Lífið

Boðar meiri eld í Ísrael

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson.
Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson. Fréttablaðið/Sigtryggur
„Keppnin var æðisleg,“ segir Klemens Hanningan, einn liðsmanna Hatara sem sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöld.

Hatari verður því fulltrúi Íslands í Eurovision-keppninni í Ísrael um miðjan maí.

„Að skapa krítíska umræðu og vekja athygli á dystópíunni sem er að eiga sér stað,“ svarar Klemens spurður um aðalmarkmið Hatara í Ísrael.

Meðlimir Hatara skoruðu á dögunum á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, að keppa við þá í íslenskri glímu. „Hann hefur ekki svarað okkur ennþá,“ segir Klemens. „En við bíðum spenntir eftir svari og við erum sannfærðir um að hann muni samþykkja áskorun okkar.“

Aðspurður hvort hann telji tilteknar þjóðir umfram aðrar munu styðja Hatara svarar Klemens: „Evrópa sér Hatara í spegilmynd og mun taka þessari viðvörun.“

Klemens segir keppnina á laugardagskvöld hafa verið mjög ánægjulega. „Það stóðu sig allir með prýði og keppnin gekk alveg samkvæmt áætlun.“

Ekki er óþekkt að listamenn breyti atriðum sínum frá undankeppninni og fram að aðalkeppninni. Klemens segir að Hatari muni gera miklar breytingar. „Það verður ennþá meiri eldur.“




Tengdar fréttir

Ísraelskir fjölmiðlar vara við Hatara

Ísraelskir fjölmiðlar hafa slegið því upp að Hatari hafi sigrað í íslensku Söngvakeppninni og þannig megi búast við því að Eurovision, sem haldin verður í Tel Aviv í maí verði vettvangur and-ísraelskra mótmæla.

Lærðu textann við sigurlagið

Fyrir þá sem ætla að koma sér í gírinn fyrir keppnina í maí er tilvalið að læra textann við framlag Íslands í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×