„Cardiff skildi Sala eftir einan á hótelherbergi“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. mars 2019 08:30 Sala hefur verið minnst um allan heim síðustu vikur vísir/getty Cardiff yfirgaf Emiliano Sala og þurfti hann að koma sér sjálfur frá Nantes til Cardiff. Þetta segir fyrrum umboðsmaðurinn Willie McKay. Mark McKay, sonur Willie, var umboðsmaður Nantes í sölunni á Sala. Willie var sá sem skipulagði flugið fyrir Sala, flugið sem svo hrapaði í Ermasundið með þeim afleiðingum að Sala og flugmaðurinn David Ibbotson létu lífið. „Hann var skilinn eftir einn á hótelherbergi og þurfti að sjá til þess að skipuleggja ferðalagið sjálfur,“ sagði Willie við BBC. Cardiff hefur neitað því og sagði í tilkynningu að „félagið var að skipuleggja flugfar í almennu farþegaflugi fyrir Sala þegar því var hafnað vegna þess að aðrar ráðstafanir höfðu verið gerðar.“ „Cardiff hefur alvarlegar áhyggjur yfir möguleikanum á því að flugferðin hafi verið í leyfisleysi, miðað við þær upplýsingar sem hafa verið gefnar út. Það þarf augljóslega að afla meiri upplýsingum um þetta hræðilega atvik.“Cardiff gerði Sala að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Hann lést áður en hann gat spilað leik með Cardiff.vísir/gettyWillie McKay er ekki lengur með umboðsmannaleyfi en hann segist hafa komið á málinu því sonur hans hafi beðið um hjálp. McKay sagðist hafa skipulagt flug Sala í gegnum David Henderson, reynslumikinn flugmann sem hafi oft flogið með leikmenn fyrir hann um alla Evrópu. Hann átti hins vegar ekki flugvélina né vissi hann hvaða flugmann Henderson fengi í verkið. „Það var enginn í Cardiff að gera neitt. Þetta var hálf vandræðalegt fyrri þá. Þeir kaupa leikmenn fyrir 17 milljónir evra og skilja hann svo eftir uppi á hóteli þar sem hann þarf að leita sér að flugi sjálfur,“ sagði McKay. „Hegðun þeirra til þessa hefur verið til skammar.“ Í janúar sagði talsmaður Cardiff BBC frá því að félagið ætti ekki einkaflugvél og því hefði félagið ekki geta séð um flugið fyrir Sala frá Nantes. Síðustu vikur hefur það verið dregið í efa að Ibbotson hafi verið með flugmannsréttindi og í þessari viku kom út skýrsla sem sagði hann ekki hafa haft leyfi fyrir almennum farþegaflugum. Því hafi hann aðeins mátt fljúga farþegum innan Evrópusambandsins ef hann deildi kostnaðinum með farþeganum (e. cost-sharing basis). Willie McKay sagði að hann hefði borgað það verð sem Henderson rukkaði fyrir flugið, Sala borgaði ekkert. Emiliano Sala Enski boltinn Tengdar fréttir Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30 Nantes sektað fyrir það hvernig stuðningsmennirnir minntust Sala Nantes þarf að borga stóra sekt vegna þess hvernig stuðningsmenn félagsins minntust Argentínumannsins Emiliano Sala á dögunum. 21. febrúar 2019 09:30 Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Sjá meira
Cardiff yfirgaf Emiliano Sala og þurfti hann að koma sér sjálfur frá Nantes til Cardiff. Þetta segir fyrrum umboðsmaðurinn Willie McKay. Mark McKay, sonur Willie, var umboðsmaður Nantes í sölunni á Sala. Willie var sá sem skipulagði flugið fyrir Sala, flugið sem svo hrapaði í Ermasundið með þeim afleiðingum að Sala og flugmaðurinn David Ibbotson létu lífið. „Hann var skilinn eftir einn á hótelherbergi og þurfti að sjá til þess að skipuleggja ferðalagið sjálfur,“ sagði Willie við BBC. Cardiff hefur neitað því og sagði í tilkynningu að „félagið var að skipuleggja flugfar í almennu farþegaflugi fyrir Sala þegar því var hafnað vegna þess að aðrar ráðstafanir höfðu verið gerðar.“ „Cardiff hefur alvarlegar áhyggjur yfir möguleikanum á því að flugferðin hafi verið í leyfisleysi, miðað við þær upplýsingar sem hafa verið gefnar út. Það þarf augljóslega að afla meiri upplýsingum um þetta hræðilega atvik.“Cardiff gerði Sala að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Hann lést áður en hann gat spilað leik með Cardiff.vísir/gettyWillie McKay er ekki lengur með umboðsmannaleyfi en hann segist hafa komið á málinu því sonur hans hafi beðið um hjálp. McKay sagðist hafa skipulagt flug Sala í gegnum David Henderson, reynslumikinn flugmann sem hafi oft flogið með leikmenn fyrir hann um alla Evrópu. Hann átti hins vegar ekki flugvélina né vissi hann hvaða flugmann Henderson fengi í verkið. „Það var enginn í Cardiff að gera neitt. Þetta var hálf vandræðalegt fyrri þá. Þeir kaupa leikmenn fyrir 17 milljónir evra og skilja hann svo eftir uppi á hóteli þar sem hann þarf að leita sér að flugi sjálfur,“ sagði McKay. „Hegðun þeirra til þessa hefur verið til skammar.“ Í janúar sagði talsmaður Cardiff BBC frá því að félagið ætti ekki einkaflugvél og því hefði félagið ekki geta séð um flugið fyrir Sala frá Nantes. Síðustu vikur hefur það verið dregið í efa að Ibbotson hafi verið með flugmannsréttindi og í þessari viku kom út skýrsla sem sagði hann ekki hafa haft leyfi fyrir almennum farþegaflugum. Því hafi hann aðeins mátt fljúga farþegum innan Evrópusambandsins ef hann deildi kostnaðinum með farþeganum (e. cost-sharing basis). Willie McKay sagði að hann hefði borgað það verð sem Henderson rukkaði fyrir flugið, Sala borgaði ekkert.
Emiliano Sala Enski boltinn Tengdar fréttir Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30 Nantes sektað fyrir það hvernig stuðningsmennirnir minntust Sala Nantes þarf að borga stóra sekt vegna þess hvernig stuðningsmenn félagsins minntust Argentínumannsins Emiliano Sala á dögunum. 21. febrúar 2019 09:30 Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Sjá meira
Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30
Nantes sektað fyrir það hvernig stuðningsmennirnir minntust Sala Nantes þarf að borga stóra sekt vegna þess hvernig stuðningsmenn félagsins minntust Argentínumannsins Emiliano Sala á dögunum. 21. febrúar 2019 09:30
Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00