Barkley segist aldrei ætla að horfa aftur á fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2019 23:00 Sir Charles Barkley er mikill íþróttaáhugamaður. Getty/Ronald Martinez Körfuboltagoðsögnin Sir Charles Barkley er tilbúinn að tjá sig um næstum því alla hluti opinberlega og það var enginn breyting á því þegar hann mætti í Dan Patrick útvarpsþáttinn á dögunum. Barkley var fenginn í þáttinn til að tala um NBA-deildina og bandaríska háskólaboltann sem og hann gerði. Einhvern veginn barst talið hins vegar að fótboltanum eða „soccer“ eins og Barkley þekkir íþróttina. „Ég ætla aldrei að horfa á karlafótbolta aftur á ævinni,“ sagði Charles Barkley og ástæðan er ekki leikur í Meistaradeildinni eða ensku úrvalsdeildinni heldur leikur í ensku b-deildinni. Hann sagðist hafa gefið fótboltanum mörg tækifæri en nú væri komið nóg. Barkley sagði reyndar fyrst fótbolta en leiðrétti sig og tók það fram að hann ætlaði nú að horfa á bandaríska kvennalandsliðið á HM í Frakklandi í sumar. Þegar kæmi að karlaleikjunum þá segði hann hér eftir hreint nei takk. Barkley sá nefnilega þegar stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á völlinn og réðst aftan að Jack Grealish, fyrirliða Aston Villa liðsins. „Mér er alveg sama þótt að hann hefði heitið Buster Douglas,“ sagði Barkley þegar útvarpsmaðurinn reyndi að koma nafni leikmannsins að. Ástæðan fyrir hörðum viðbrögðum Sir Charles er hversu léttvægt leikmenn Aston Villa tóku á þessari innrás stuðningsmannsins.„Það hefði verið algjör draumur að rætast fyrir mig ef einhver hefði komið inn á völlinn til þess að berja mig,“ sagði Charles Barkley. Barkley sagði að sá hinn sami hefði aldrei verið í ástandi til að senda einhverjum fingurkossa á leið sinni út af vellinum. Hann er líka viss um það að ef svona hefði gerst í NBA-deildinni á hans tíma þá hefðu allir leikmenn á vellinum barið slíkan áhorfanda í klessu. Barkley tók sem dæmi leikmann eins og Bill Laimbeer sem var einn frægasti meðlimur „slæmu strákana“ í Detroit Pistons undir lok níunda áratugsins. Barkley segist aldrei hafa kunnað vel við Bill Laimbeer þegar þeir voru að spila en fullvissaði alla um það að ef einhver áhorfandi hefði ráðist á Laimbeer þá hefðu allir leikmenn og Barkley meðtalinn, barið umræddan áhorfenda í klessu. „Við erum í sama bræðralagi og það kemur ekki til greina að leyfa einhverjum stuðningsmanni að berja einn okkar. Þessir fótboltamenn leyfðu þessu að gerast,“ sagði Barkley hneykslaður. „Hann lá á jörðinni og liðsfélagarnir hans gerðu ekki neitt. Þetta pirraði mig svo mikið að ég hef tekið þá ákvörðun að horfa aldrei aftur á fótbolta,“ sagði Barkley. Liðsfélagar Jack Grealish gerðu vissulega ekkert en hann sjálfur skoraði síðan sigurmarkið í leiknum. Það má heyra Barkley mæta í útvarpsviðtalið hér fyrir ofan en myndbandið er still þannig að það hefst á ummælum Sir Charles um álit hans á fótboltanum í dag. Enski boltinn NBA Tengdar fréttir Stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á og kýldi Grealish Ótrúlegt atvik átti sér stað í leik Birmingham-liðanna í dag. 10. mars 2019 12:32 Svaraði fyrir árásina með sigurmarkinu Jack Grealish var aðalmaðurinn í Birmingham-slagnum á St Andrew's. 10. mars 2019 13:57 Óttast að leikmaður verði stunginn á vellinum Öryggismál í enska boltanum eru í umræðunni í dag eftir ótrúlegar uppákomur um helgina er áhorfendur ruddust inn á völlinn í tveimur leikjum. 11. mars 2019 08:30 Dæmdur í fjórtán vikna fangelsi fyrir að ráðast á Grealish í miðjum leik Stuðningsmaður Birmingham City sem réðst á fyrirliða Aston Villa í miðjum leik um helgina hefur fengið sinn dóm. 11. mars 2019 16:15 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Körfuboltagoðsögnin Sir Charles Barkley er tilbúinn að tjá sig um næstum því alla hluti opinberlega og það var enginn breyting á því þegar hann mætti í Dan Patrick útvarpsþáttinn á dögunum. Barkley var fenginn í þáttinn til að tala um NBA-deildina og bandaríska háskólaboltann sem og hann gerði. Einhvern veginn barst talið hins vegar að fótboltanum eða „soccer“ eins og Barkley þekkir íþróttina. „Ég ætla aldrei að horfa á karlafótbolta aftur á ævinni,“ sagði Charles Barkley og ástæðan er ekki leikur í Meistaradeildinni eða ensku úrvalsdeildinni heldur leikur í ensku b-deildinni. Hann sagðist hafa gefið fótboltanum mörg tækifæri en nú væri komið nóg. Barkley sagði reyndar fyrst fótbolta en leiðrétti sig og tók það fram að hann ætlaði nú að horfa á bandaríska kvennalandsliðið á HM í Frakklandi í sumar. Þegar kæmi að karlaleikjunum þá segði hann hér eftir hreint nei takk. Barkley sá nefnilega þegar stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á völlinn og réðst aftan að Jack Grealish, fyrirliða Aston Villa liðsins. „Mér er alveg sama þótt að hann hefði heitið Buster Douglas,“ sagði Barkley þegar útvarpsmaðurinn reyndi að koma nafni leikmannsins að. Ástæðan fyrir hörðum viðbrögðum Sir Charles er hversu léttvægt leikmenn Aston Villa tóku á þessari innrás stuðningsmannsins.„Það hefði verið algjör draumur að rætast fyrir mig ef einhver hefði komið inn á völlinn til þess að berja mig,“ sagði Charles Barkley. Barkley sagði að sá hinn sami hefði aldrei verið í ástandi til að senda einhverjum fingurkossa á leið sinni út af vellinum. Hann er líka viss um það að ef svona hefði gerst í NBA-deildinni á hans tíma þá hefðu allir leikmenn á vellinum barið slíkan áhorfanda í klessu. Barkley tók sem dæmi leikmann eins og Bill Laimbeer sem var einn frægasti meðlimur „slæmu strákana“ í Detroit Pistons undir lok níunda áratugsins. Barkley segist aldrei hafa kunnað vel við Bill Laimbeer þegar þeir voru að spila en fullvissaði alla um það að ef einhver áhorfandi hefði ráðist á Laimbeer þá hefðu allir leikmenn og Barkley meðtalinn, barið umræddan áhorfenda í klessu. „Við erum í sama bræðralagi og það kemur ekki til greina að leyfa einhverjum stuðningsmanni að berja einn okkar. Þessir fótboltamenn leyfðu þessu að gerast,“ sagði Barkley hneykslaður. „Hann lá á jörðinni og liðsfélagarnir hans gerðu ekki neitt. Þetta pirraði mig svo mikið að ég hef tekið þá ákvörðun að horfa aldrei aftur á fótbolta,“ sagði Barkley. Liðsfélagar Jack Grealish gerðu vissulega ekkert en hann sjálfur skoraði síðan sigurmarkið í leiknum. Það má heyra Barkley mæta í útvarpsviðtalið hér fyrir ofan en myndbandið er still þannig að það hefst á ummælum Sir Charles um álit hans á fótboltanum í dag.
Enski boltinn NBA Tengdar fréttir Stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á og kýldi Grealish Ótrúlegt atvik átti sér stað í leik Birmingham-liðanna í dag. 10. mars 2019 12:32 Svaraði fyrir árásina með sigurmarkinu Jack Grealish var aðalmaðurinn í Birmingham-slagnum á St Andrew's. 10. mars 2019 13:57 Óttast að leikmaður verði stunginn á vellinum Öryggismál í enska boltanum eru í umræðunni í dag eftir ótrúlegar uppákomur um helgina er áhorfendur ruddust inn á völlinn í tveimur leikjum. 11. mars 2019 08:30 Dæmdur í fjórtán vikna fangelsi fyrir að ráðast á Grealish í miðjum leik Stuðningsmaður Birmingham City sem réðst á fyrirliða Aston Villa í miðjum leik um helgina hefur fengið sinn dóm. 11. mars 2019 16:15 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á og kýldi Grealish Ótrúlegt atvik átti sér stað í leik Birmingham-liðanna í dag. 10. mars 2019 12:32
Svaraði fyrir árásina með sigurmarkinu Jack Grealish var aðalmaðurinn í Birmingham-slagnum á St Andrew's. 10. mars 2019 13:57
Óttast að leikmaður verði stunginn á vellinum Öryggismál í enska boltanum eru í umræðunni í dag eftir ótrúlegar uppákomur um helgina er áhorfendur ruddust inn á völlinn í tveimur leikjum. 11. mars 2019 08:30
Dæmdur í fjórtán vikna fangelsi fyrir að ráðast á Grealish í miðjum leik Stuðningsmaður Birmingham City sem réðst á fyrirliða Aston Villa í miðjum leik um helgina hefur fengið sinn dóm. 11. mars 2019 16:15