Sigurlíkur Liverpool hækkuðu með sigrinum á Fulham en þó ekki mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2019 21:30 Andrew Robertson og félagar í Liverpool hækkuðu líkur sínar á enska meistaratitlinum með sigrinum á Fulham. Getty/Simon Stacpoole Liverpool situr í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í landsleikjahléinu eftir sigur liðsins á CravenCottage á sunnudaginn.Liverpool slapp með skrekkinn í seinni hálfleiknum á móti Fulham, tók þrjú dýrmæt stig með sér heim og endaði þá erfiða en mjög góða viku hjá liðinu. Liverpool vann þá tvo deildarleiki og komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á einni viku.ManchesterCity hafði endurheimt toppsætið en hefur nú leikið leik færra en Liverpool. City fær því tækifæri til að komast aftur á toppinn en þarf samt að bíða fram til 24. apríl til að spila leikinn á móti ManchesterUnited á OldTrafford sem var frestað í gær. Bikarkeppnin gæti safnað upp einhverjum leikjum hjá City en gott gengi lærisveina PepGuardiola í enska bikarnum þyðir að Liverpool og ManchesterCity verða ekki með jafnmarga leiki fyrr en alveg í blálok tímabilsins. Bandaríska tölfræðisíðan Fivethirtyeight fylgist vel með öllum sigurlíkum í helstu íþróttakeppnum heims og þar er enska úrvalsdeildin ekki undanskilin.Our Club Soccer Predictions: https://t.co/Up3E3rvKuP — FiveThirtyEight (@FiveThirtyEight) March 17, 2019Fólkið á Fivethirtyeight hefur nú uppfært líkurnar á titli eftir úrslit helgarinnar og þar náði Liverpool að hækka sigurlíkur sínar en þó bara um eitt prósent. Liðið er þó á leið í rétta átt í fyrsta sinn í þó nokkurn tíma. Sigurlíkur ManchesterCity er enn 66 prósent þrátt fyrir að liðið sé ekki lengur í efsta sætinu. Það þýðir að sigurlíkur Liverpool eru nú 34 prósent en voru 33 prósent fyrir leikinn á móti Fulham. Það hefur þó ekki verið gaman fyrir stuðningsmenn Liverpool að fylgjast með þessum sigurlíkum að undanförnu enda hafa þær hrunið hjá Liverpool liðinu á sama tíma og liðið hefur hikstað í sínum leikjum.Liverpool var þannig með 78% líkur á að vinna enska meistaratitilinn 2. janúar síðastliðinn og fór í fyrsta sinn aðniður fyrir 50 prósent einum mánuði og tíu dögum síðar. Hér fyrir neðan má sjá hvernig líkur Liverpool á að vinna enska titilinn í fyrsta sinn í 29 ár hafa þróast undanfarna þrjá mánuði.Svona hafa sigurlíkur Liverpool þróast á árinu 2019:Sigurlíkurnar í dag: 34% (ManchesterCity 66%) Fyrir leiki helgarinnar: 33% (City 67%) 6. mars: 35% (City 65%) 27. febrúar: 50% (City 49%) 20. febrúar: 52% (City 47%) 13. febrúar: 49% (City 49%) 6. febrúar: 57% (City 40%) 30. janúar: 74% (City 24%) 20. janúar: 71% (City 29%) 14. janúar: 75% (City 24%) 3. janúar: 72% (City 25%) 2. janúar: 78% (City 19%) Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Liverpool situr í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í landsleikjahléinu eftir sigur liðsins á CravenCottage á sunnudaginn.Liverpool slapp með skrekkinn í seinni hálfleiknum á móti Fulham, tók þrjú dýrmæt stig með sér heim og endaði þá erfiða en mjög góða viku hjá liðinu. Liverpool vann þá tvo deildarleiki og komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á einni viku.ManchesterCity hafði endurheimt toppsætið en hefur nú leikið leik færra en Liverpool. City fær því tækifæri til að komast aftur á toppinn en þarf samt að bíða fram til 24. apríl til að spila leikinn á móti ManchesterUnited á OldTrafford sem var frestað í gær. Bikarkeppnin gæti safnað upp einhverjum leikjum hjá City en gott gengi lærisveina PepGuardiola í enska bikarnum þyðir að Liverpool og ManchesterCity verða ekki með jafnmarga leiki fyrr en alveg í blálok tímabilsins. Bandaríska tölfræðisíðan Fivethirtyeight fylgist vel með öllum sigurlíkum í helstu íþróttakeppnum heims og þar er enska úrvalsdeildin ekki undanskilin.Our Club Soccer Predictions: https://t.co/Up3E3rvKuP — FiveThirtyEight (@FiveThirtyEight) March 17, 2019Fólkið á Fivethirtyeight hefur nú uppfært líkurnar á titli eftir úrslit helgarinnar og þar náði Liverpool að hækka sigurlíkur sínar en þó bara um eitt prósent. Liðið er þó á leið í rétta átt í fyrsta sinn í þó nokkurn tíma. Sigurlíkur ManchesterCity er enn 66 prósent þrátt fyrir að liðið sé ekki lengur í efsta sætinu. Það þýðir að sigurlíkur Liverpool eru nú 34 prósent en voru 33 prósent fyrir leikinn á móti Fulham. Það hefur þó ekki verið gaman fyrir stuðningsmenn Liverpool að fylgjast með þessum sigurlíkum að undanförnu enda hafa þær hrunið hjá Liverpool liðinu á sama tíma og liðið hefur hikstað í sínum leikjum.Liverpool var þannig með 78% líkur á að vinna enska meistaratitilinn 2. janúar síðastliðinn og fór í fyrsta sinn aðniður fyrir 50 prósent einum mánuði og tíu dögum síðar. Hér fyrir neðan má sjá hvernig líkur Liverpool á að vinna enska titilinn í fyrsta sinn í 29 ár hafa þróast undanfarna þrjá mánuði.Svona hafa sigurlíkur Liverpool þróast á árinu 2019:Sigurlíkurnar í dag: 34% (ManchesterCity 66%) Fyrir leiki helgarinnar: 33% (City 67%) 6. mars: 35% (City 65%) 27. febrúar: 50% (City 49%) 20. febrúar: 52% (City 47%) 13. febrúar: 49% (City 49%) 6. febrúar: 57% (City 40%) 30. janúar: 74% (City 24%) 20. janúar: 71% (City 29%) 14. janúar: 75% (City 24%) 3. janúar: 72% (City 25%) 2. janúar: 78% (City 19%)
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira