Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans til 29 ára, hefur tilkynnt um afsögn sína. Nazarbayev hefur stýrt Kasakstan allt frá því árinu 1990, fyrst sem leiðtogi Kommúnistaflokksins í Kasakstan og svo sem forseti.
Í frétt BBC segir að Nazarbayev hafi greint frá afsögninni í ávarpi sem sýnt var í kasöksku sjónvarpi fyrr í dag. Sagði hann ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda.
Nazarbayev er 78 ára að aldri og hefur ítrekað verið endurkjörinn forseti landsins með miklum mun, síðast árið 2015. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa þó ávallt gagnrýnt framkvæmd kosninganna.
Árið 2007 sá kasakska þingið til þess að engin takmörk væru á því hvað forseti landsins gæti verið endurkjörinn oft.
Kassym-Jomart Tokayev, forseti efri deildar kasaksa þingsins, er starfandi forseti landsins eftir afsögn Nazarbayev.
Kasakstan er ríkt af olíu og eru íbúar þess um 18 milljónir.
Þaulsetinn forseti Kasakstans segir af sér
Atli Ísleifsson skrifar
