May ætlar að biðja um þriggja mánaða frestun Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2019 18:52 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að biðja fulltrúa Evrópusambandsins um þriggja mánaða frestun á útgöngu Bretlands úr sambandinu. Áform May um að reyna til þrautar að fá þingið til að samþykkja útgöngusamning hennar fór út um þúfur þegar forseti þingsins ákvað að hún fengi ekki að leggja samninginn fram óbreyttan. Útgöngusamningnum hefur verið hafnað í tvígang með afgerandi meirihluta á breska þinginu, síðast í síðustu viku. Þingmenn samþykktu ennfremur að fresta útgöngunni um ótiltekinn tíma nema samningur yrði samþykktur fyrir 20. mars. Til stóð að Bretar gengju úr sambandinu 29. mars. May ætlaði því að leggja útgöngusamninginn fyrir þingið aftur í dag í þeirri von að einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins sem greiddu atkvæði gegn honum í síðustu viku skiptu um skoðun nú þegar útlit er fyrir að útgöngunni verði frestað. John Bercow, forseti neðri deildar þingsins, hleypti þeim áformum May upp í gær þegar hann sagði að þingsköp leyfðu ekki að sama þingmál væri lagt fram óbreytt oftar en einu sinni.Reuters-fréttastofan segir að May hafi í dag unnið að bréfi til Donalds Tusk, forseta Evrópuráðsins, þar sem hún óskar eftir að útgöngunni verði frestað. Talsmaður forsætisráðherrans vildi ekki upplýsa um hversu langan frest hún ætlaði að biðja um. Hún hefur áður sagt að samþykkti þingið ekki samning hennar óskaði hún eftir frestun útgöngunnar fram yfir 30. júní. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að biðja fulltrúa Evrópusambandsins um þriggja mánaða frestun á útgöngu Bretlands úr sambandinu. Áform May um að reyna til þrautar að fá þingið til að samþykkja útgöngusamning hennar fór út um þúfur þegar forseti þingsins ákvað að hún fengi ekki að leggja samninginn fram óbreyttan. Útgöngusamningnum hefur verið hafnað í tvígang með afgerandi meirihluta á breska þinginu, síðast í síðustu viku. Þingmenn samþykktu ennfremur að fresta útgöngunni um ótiltekinn tíma nema samningur yrði samþykktur fyrir 20. mars. Til stóð að Bretar gengju úr sambandinu 29. mars. May ætlaði því að leggja útgöngusamninginn fyrir þingið aftur í dag í þeirri von að einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins sem greiddu atkvæði gegn honum í síðustu viku skiptu um skoðun nú þegar útlit er fyrir að útgöngunni verði frestað. John Bercow, forseti neðri deildar þingsins, hleypti þeim áformum May upp í gær þegar hann sagði að þingsköp leyfðu ekki að sama þingmál væri lagt fram óbreytt oftar en einu sinni.Reuters-fréttastofan segir að May hafi í dag unnið að bréfi til Donalds Tusk, forseta Evrópuráðsins, þar sem hún óskar eftir að útgöngunni verði frestað. Talsmaður forsætisráðherrans vildi ekki upplýsa um hversu langan frest hún ætlaði að biðja um. Hún hefur áður sagt að samþykkti þingið ekki samning hennar óskaði hún eftir frestun útgöngunnar fram yfir 30. júní.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu Sjá meira
Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20
Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47