lært af, svo maður lærði af þeim sem á undan fóru í rokki og pönki. Af Ragga hef ég aðallega lært að vera afslappaður því það er sama hvað hann virðist utangátta áður en hann stígur á svið; hann gerir allt tipp topp þegar hann er kominn á sviðið og er fagmaður fram í fingurgóma.“Skrautlegur lífsstíll Yrkisefni Erps eru ekki alltaf á barnamáli. „En ég get ekki tekið á mig að hafa slæm áhrif á unga hlustendur. Ég er listamaður og lifi samkvæmt því að verða betri manneskja með hverjum deginum sem líður. Ég get hins vegar ekki sleppt því að yrkja um það hvernig líf mitt hefur verið og er, það gera listamenn og ekki þeirra hlutverk að ritskoða sjálfa sig. Fólk verður að meta það sjálft hvort Michael Jackson hafi verið betri fyrirmynd en þeir sem eru með allt uppi á borði, eins og ég sem virðist kannski grófari, eða presturinn sem virðist heilagastur af öllum er að gera mun verri hluti í kapellunni. Listamenn sem opna sig og virðast ekki vera til fyrirmyndar eru í langflestum tilfellum heilbrigðari en þeir sem fordæma mest og þykjast góðar fyrirmyndir,“ segir Erpur sem yrkir gjarnan um eigin lífsstíl í sínum textasmíðum. „Lífsstíll íslenskra rappara, samkvæmt yrkisefninu, er ekki alltaf sannur. Sjálfur bulla ég aldrei í mínum textum en það eru margir að vakna á Arnarnesinu þar sem mamma þeirra matar þá með silfurskeið á meðan pabbi þeirra er að einkavæða bankana og borga tryggingar af Porsche-bílnum sem þeir gáfu stuttbuxnaunganum í fermingargjöf. Það eru pulsur sem ýmist ljúga eða eru fæddir silfurskeiðarskrattar og hafa aldrei dýft tánni í vatn til að vinna sér inn fyrir lifibrauðinu. Ef ég segist hafa farið í 36 tíma „blackout“ gerði ég það í alvörunni, en ég rappa líka um pólitík og fleira. Lífsstíll minn er þó vissulega skrautlegur, enda er ég fjörfiskur og mikill villigrís. Þannig hefur það alltaf verið og þannig væri ég líka þótt ég ynni við að búa um hótelrúm í Ármúlanum.“Stoltur af ungu rappdeildinni Sem pabbi íslensks rapps hefur Erpur stutt dyggilega við börn sín í rappinu, það er unga rappara sem nú eru áberandi í rappsenunni. „Ég hef alltaf peppað upp yngri rappara eins og Hnetusmjörið og MC Gauta sem dæmi. Ég geri allt sem ég get til að stækka senuna, það er mikilvægt. Allir sem eru í þeirri stöðu að vera í sviðsljósinu eiga að draga með sér gott lið enda er leiðinlegt og þreytandi að vera einn í partíi til lengdar. Ég er stoltur af því að allir sem ég hef peppað frá byrjun, og sem aðrir hlógu að í fyrstu, eru nú orðnir risar. Þetta er það sem þarf að gera. Það skiptir ekki bara máli hversu góður rapparinn er, það þarf að peppa hann inn í geimið,“ segir Erpur og vill ekki mismuna börnum sínum í rappinu. „Ég er bara ánægður með þetta gengi og margir stærstu í rappdeildinni sem við ólum upp er meira og minna heilbrigt fólk. Það syngur kannski um hráan veruleikann í Reykjavík nútímans og hann er ekki alltaf fagur og oft algjör viðbjóður, en það þýðir ekki að við sem röppum séum þannig. Þetta er það sem rapparar eiga að gera, að endurspegla þjóðfélagið eins og það er,“ segir Erpur sem hefur í nógu að snúast og kemur fram sem rappari og veislustjóri nær alla daga vikunnar. „Það er auðvitað æðislegt að vera er svo heppin að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast og ég hef ekki þurft að vakna fyrir hádegi í tuttugu ár. Ég hef hugfast að hafa þrjú áhugamál í lífinu, eitt sem heldur manni í líkamlegu og andlegu formi, annað sem veitir sköpunarkraftinum útrás og það þriðja sem borgar brúsann.“Kúbuvindill og hlaupskepnur Þegar Erpur á frí á laugardagskvöldi þykir honum gott að hafa það náðugt heima. „Þá fæ ég mér stóran Kúbuvindil, sker niður ávöxt eða poppa og maula kannski hlaupskepnur yfir franskri mynd sem gerist í Marseille eða ítölskum glæpaþáttum sem eru í uppáhaldi,“ segir Erpur og hlakkar mikið til pabbakvöldsins sem hann stendur fyrir á Bryggjunni Brugghúsi í kvöld. Strákarnir sem koma fram með guðföður rappsins eru Raggi Bjarna og ferskverjarnir Sdóri, Chase og NVTVN, DJ Balatron, Blaffi BlackOut og KrisH. „Tilgangur lífsins er að upplifa sem mest, þannig öðlast maður viskuna. Líka að hegða sér. Það skilar sér eins og hvert annað karma. Að vera góður við alla sem eru góðir við þig og segja ræpunum að fukka sér, en maður á almennt að vera almennilegur við alla.“ Fylgstu með skrautlegum lífsstíl Erps á Snapchat undir Babarinn og á Instagram undir Slakibabarinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Það er pabbahelgi hjá rapppabbanum Erpi Eyvindarsyni í kvöld. Hann skálar í sykurskertum sítrónusvala við Ragga Bjarna og segir lífsstíl sinn skrautlegan eins og sannir textar hans segja frá. „Ég er ekki enn orðinn alvöru pabbi en fer að dæla þessu út. Mig langar að eignast tíu krakka og helst eiga litla púka um allan heim, kannski einn Gyðing sem er góður í stærðfræði, Rússa sem er framúrskarandi í ballett og Íslending í Sigurrósar-lopamussu sem dæmi. Það væri gaman að geta teflt fram einni snargeðveikri Benetton-fjölskyldu,“ segir Erpur og skellihlær. „En ég er náttúrlega rapppabbinn; pabbi íslensks rapps. Papa don Blaz er með pabbahelgi. Bróðir minn Sesar A er svo rappafinn og í kvöld verður með mér grimmur sjóbissnessafi, sjálfur Raggi Bjarna,“ segir Erpur sem kemur reglulega fram með Ragga. „Við tökum iðulega „Allir eru að fá sér“ og ég fæ mér alltaf fullt en Raggi er alltaf í sínum sykurskerta Sítrónu-Svala og búinn að vera í kókómjólkinni í áratugi. Ég vissi af Ragga því afi minn var dyravörður og dansstjóri í gamla Alþýðuhúsinu í Iðnó, þar sem Raggi spilaði meðal annars á trommur og afi hékk líka mikið með Hauk Morthens og fleiri goðsögnum. Það voru engir íslensku rappandi rapparar til fyrir okkar tíð; engir sem við Sesar A gátum lært af, svo maður lærði af þeim sem á undan fóru í rokki og pönki. Af Ragga hef ég aðallega lært að vera afslappaður því það er sama hvað hann virðist utangátta áður en hann stígur á svið; hann gerir allt tipp topp þegar hann er kominn á sviðið og er fagmaður fram í fingurgóma.“Skrautlegur lífsstíll Yrkisefni Erps eru ekki alltaf á barnamáli. „En ég get ekki tekið á mig að hafa slæm áhrif á unga hlustendur. Ég er listamaður og lifi samkvæmt því að verða betri manneskja með hverjum deginum sem líður. Ég get hins vegar ekki sleppt því að yrkja um það hvernig líf mitt hefur verið og er, það gera listamenn og ekki þeirra hlutverk að ritskoða sjálfa sig. Fólk verður að meta það sjálft hvort Michael Jackson hafi verið betri fyrirmynd en þeir sem eru með allt uppi á borði, eins og ég sem virðist kannski grófari, eða presturinn sem virðist heilagastur af öllum er að gera mun verri hluti í kapellunni. Listamenn sem opna sig og virðast ekki vera til fyrirmyndar eru í langflestum tilfellum heilbrigðari en þeir sem fordæma mest og þykjast góðar fyrirmyndir,“ segir Erpur sem yrkir gjarnan um eigin lífsstíl í sínum textasmíðum. „Lífsstíll íslenskra rappara, samkvæmt yrkisefninu, er ekki alltaf sannur. Sjálfur bulla ég aldrei í mínum textum en það eru margir að vakna á Arnarnesinu þar sem mamma þeirra matar þá með silfurskeið á meðan pabbi þeirra er að einkavæða bankana og borga tryggingar af Porsche-bílnum sem þeir gáfu stuttbuxnaunganum í fermingargjöf. Það eru pulsur sem ýmist ljúga eða eru fæddir silfurskeiðarskrattar og hafa aldrei dýft tánni í vatn til að vinna sér inn fyrir lifibrauðinu. Ef ég segist hafa farið í 36 tíma „blackout“ gerði ég það í alvörunni, en ég rappa líka um pólitík og fleira. Lífsstíll minn er þó vissulega skrautlegur, enda er ég fjörfiskur og mikill villigrís. Þannig hefur það alltaf verið og þannig væri ég líka þótt ég ynni við að búa um hótelrúm í Ármúlanum.“Stoltur af ungu rappdeildinni Sem pabbi íslensks rapps hefur Erpur stutt dyggilega við börn sín í rappinu, það er unga rappara sem nú eru áberandi í rappsenunni. „Ég hef alltaf peppað upp yngri rappara eins og Hnetusmjörið og MC Gauta sem dæmi. Ég geri allt sem ég get til að stækka senuna, það er mikilvægt. Allir sem eru í þeirri stöðu að vera í sviðsljósinu eiga að draga með sér gott lið enda er leiðinlegt og þreytandi að vera einn í partíi til lengdar. Ég er stoltur af því að allir sem ég hef peppað frá byrjun, og sem aðrir hlógu að í fyrstu, eru nú orðnir risar. Þetta er það sem þarf að gera. Það skiptir ekki bara máli hversu góður rapparinn er, það þarf að peppa hann inn í geimið,“ segir Erpur og vill ekki mismuna börnum sínum í rappinu. „Ég er bara ánægður með þetta gengi og margir stærstu í rappdeildinni sem við ólum upp er meira og minna heilbrigt fólk. Það syngur kannski um hráan veruleikann í Reykjavík nútímans og hann er ekki alltaf fagur og oft algjör viðbjóður, en það þýðir ekki að við sem röppum séum þannig. Þetta er það sem rapparar eiga að gera, að endurspegla þjóðfélagið eins og það er,“ segir Erpur sem hefur í nógu að snúast og kemur fram sem rappari og veislustjóri nær alla daga vikunnar. „Það er auðvitað æðislegt að vera er svo heppin að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast og ég hef ekki þurft að vakna fyrir hádegi í tuttugu ár. Ég hef hugfast að hafa þrjú áhugamál í lífinu, eitt sem heldur manni í líkamlegu og andlegu formi, annað sem veitir sköpunarkraftinum útrás og það þriðja sem borgar brúsann.“Kúbuvindill og hlaupskepnur Þegar Erpur á frí á laugardagskvöldi þykir honum gott að hafa það náðugt heima. „Þá fæ ég mér stóran Kúbuvindil, sker niður ávöxt eða poppa og maula kannski hlaupskepnur yfir franskri mynd sem gerist í Marseille eða ítölskum glæpaþáttum sem eru í uppáhaldi,“ segir Erpur og hlakkar mikið til pabbakvöldsins sem hann stendur fyrir á Bryggjunni Brugghúsi í kvöld. Strákarnir sem koma fram með guðföður rappsins eru Raggi Bjarna og ferskverjarnir Sdóri, Chase og NVTVN, DJ Balatron, Blaffi BlackOut og KrisH. „Tilgangur lífsins er að upplifa sem mest, þannig öðlast maður viskuna. Líka að hegða sér. Það skilar sér eins og hvert annað karma. Að vera góður við alla sem eru góðir við þig og segja ræpunum að fukka sér, en maður á almennt að vera almennilegur við alla.“ Fylgstu með skrautlegum lífsstíl Erps á Snapchat undir Babarinn og á Instagram undir Slakibabarinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira