Ranieri datt inn á listann en ógnaði þó ekki meti fyrrum stjóra Hermanns Hreiðars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2019 10:30 Les Reed, Hermann Hreiðarsson og Claudio Ranieri. Samsett/Getty Claudio Ranieri var í gær rekinn sem knattspyrnustjóri Fulham aðeins 106 dögum eftir að hann tók við liðinu. Það þýddi að þessi fyrrum knattspyrnustjóri Englandsmeistara Leicester City er kominn inn á frekar óvinsælan lista. Ranieri er nú einn af þeim átta knattspyrnustjórum sem hafa starfað styðst með eitt lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Ranieri deilir sjöunda sætinu með Tony Adams sem var líka í 106 daga með lið Portsmouth tímabilið 2008 til 2009.106 - Claudio Ranieri lasted just 106 days in charge of Fulham - only six managers in Premier League history have had shorter permanent tenures at a single club. Finito. pic.twitter.com/Av8HfTPobV — OptaJoe (@OptaJoe) February 28, 2019Ranieri var þó ekki nálægt því að slá met Les Reed sem náði aðeins að stýra liði Charlton í 40 dagar áður en hann var rekinn á Aðfangadag 2006. Íslenski landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson lék einmitt með Charlton liðinu það tímabil.July 2015: Ranieri appointed as Leicester City manager. May 2016: Ranieri lifts Premier League title with Leicester City. Feb 2017: Ranieri sacked by Leicester City. Nov 2018: Fulham appoint Ranieri as manager. Feb 2019: Ranieri sacked as Fulham manager. pic.twitter.com/Clok7saJrm — SPORTbible (@sportbible) February 28, 2019Í öðru sætinu er síðan annar stjóri sem Fulham rak en Hollendingurinn Rene Meulensteen var aðeins í 75 daga með Fulham tímabilið 2013 til 2014. Meulensteen hafði verið í þjálfaraliði Manchester United í sex ár. Meulensteen fékk liðið í fangið í desember eftir að Martin Jol var rekinn eftir fimm tapleiki í röð. Rene Meulensteen var rekinn í febrúar og Felix Magath tók við. Þriðji á listanum er síðan Frank de Boer sem er sá sem hefur fengið styðstan tíma með lið frá upphafi tímabils. Crystal Palace ákvað að reka hann 11. september eða eftir aðeins fimm leiki.Claudio Ranieri is no longer in the Premier League after being sacked by Fulham—never forget pic.twitter.com/BnlFMgirBF — B/R Football (@brfootball) February 28, 2019Hér fyrir neðan má sjá listann yfir þá knattspyrnustjóra ensku úrvalsdeildarinnar sem telja starfstíma sinn í dögum.Styðsta stjóratíðin í ensku úrvalsdeildinni:40 dagar - Les Reed hjá Charlton (14. nóvember 2006 til 24. desember 2006) 1 sigur í 8 leikjum (13%)- Hermann Hreiðarsson lék þarna með Charlton75 dagar - Rene Meulensteen hjá Fulham (1. desember 2013 til 14. febrúar 2014) 4 sigrar í 17 leikjum (24%)77 dagar - Frank de Boer hjá Crystal Palace (26. júní 2017 til 11. september 2017) 1 sigur í 5 leikjum (20%)85 dagar - Bob Bradley hjá Swansea City (3. október 2016 til 27. desember 2016) 2 sigrar í 11 leikjum (18%)- Gylfi Þór Sigurðsson lék þarna með Swansea98 dagar - Terry Connor hjá Wolves (24. febrúar 2012 til 1. júní 2012) 0 sigrar í 13 leikjum (0%)- Eggert Gunnþór Jónsson lék þarna með Wolves99 dagar - Colin Todd hjá Derby (7. október 2001 til 14. janúar 2002) 4 sigrar í 17 leikjum (24%)106 dagar - Tony Adams hjá Portsmouth (26. október 2008 til 9. febrúar 2009) 4 sigrar í 22 leikjum (18%)- Hermann Hreiðarsson lék þarna með Portsmouth106 dagar - Claudio Ranieri hjá Fulham (14. nóvember 2018 til 28. febrúar 2019) 3 sigrar í 17 leikjum (18%) Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira
Claudio Ranieri var í gær rekinn sem knattspyrnustjóri Fulham aðeins 106 dögum eftir að hann tók við liðinu. Það þýddi að þessi fyrrum knattspyrnustjóri Englandsmeistara Leicester City er kominn inn á frekar óvinsælan lista. Ranieri er nú einn af þeim átta knattspyrnustjórum sem hafa starfað styðst með eitt lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Ranieri deilir sjöunda sætinu með Tony Adams sem var líka í 106 daga með lið Portsmouth tímabilið 2008 til 2009.106 - Claudio Ranieri lasted just 106 days in charge of Fulham - only six managers in Premier League history have had shorter permanent tenures at a single club. Finito. pic.twitter.com/Av8HfTPobV — OptaJoe (@OptaJoe) February 28, 2019Ranieri var þó ekki nálægt því að slá met Les Reed sem náði aðeins að stýra liði Charlton í 40 dagar áður en hann var rekinn á Aðfangadag 2006. Íslenski landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson lék einmitt með Charlton liðinu það tímabil.July 2015: Ranieri appointed as Leicester City manager. May 2016: Ranieri lifts Premier League title with Leicester City. Feb 2017: Ranieri sacked by Leicester City. Nov 2018: Fulham appoint Ranieri as manager. Feb 2019: Ranieri sacked as Fulham manager. pic.twitter.com/Clok7saJrm — SPORTbible (@sportbible) February 28, 2019Í öðru sætinu er síðan annar stjóri sem Fulham rak en Hollendingurinn Rene Meulensteen var aðeins í 75 daga með Fulham tímabilið 2013 til 2014. Meulensteen hafði verið í þjálfaraliði Manchester United í sex ár. Meulensteen fékk liðið í fangið í desember eftir að Martin Jol var rekinn eftir fimm tapleiki í röð. Rene Meulensteen var rekinn í febrúar og Felix Magath tók við. Þriðji á listanum er síðan Frank de Boer sem er sá sem hefur fengið styðstan tíma með lið frá upphafi tímabils. Crystal Palace ákvað að reka hann 11. september eða eftir aðeins fimm leiki.Claudio Ranieri is no longer in the Premier League after being sacked by Fulham—never forget pic.twitter.com/BnlFMgirBF — B/R Football (@brfootball) February 28, 2019Hér fyrir neðan má sjá listann yfir þá knattspyrnustjóra ensku úrvalsdeildarinnar sem telja starfstíma sinn í dögum.Styðsta stjóratíðin í ensku úrvalsdeildinni:40 dagar - Les Reed hjá Charlton (14. nóvember 2006 til 24. desember 2006) 1 sigur í 8 leikjum (13%)- Hermann Hreiðarsson lék þarna með Charlton75 dagar - Rene Meulensteen hjá Fulham (1. desember 2013 til 14. febrúar 2014) 4 sigrar í 17 leikjum (24%)77 dagar - Frank de Boer hjá Crystal Palace (26. júní 2017 til 11. september 2017) 1 sigur í 5 leikjum (20%)85 dagar - Bob Bradley hjá Swansea City (3. október 2016 til 27. desember 2016) 2 sigrar í 11 leikjum (18%)- Gylfi Þór Sigurðsson lék þarna með Swansea98 dagar - Terry Connor hjá Wolves (24. febrúar 2012 til 1. júní 2012) 0 sigrar í 13 leikjum (0%)- Eggert Gunnþór Jónsson lék þarna með Wolves99 dagar - Colin Todd hjá Derby (7. október 2001 til 14. janúar 2002) 4 sigrar í 17 leikjum (24%)106 dagar - Tony Adams hjá Portsmouth (26. október 2008 til 9. febrúar 2009) 4 sigrar í 22 leikjum (18%)- Hermann Hreiðarsson lék þarna með Portsmouth106 dagar - Claudio Ranieri hjá Fulham (14. nóvember 2018 til 28. febrúar 2019) 3 sigrar í 17 leikjum (18%)
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Sjá meira