Lærir að meta litlu hlutina og að nýta hvern einasta dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2019 10:00 Ragnar Snær og Fanney með börnunum sínum. mynd/stöð 2 Ragnar Snær Njálsson dró fram handboltaskóna eftir sex ára hlé og lék sinn fyrsta leik með Stjörnunni í síðustu viku þegar að Garðbæingar töpuðu, 29-28, fyrir toppliði deildarinnar, Haukum. Undanfarna mánuði hefur Ragnar barist á öðrum vígstöðvum en eiginkona hans greindist með leghálskrabbamein og sonur þeirra var tekinn með keisaraskurði á rúmlega 29 vikna meðgöngu. „Ég og við öll höfum verið rosalega dugleg við það að vinna í andlega þættinum en þegar að þú lendir í svona áfalli eins og þegar að Fanney er greind með krabbamein gjörbreytist allt og maður lærir það á svipstundu að maður átti fullt inni. Það er ótrúlega margt sem maður lærir í svona ferli,“ segir Ragnar við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.Ragnar Snær Njálsson spilaði lengi með KA og HK og svo erlendis.mynd/stöð 2Kallinn að komast í stand „Maður lærir að meta litlu hlutina mikið betur og bara svona klisjur eins og að nýta hvern einasta dag og lifa núna.“ Ragnar stóð sig frábærlega miðað við lengd pásunnar en hann stóð vörnina eins og herforingi og var efstur í löglegum stöðvunum hjá Stjörnunni með sex stykki og kom með mikinn baráttuanda inn í liðið. „Maður hefur alltaf þráð að komast í boltann aftur. Þessi tímapunktur var ekkert verri en hver annar,“ segir Ragnar, en var ekkert erfitt að gíra sig upp í þennan fyrsta leik? „Ekki í hausnum. Ekki andlega. Líkaminn fylgir ekki alltaf alveg með en ég er búinn að vera í endurhæfingu og menn eru að koma kallinum í stand aftur. Þetta kemur hægt og bítandi,“ segir Ragnar Snær.Fanney með litla drenginn Erik Fjólar.mynd/stöð 2Langt síðan síðast Ragnar á tvö börn með konu sinni Fanney Eiríksdóttur sem hefur aldrei þekkt Ragnar sem handboltamann þrátt fyrir að það hafi verið líf hans hér áður fyrr. „Það eru svolítið mörg ár síðan að hann spilaði síðast. Á þeim tíma sem að við kynnumst er hann að hætta þannig að ég hef aldrei verið með honum sem handboltamanni,“ segir Fanney. „Þegar að hann sagðist ætla að prófa að mæta á einhverja æfingu hugsaði ég bara að hann ætti eftir að skemma á sér líkamann því hann er ekki í topp standi. En, hann elskar þetta og það er gaman að hann geti gert eitthvað sem hann hefur gaman að,“ segir Fanney Eiríksdóttir. Alla fréttina má sjá hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Ragnar Snær Njálsson dró fram handboltaskóna eftir sex ára hlé og lék sinn fyrsta leik með Stjörnunni í síðustu viku þegar að Garðbæingar töpuðu, 29-28, fyrir toppliði deildarinnar, Haukum. Undanfarna mánuði hefur Ragnar barist á öðrum vígstöðvum en eiginkona hans greindist með leghálskrabbamein og sonur þeirra var tekinn með keisaraskurði á rúmlega 29 vikna meðgöngu. „Ég og við öll höfum verið rosalega dugleg við það að vinna í andlega þættinum en þegar að þú lendir í svona áfalli eins og þegar að Fanney er greind með krabbamein gjörbreytist allt og maður lærir það á svipstundu að maður átti fullt inni. Það er ótrúlega margt sem maður lærir í svona ferli,“ segir Ragnar við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.Ragnar Snær Njálsson spilaði lengi með KA og HK og svo erlendis.mynd/stöð 2Kallinn að komast í stand „Maður lærir að meta litlu hlutina mikið betur og bara svona klisjur eins og að nýta hvern einasta dag og lifa núna.“ Ragnar stóð sig frábærlega miðað við lengd pásunnar en hann stóð vörnina eins og herforingi og var efstur í löglegum stöðvunum hjá Stjörnunni með sex stykki og kom með mikinn baráttuanda inn í liðið. „Maður hefur alltaf þráð að komast í boltann aftur. Þessi tímapunktur var ekkert verri en hver annar,“ segir Ragnar, en var ekkert erfitt að gíra sig upp í þennan fyrsta leik? „Ekki í hausnum. Ekki andlega. Líkaminn fylgir ekki alltaf alveg með en ég er búinn að vera í endurhæfingu og menn eru að koma kallinum í stand aftur. Þetta kemur hægt og bítandi,“ segir Ragnar Snær.Fanney með litla drenginn Erik Fjólar.mynd/stöð 2Langt síðan síðast Ragnar á tvö börn með konu sinni Fanney Eiríksdóttur sem hefur aldrei þekkt Ragnar sem handboltamann þrátt fyrir að það hafi verið líf hans hér áður fyrr. „Það eru svolítið mörg ár síðan að hann spilaði síðast. Á þeim tíma sem að við kynnumst er hann að hætta þannig að ég hef aldrei verið með honum sem handboltamanni,“ segir Fanney. „Þegar að hann sagðist ætla að prófa að mæta á einhverja æfingu hugsaði ég bara að hann ætti eftir að skemma á sér líkamann því hann er ekki í topp standi. En, hann elskar þetta og það er gaman að hann geti gert eitthvað sem hann hefur gaman að,“ segir Fanney Eiríksdóttir. Alla fréttina má sjá hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira