Verður Anthony Smith bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones? Pétur Marinó Jónsson skrifar 2. mars 2019 12:30 Jon Jones og Anthony Smith. Vísir/Getty UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. Jon Jones ætlar að vera iðinn við kolann á þessu ári og langar að berjast þrjá til fjóra bardaga á árinu. Jones barðist síðast í desember 2018 þegar hann sigraði Alexander Gustafsson en undanfarin ár hefur hann lítið barist vegna vandræða hans utan búrsins. Jones hefur bara barist fjóra bardaga síðan 2015 og gæti nú loksins verið að sýna okkur bardagamanninn sem allir hafa lengi beðið eftir. Lyfjapróf hans verða þó alltaf í umræðunni en ef hann heldur sér á beinu brautinni og berst oft eru honum allir vegir færir. Í nótt mætir hann Anthony Smith og er óhætt að segja að fáir reikni með sigri hjá honum. Stuðullinn á Smith er afar hár og væri sigur hjá honum ein óvæntustu úrslit sögunnar. Stærsti möguleiki Smith er að ná að rota Jones en þó það þurfi bara eitt högg til að gera út af við bardaga er erfitt að sjá fyrir sér Jones rotast. Í 19 bardögum í UFC hefur Jones aldrei verið vankaður og hefur hann þegar mætt mönnum með svipaða eiginleika og Smith. Það lítur því allt út fyrir að Smith verði bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones. Sagan hefur þó sýnt okkur að það er aldrei hægt að útiloka neitt í MMA og er Smith staðráðinn í að verða sá fyrsti til að leggja Jones að velli. Þó úrslitin séu ekki tvísýn fyrir bardagann er alltaf gaman að sjá einn þann besta leika listir sínar í búrinu. Fyrri titilbardagi kvöldsins er jafnari á pappírum en þar mætast þeir Tyron Woodley og Kamaru Usman um veltivigtartitil UFC. Woodley er ríkjandi meistari en Usman hefur unnið alla níu bardaga sína. UFC 235 verður sýnt á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 3 í nótt. MMA Tengdar fréttir UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00 Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Sjá meira
UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. Jon Jones ætlar að vera iðinn við kolann á þessu ári og langar að berjast þrjá til fjóra bardaga á árinu. Jones barðist síðast í desember 2018 þegar hann sigraði Alexander Gustafsson en undanfarin ár hefur hann lítið barist vegna vandræða hans utan búrsins. Jones hefur bara barist fjóra bardaga síðan 2015 og gæti nú loksins verið að sýna okkur bardagamanninn sem allir hafa lengi beðið eftir. Lyfjapróf hans verða þó alltaf í umræðunni en ef hann heldur sér á beinu brautinni og berst oft eru honum allir vegir færir. Í nótt mætir hann Anthony Smith og er óhætt að segja að fáir reikni með sigri hjá honum. Stuðullinn á Smith er afar hár og væri sigur hjá honum ein óvæntustu úrslit sögunnar. Stærsti möguleiki Smith er að ná að rota Jones en þó það þurfi bara eitt högg til að gera út af við bardaga er erfitt að sjá fyrir sér Jones rotast. Í 19 bardögum í UFC hefur Jones aldrei verið vankaður og hefur hann þegar mætt mönnum með svipaða eiginleika og Smith. Það lítur því allt út fyrir að Smith verði bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones. Sagan hefur þó sýnt okkur að það er aldrei hægt að útiloka neitt í MMA og er Smith staðráðinn í að verða sá fyrsti til að leggja Jones að velli. Þó úrslitin séu ekki tvísýn fyrir bardagann er alltaf gaman að sjá einn þann besta leika listir sínar í búrinu. Fyrri titilbardagi kvöldsins er jafnari á pappírum en þar mætast þeir Tyron Woodley og Kamaru Usman um veltivigtartitil UFC. Woodley er ríkjandi meistari en Usman hefur unnið alla níu bardaga sína. UFC 235 verður sýnt á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 3 í nótt.
MMA Tengdar fréttir UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00 Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Sjá meira
UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00
Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00
Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00