Sólveig segir ekkert geta kramið þær konur sem nú hafi fengið rödd í samfélaginu Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2019 19:15 Formaður Eflingar segir engan geta kramið þær konur sem nú hafi í fyrsta skipti eignast rödd í íslensku samfélagi með boðun verkfalls í næstu viku. Við fylgdumst með þegar formaðurinn skilaði verkfallsboðun Eflingar til réttra aðila í dag. Atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls ræstingarfólks og þerna innan Eflingar á hótelum og veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands lauk í gærkvöldi. Áttahundruð sextíu og tveir félagsmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu 769 þeirra boðun verkfalls, eða 89 prósent en 67 vildu ekki boða til verkfalls og 26 atkvæðaseðlar voru auðir. Tæplega átta þúsund manns voru á kjörskrá og því greiddu um 11 prósent félagsmanna atkvæði.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA.vísir/vilhelmHalldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þátttöku í atkvæðagreiðslunni ekki hafa uppfyllt skilyrði laga. Þess vegan hafi samtökin kært verkfallsboðunina til félagsdóms í dag. „Sem mun taka afstöðu til málsins og vonandi liggur sú afstaða fyrir um miðja næstu viku. Það eru mörg álitaefni í þessu og gott að félagsdómur fái tækifæri til að taka afstöðu til þess, sagði Halldór Benjamín þar sem hann var á leið til fundar við samninganefnd Starfsgreinasambandsins hjá ríkissáttasemjara. „Hér munum við sitja í Karphúsinu næstu daga frá morgni til kvölds með það að markmiði að ná kjarasamningi. Núna er ég orðinn of seinn á fundinn og verð að fá að þjóta,” sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Um leið og hann hvarf upp með lyftunni upp á fjórðu hæð í Karphúsinu gekk Sólveig Anna Jónsdóttir hröðum skrefum inn í Karphúsið til að afhenda ríkissáttasemjara verkfallsboðun.Efast ekki um að verkfallsboðunin gildiNú eru uppi efasemdir um næga þátttöku í atkvæðagreiðslunni. Hvað segir þú um það?„Við höfnum því öllu. Við fórum af stað með bílinn í þeim tilgangi að ná til þess hóps sem er jaðarsettastur á íslenskum vinumarkaði.” Mér sýnist þátttakan vera um 11% en þarf ekki 20% þátttöku?„Nei það þarf ekki tuttugu prósent. Það er eitthvað svona túlkunaratriði. Þá langar mig aftur að fá að leggja áherslu á að þeir sem starfa undir þessum samningi, hótel- og veitingasamningnum, er mestmegnis aðflutt verkafólk. Þetta er fólkið sem hefur komið hingað inn til að halda uppi hagvextinum. Til að vinna vinnuna. Sem hefur mætt ótrúlegri framkomu. Er látið vinna á ótrúlega lélegum launum,” sagði formaður Eflingar. Dómur félagsdóms breyti ekki stöðunni sem uppi sé. „Sama hvað gerist í Félagsdómi er enginn að fara að stoppa okkur núna. Það er enginn að fara getað kramið þessar konur sem hafa núna stigið fram. Sem hafa í fyrsta skipti fengið rödd í þessu samfélagi og fengið tækifæri til að láta vilja sinn í ljós.” Frá ríkissáttasemjara lá leið Eflingar-rútunnar í húsakynni Samtaka atvinnulífsins þar sem einnig þurfti að afhenda verkfallsboðunina. Hvort sem hún er nú lögleg eða ekki. Þar var kvittað fyrir móttökunni og nú er bara að bíða þess sem koma skal í næstu viku. Kjaramál Tengdar fréttir „Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45 Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Formaður Eflingar segir engan geta kramið þær konur sem nú hafi í fyrsta skipti eignast rödd í íslensku samfélagi með boðun verkfalls í næstu viku. Við fylgdumst með þegar formaðurinn skilaði verkfallsboðun Eflingar til réttra aðila í dag. Atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls ræstingarfólks og þerna innan Eflingar á hótelum og veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands lauk í gærkvöldi. Áttahundruð sextíu og tveir félagsmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu 769 þeirra boðun verkfalls, eða 89 prósent en 67 vildu ekki boða til verkfalls og 26 atkvæðaseðlar voru auðir. Tæplega átta þúsund manns voru á kjörskrá og því greiddu um 11 prósent félagsmanna atkvæði.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA.vísir/vilhelmHalldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þátttöku í atkvæðagreiðslunni ekki hafa uppfyllt skilyrði laga. Þess vegan hafi samtökin kært verkfallsboðunina til félagsdóms í dag. „Sem mun taka afstöðu til málsins og vonandi liggur sú afstaða fyrir um miðja næstu viku. Það eru mörg álitaefni í þessu og gott að félagsdómur fái tækifæri til að taka afstöðu til þess, sagði Halldór Benjamín þar sem hann var á leið til fundar við samninganefnd Starfsgreinasambandsins hjá ríkissáttasemjara. „Hér munum við sitja í Karphúsinu næstu daga frá morgni til kvölds með það að markmiði að ná kjarasamningi. Núna er ég orðinn of seinn á fundinn og verð að fá að þjóta,” sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Um leið og hann hvarf upp með lyftunni upp á fjórðu hæð í Karphúsinu gekk Sólveig Anna Jónsdóttir hröðum skrefum inn í Karphúsið til að afhenda ríkissáttasemjara verkfallsboðun.Efast ekki um að verkfallsboðunin gildiNú eru uppi efasemdir um næga þátttöku í atkvæðagreiðslunni. Hvað segir þú um það?„Við höfnum því öllu. Við fórum af stað með bílinn í þeim tilgangi að ná til þess hóps sem er jaðarsettastur á íslenskum vinumarkaði.” Mér sýnist þátttakan vera um 11% en þarf ekki 20% þátttöku?„Nei það þarf ekki tuttugu prósent. Það er eitthvað svona túlkunaratriði. Þá langar mig aftur að fá að leggja áherslu á að þeir sem starfa undir þessum samningi, hótel- og veitingasamningnum, er mestmegnis aðflutt verkafólk. Þetta er fólkið sem hefur komið hingað inn til að halda uppi hagvextinum. Til að vinna vinnuna. Sem hefur mætt ótrúlegri framkomu. Er látið vinna á ótrúlega lélegum launum,” sagði formaður Eflingar. Dómur félagsdóms breyti ekki stöðunni sem uppi sé. „Sama hvað gerist í Félagsdómi er enginn að fara að stoppa okkur núna. Það er enginn að fara getað kramið þessar konur sem hafa núna stigið fram. Sem hafa í fyrsta skipti fengið rödd í þessu samfélagi og fengið tækifæri til að láta vilja sinn í ljós.” Frá ríkissáttasemjara lá leið Eflingar-rútunnar í húsakynni Samtaka atvinnulífsins þar sem einnig þurfti að afhenda verkfallsboðunina. Hvort sem hún er nú lögleg eða ekki. Þar var kvittað fyrir móttökunni og nú er bara að bíða þess sem koma skal í næstu viku.
Kjaramál Tengdar fréttir „Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45 Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
„Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45
Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37
Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54