Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2019 07:35 Philpott segist hafa misst trú á viðbrögð ríkisstjórnar Trudeau við ásökununum. Vísir/Getty Jane Philpott, einn hæst setti ráðherrann í ríkisstjórn Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sagt af sér. Hún segist hafa misst trú á hvernig ríkisstjórnin hefur tekið á spillingarrannsókn á verkfræðifyrirtæki. Trudeau hefur verið sakaður um að þrýsta á dómsmálaráðherra sinn um að grípa inn í rannsóknina á fyrirtækinu. Í afsagnarbréfi sem Philpott, sem er forseti svonefnds fjármálaráðs Kanada, ritaði segist hún verða að fylgja grunngildum sínum og siðferðislegum og stjórnarskrárlegum skyldum. Hún hafi þungar áhyggjur af því að vísbendingar séu um að stjórnmálamenn og embættismenn hafi þrýst á fyrrverandi dómsmálaráðherra að beita sér í sakamálarannsókna á SNC-Lavalin. „Það getur kostað sitt að standa við lífsreglur sínar en það kostar enn meira að láta þær lönd og leið,“ skrifaði Philpott sem sagði sér ekki lengur sætt í ríkisstjórninni. Hún ætlar þó áfram að sitja sem þingmaður Frjálslynda flokksins. Trudeau sagði afsögn Philpott vonbrigði en að hann hefði skilning á henni. Vinsældir hans í skoðanakönnunum hafa minnkað vegna hneykslismálsins en kosið verður til þings í október. Philpott er þriðji ráðherrann sem hefur sagt af sér vegna þess, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. SNC-Lavalin er eitt stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtæki heims. Það hefur verið til rannsóknar vegna ásakana um fjársvik og spillingu vegna meintra mútugreiðslna til líbískra embættismanna á árunum 2001 til 2011. Jody Wilson-Raybould sagði af sér sem dómsmálaráðherra í febrúar og sagði þá að hún og starfslið hennar hefði setið undir sífelldum og óviðeigandi tilraunum til að koma SNC-Lavalin undan saksókn. Trudeau og nokkrir helstu ráðgjafar hans hafa verið sakaðir um að hafa staðið að þeim tilraunum. Einn helsti ráðgjafi forsætisráðherrann sagði af sér upp úr miðjum febrúar en neitaði að hafa gert nokkuð óviðeigandi í starfi. Kanada Tengdar fréttir Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Jane Philpott, einn hæst setti ráðherrann í ríkisstjórn Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sagt af sér. Hún segist hafa misst trú á hvernig ríkisstjórnin hefur tekið á spillingarrannsókn á verkfræðifyrirtæki. Trudeau hefur verið sakaður um að þrýsta á dómsmálaráðherra sinn um að grípa inn í rannsóknina á fyrirtækinu. Í afsagnarbréfi sem Philpott, sem er forseti svonefnds fjármálaráðs Kanada, ritaði segist hún verða að fylgja grunngildum sínum og siðferðislegum og stjórnarskrárlegum skyldum. Hún hafi þungar áhyggjur af því að vísbendingar séu um að stjórnmálamenn og embættismenn hafi þrýst á fyrrverandi dómsmálaráðherra að beita sér í sakamálarannsókna á SNC-Lavalin. „Það getur kostað sitt að standa við lífsreglur sínar en það kostar enn meira að láta þær lönd og leið,“ skrifaði Philpott sem sagði sér ekki lengur sætt í ríkisstjórninni. Hún ætlar þó áfram að sitja sem þingmaður Frjálslynda flokksins. Trudeau sagði afsögn Philpott vonbrigði en að hann hefði skilning á henni. Vinsældir hans í skoðanakönnunum hafa minnkað vegna hneykslismálsins en kosið verður til þings í október. Philpott er þriðji ráðherrann sem hefur sagt af sér vegna þess, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. SNC-Lavalin er eitt stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtæki heims. Það hefur verið til rannsóknar vegna ásakana um fjársvik og spillingu vegna meintra mútugreiðslna til líbískra embættismanna á árunum 2001 til 2011. Jody Wilson-Raybould sagði af sér sem dómsmálaráðherra í febrúar og sagði þá að hún og starfslið hennar hefði setið undir sífelldum og óviðeigandi tilraunum til að koma SNC-Lavalin undan saksókn. Trudeau og nokkrir helstu ráðgjafar hans hafa verið sakaðir um að hafa staðið að þeim tilraunum. Einn helsti ráðgjafi forsætisráðherrann sagði af sér upp úr miðjum febrúar en neitaði að hafa gert nokkuð óviðeigandi í starfi.
Kanada Tengdar fréttir Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46