Amman í Jökulsárlóni lýsir hrakförunum: "Þá byrjaði hásætið að velta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2019 20:59 Alda hrifsaði ísjakann með sér og bar Judith Streng með sér út á Atlantshafið. Myndir/Catherine Streng Judith Streng, bandarískur ferðamaður sem var stödd hér á landi í vikunni, lýsir því þegar hún komst í hann krappann við Jökulsárlón á þriðjudag í samtali við bandarísku fréttastofuna ABC í dag. Hrakfarir Judith vöktu heimsathygli í vikunni en ísjaki, sem hún settist á, flaut á haf út. Barnabarn Judith, Catherine Streng, birti ljósmyndir af atburðarásinni á Twitter-síðu sinni á miðvikudag, við góðar undirtektir. Judith kom hingað til lands ásamt syni sínum, Rod Streng, síðastliðinn laugardag en mæðginin komu við í Jökulsárlóni á þriðjudag, með fyrrgreindum afleiðingum.Flaut út á haf í „hásætinu“ „Þetta [ísjakinn] var í laginu eins og kjörinn staður til að sitja á. Þú sérð það með því að skoða lagið á honum og ég hugsaði, jæja, þetta lítur út fyrir að vera skemmtilegt,“ segir Judith í samtali við ABC-fréttastofuna.Judith ræddi við sjónvarpsmenn ABC í gegnum Skype.SKjáskot/ABCHún lýsir því svo þegar hiti tók að færast í leikinn – og kallar ísjakann jafnframt „hásæti“. „Þegar ég fór upp á hann byrjaði hann að riða og það var alda á leiðinni. Gríðarstór alda kom aðvífandi og þá byrjaði hásætið að velta og ég fann að ég var að renna af því.“ Judith kveðst hafa haldið að jakinn væri öruggur og skorðaður á sínum stað. Máli sínu til stuðnings nefndi hún að nokkrar stúlkur hafi tyllt sér í „hásætið“ á undan henni, án vandkvæða. „En ég er ekki mjög þung. Þannig að það hefur líklega verið auðveldara að fljóta af stað með mig.“Tækifæri til að verða loksins drottning Þá er Judith upplitsdjörf þrátt fyrir hrakfarirnar í lóninu. „Þú veist, ég óskaði þess alltaf að verða drottning. Ég meina, láttu ekki svona, þetta var tækifærið.“ Catherine, sonardóttir Judith, lýsti því í viðtali við Vísi í vikunni að Flórídamaður að nafni Randy LaCount hafi komið ömmu sinni til bjargar. Henni varð því ekki meint af hinu stutta ferðalagi út á rúmsjó. Þá hafa fleiri erlendir miðlar fjallað um mál Judith, þar á meðal bandaríska Fox-sjónvarpsstöðin sem birti frétt í dag byggða á viðtali ABC. Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Tengdar fréttir Alda bar ömmu frá Íslandsströndum Bandarískur ferðamaður komst í hann krappan við Jökulsárlón á þriðjudag þegar ísjaki sem hann hafði sest á flaut út á sjó. 28. febrúar 2019 11:16 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Judith Streng, bandarískur ferðamaður sem var stödd hér á landi í vikunni, lýsir því þegar hún komst í hann krappann við Jökulsárlón á þriðjudag í samtali við bandarísku fréttastofuna ABC í dag. Hrakfarir Judith vöktu heimsathygli í vikunni en ísjaki, sem hún settist á, flaut á haf út. Barnabarn Judith, Catherine Streng, birti ljósmyndir af atburðarásinni á Twitter-síðu sinni á miðvikudag, við góðar undirtektir. Judith kom hingað til lands ásamt syni sínum, Rod Streng, síðastliðinn laugardag en mæðginin komu við í Jökulsárlóni á þriðjudag, með fyrrgreindum afleiðingum.Flaut út á haf í „hásætinu“ „Þetta [ísjakinn] var í laginu eins og kjörinn staður til að sitja á. Þú sérð það með því að skoða lagið á honum og ég hugsaði, jæja, þetta lítur út fyrir að vera skemmtilegt,“ segir Judith í samtali við ABC-fréttastofuna.Judith ræddi við sjónvarpsmenn ABC í gegnum Skype.SKjáskot/ABCHún lýsir því svo þegar hiti tók að færast í leikinn – og kallar ísjakann jafnframt „hásæti“. „Þegar ég fór upp á hann byrjaði hann að riða og það var alda á leiðinni. Gríðarstór alda kom aðvífandi og þá byrjaði hásætið að velta og ég fann að ég var að renna af því.“ Judith kveðst hafa haldið að jakinn væri öruggur og skorðaður á sínum stað. Máli sínu til stuðnings nefndi hún að nokkrar stúlkur hafi tyllt sér í „hásætið“ á undan henni, án vandkvæða. „En ég er ekki mjög þung. Þannig að það hefur líklega verið auðveldara að fljóta af stað með mig.“Tækifæri til að verða loksins drottning Þá er Judith upplitsdjörf þrátt fyrir hrakfarirnar í lóninu. „Þú veist, ég óskaði þess alltaf að verða drottning. Ég meina, láttu ekki svona, þetta var tækifærið.“ Catherine, sonardóttir Judith, lýsti því í viðtali við Vísi í vikunni að Flórídamaður að nafni Randy LaCount hafi komið ömmu sinni til bjargar. Henni varð því ekki meint af hinu stutta ferðalagi út á rúmsjó. Þá hafa fleiri erlendir miðlar fjallað um mál Judith, þar á meðal bandaríska Fox-sjónvarpsstöðin sem birti frétt í dag byggða á viðtali ABC.
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Tengdar fréttir Alda bar ömmu frá Íslandsströndum Bandarískur ferðamaður komst í hann krappan við Jökulsárlón á þriðjudag þegar ísjaki sem hann hafði sest á flaut út á sjó. 28. febrúar 2019 11:16 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Alda bar ömmu frá Íslandsströndum Bandarískur ferðamaður komst í hann krappan við Jökulsárlón á þriðjudag þegar ísjaki sem hann hafði sest á flaut út á sjó. 28. febrúar 2019 11:16