Lærir að meta litlu hlutina og að nýta hvern einasta dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2019 10:00 Ragnar Snær og Fanney með börnunum sínum. mynd/stöð 2 Ragnar Snær Njálsson dró fram handboltaskóna eftir sex ára hlé og lék sinn fyrsta leik með Stjörnunni í síðustu viku þegar að Garðbæingar töpuðu, 29-28, fyrir toppliði deildarinnar, Haukum. Undanfarna mánuði hefur Ragnar barist á öðrum vígstöðvum en eiginkona hans greindist með leghálskrabbamein og sonur þeirra var tekinn með keisaraskurði á rúmlega 29 vikna meðgöngu. „Ég og við öll höfum verið rosalega dugleg við það að vinna í andlega þættinum en þegar að þú lendir í svona áfalli eins og þegar að Fanney er greind með krabbamein gjörbreytist allt og maður lærir það á svipstundu að maður átti fullt inni. Það er ótrúlega margt sem maður lærir í svona ferli,“ segir Ragnar við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.Ragnar Snær Njálsson spilaði lengi með KA og HK og svo erlendis.mynd/stöð 2Kallinn að komast í stand „Maður lærir að meta litlu hlutina mikið betur og bara svona klisjur eins og að nýta hvern einasta dag og lifa núna.“ Ragnar stóð sig frábærlega miðað við lengd pásunnar en hann stóð vörnina eins og herforingi og var efstur í löglegum stöðvunum hjá Stjörnunni með sex stykki og kom með mikinn baráttuanda inn í liðið. „Maður hefur alltaf þráð að komast í boltann aftur. Þessi tímapunktur var ekkert verri en hver annar,“ segir Ragnar, en var ekkert erfitt að gíra sig upp í þennan fyrsta leik? „Ekki í hausnum. Ekki andlega. Líkaminn fylgir ekki alltaf alveg með en ég er búinn að vera í endurhæfingu og menn eru að koma kallinum í stand aftur. Þetta kemur hægt og bítandi,“ segir Ragnar Snær.Fanney með litla drenginn Erik Fjólar.mynd/stöð 2Langt síðan síðast Ragnar á tvö börn með konu sinni Fanney Eiríksdóttur sem hefur aldrei þekkt Ragnar sem handboltamann þrátt fyrir að það hafi verið líf hans hér áður fyrr. „Það eru svolítið mörg ár síðan að hann spilaði síðast. Á þeim tíma sem að við kynnumst er hann að hætta þannig að ég hef aldrei verið með honum sem handboltamanni,“ segir Fanney. „Þegar að hann sagðist ætla að prófa að mæta á einhverja æfingu hugsaði ég bara að hann ætti eftir að skemma á sér líkamann því hann er ekki í topp standi. En, hann elskar þetta og það er gaman að hann geti gert eitthvað sem hann hefur gaman að,“ segir Fanney Eiríksdóttir. Alla fréttina má sjá hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Ragnar Snær Njálsson dró fram handboltaskóna eftir sex ára hlé og lék sinn fyrsta leik með Stjörnunni í síðustu viku þegar að Garðbæingar töpuðu, 29-28, fyrir toppliði deildarinnar, Haukum. Undanfarna mánuði hefur Ragnar barist á öðrum vígstöðvum en eiginkona hans greindist með leghálskrabbamein og sonur þeirra var tekinn með keisaraskurði á rúmlega 29 vikna meðgöngu. „Ég og við öll höfum verið rosalega dugleg við það að vinna í andlega þættinum en þegar að þú lendir í svona áfalli eins og þegar að Fanney er greind með krabbamein gjörbreytist allt og maður lærir það á svipstundu að maður átti fullt inni. Það er ótrúlega margt sem maður lærir í svona ferli,“ segir Ragnar við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.Ragnar Snær Njálsson spilaði lengi með KA og HK og svo erlendis.mynd/stöð 2Kallinn að komast í stand „Maður lærir að meta litlu hlutina mikið betur og bara svona klisjur eins og að nýta hvern einasta dag og lifa núna.“ Ragnar stóð sig frábærlega miðað við lengd pásunnar en hann stóð vörnina eins og herforingi og var efstur í löglegum stöðvunum hjá Stjörnunni með sex stykki og kom með mikinn baráttuanda inn í liðið. „Maður hefur alltaf þráð að komast í boltann aftur. Þessi tímapunktur var ekkert verri en hver annar,“ segir Ragnar, en var ekkert erfitt að gíra sig upp í þennan fyrsta leik? „Ekki í hausnum. Ekki andlega. Líkaminn fylgir ekki alltaf alveg með en ég er búinn að vera í endurhæfingu og menn eru að koma kallinum í stand aftur. Þetta kemur hægt og bítandi,“ segir Ragnar Snær.Fanney með litla drenginn Erik Fjólar.mynd/stöð 2Langt síðan síðast Ragnar á tvö börn með konu sinni Fanney Eiríksdóttur sem hefur aldrei þekkt Ragnar sem handboltamann þrátt fyrir að það hafi verið líf hans hér áður fyrr. „Það eru svolítið mörg ár síðan að hann spilaði síðast. Á þeim tíma sem að við kynnumst er hann að hætta þannig að ég hef aldrei verið með honum sem handboltamanni,“ segir Fanney. „Þegar að hann sagðist ætla að prófa að mæta á einhverja æfingu hugsaði ég bara að hann ætti eftir að skemma á sér líkamann því hann er ekki í topp standi. En, hann elskar þetta og það er gaman að hann geti gert eitthvað sem hann hefur gaman að,“ segir Fanney Eiríksdóttir. Alla fréttina má sjá hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira