Jon Jones með öruggan sigur en var næstum því dæmdur úr leik Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. mars 2019 07:52 Vísir/Getty UFC 235 fór fram í nótt í Las Vegas þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Jon Jones varði titilinn sinn og nýr meistari var krýndur í veltivigt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Jon Jones og Anthony Smith um léttþungavigtartitil UFC. Yfir 25 mínútna bardagann sýndi Jones yfirburði sína og var augljóslega betri bardagamaðurinn. Jones var þó næstum því búinn að klúðra þessu. Í 4. lotu hitti Jones í höfuð Smith með hné sínu á meðan Smith var í liggjandi stöðu. Slíkt er ólöglegt en ef Smith hefði ekki getað haldið áfram hefði Jones verið dæmdur úr leik og Smith nýr meistari. Smith sagði þó eftir bardagann að hann hefði viljað vinna Jon Jones en ekki stela sigrinum og kom aldrei til greina að hætta eftir ólöglega höggið. Jones fékk tvö refsistig fyrir atvikið en endaði á að vinna mjög öruggan sigur eftir dómaraákvörðun. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Kamaru Usman og Tyron Woodley. Barist var um titilinn í þyngdarflokki Gunnars Nelson og var nýr meistari krýndur. Fyrir bardagann hafði Woodley varið beltið fjórum sinnum en Kamaru Usman var talsvert betri í nótt. Usman vann allar lotur bardagans með því að stjórna Woodley upp við búrið með fellum. Bardaginn var þó ekkert sérstakur fyrir augað en Usman er nýr veltivigtarmeistari UFC. Ben Askren nældi sér í sinn fyrsta sigur í kvöld með því að vinna Robbie Lawler. Bardaginn var mjög skemmtilegur en endaði með umdeildum hætti. Ben Askren fór strax í fellu en Robbie Lawler varðist vel og endaði á að kasta Askren á hausinn. Askren vankaðist fyrir vikið og fékk nokkur þung högg á gólfinu í leiðinni frá Lawler en dómarinn var nálægt því að stöðva bardagann. Askren sýndi hörku sína og tókst að lifa af og klóra í bakkann. Askren náði að taka Lawler niður og fór í hengingartak. Lawler virtist vera meðvitundarlaus eftir henginguna og stöðvaði dómarinn bardagann. Lawler mótmælti ákvörðun dómarans strax og virtist vera í góðu lagi. Áhorfendur voru því mjög ósáttir með ákvörðun dómarans og sömuleiðis Robbie Lawler. Ákvörðunin var þó endanleg og er Askren þar með kominn með fyrsta sigur sinn í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00 Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Verður Anthony Smith bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones? UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. 2. mars 2019 12:30 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
UFC 235 fór fram í nótt í Las Vegas þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Jon Jones varði titilinn sinn og nýr meistari var krýndur í veltivigt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Jon Jones og Anthony Smith um léttþungavigtartitil UFC. Yfir 25 mínútna bardagann sýndi Jones yfirburði sína og var augljóslega betri bardagamaðurinn. Jones var þó næstum því búinn að klúðra þessu. Í 4. lotu hitti Jones í höfuð Smith með hné sínu á meðan Smith var í liggjandi stöðu. Slíkt er ólöglegt en ef Smith hefði ekki getað haldið áfram hefði Jones verið dæmdur úr leik og Smith nýr meistari. Smith sagði þó eftir bardagann að hann hefði viljað vinna Jon Jones en ekki stela sigrinum og kom aldrei til greina að hætta eftir ólöglega höggið. Jones fékk tvö refsistig fyrir atvikið en endaði á að vinna mjög öruggan sigur eftir dómaraákvörðun. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Kamaru Usman og Tyron Woodley. Barist var um titilinn í þyngdarflokki Gunnars Nelson og var nýr meistari krýndur. Fyrir bardagann hafði Woodley varið beltið fjórum sinnum en Kamaru Usman var talsvert betri í nótt. Usman vann allar lotur bardagans með því að stjórna Woodley upp við búrið með fellum. Bardaginn var þó ekkert sérstakur fyrir augað en Usman er nýr veltivigtarmeistari UFC. Ben Askren nældi sér í sinn fyrsta sigur í kvöld með því að vinna Robbie Lawler. Bardaginn var mjög skemmtilegur en endaði með umdeildum hætti. Ben Askren fór strax í fellu en Robbie Lawler varðist vel og endaði á að kasta Askren á hausinn. Askren vankaðist fyrir vikið og fékk nokkur þung högg á gólfinu í leiðinni frá Lawler en dómarinn var nálægt því að stöðva bardagann. Askren sýndi hörku sína og tókst að lifa af og klóra í bakkann. Askren náði að taka Lawler niður og fór í hengingartak. Lawler virtist vera meðvitundarlaus eftir henginguna og stöðvaði dómarinn bardagann. Lawler mótmælti ákvörðun dómarans strax og virtist vera í góðu lagi. Áhorfendur voru því mjög ósáttir með ákvörðun dómarans og sömuleiðis Robbie Lawler. Ákvörðunin var þó endanleg og er Askren þar með kominn með fyrsta sigur sinn í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00 Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Verður Anthony Smith bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones? UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. 2. mars 2019 12:30 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00
Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00
Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00
Verður Anthony Smith bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones? UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. 2. mars 2019 12:30