Pistill í The Times: Gylfi er sá sem heldur leik Everton liðsins gangandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2019 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Getty/Robbie Jay Barratt Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í síðasta leik sínum með Everton fyrir mikilvægt landsleikjahlé með íslenska landsliðinu. Gylfi hefur oft á tíðum mátt þola mikla gagnrýni og litla þolinmæði eftir að Everton keypti hann frá Swansea City fyrir allar þessar milljónir fyrir einu og hálfu ári síðan. Tom Clarke blaðamaður á The Times skrifar um mikilvægi Gylfa fyrir Everton í vikulegum pistil sínum. Clarke er á því að Gylfi sé sá leikmaður sem haldi leik Everton liðsins gangandi og þess vegna leiti knattspyrnustjórinn Marco Silva svo oft til hans.Here’s this week column: Gylfi Sigurdsson, the perfect blend of Mark O’Hara, Tom Pett and Shay McCartan. (Sorry, too many Lincoln references today) https://t.co/kmtwVjSnTg — Tom Clarke (@_TomClarke) March 18, 2019Clarke segir að Marco Silva sé enn að leita að sinni bestu leikmannblöndu og að liðið glími af þeim sökum við mikinn óstöðugleika. Það sýndi liðið meðal annars í sigurleiknum á Chelsea því leikur Everton var ekki merkilegur í fyrri hálfleiknum en liðið var síðan frábært í þeim síðar. Marco Silva hefur verið að rúlla mikið á fjórum fremstu mönnum sínum í vetur en það hefur verið hægt að ganga að því vísu að Gylfi Þór Sigurðsson fær að spila í sinni uppáhalds stöðu fyrir aftan framherjann. Everton er í 11. sæti deildarinnar og sú staða veldur mörgum vonbrigðum og ekki bara stuðningsmönnum félagsins. Það hefur verið miklu til tjaldað til að styrkja liðið á síðustu misserum og liðið átti að vera að banka á Evrópudyrnar en ekki að vera í basli að halda sér í efri hlutanum. Liðið hefur því ekki verið að spila nógu vel í mörgum leikjanna en það er mat Clarke að í allri umræðunni og gagnrýninni sé Gylfi sá leikmaður sem liðið hefur getað treyst á.Richarlison and Gylfi Sigurdsson had 22 and 19 touches respectively in Chelsea’s half in the second half - more than they had on the entire pitch in the first half (15 and 12 respectively). #EFC#EVECHE — EFC Statto (@EFC_Statto) March 17, 2019Gylfi átti líka þátt í fyrra marki Everton á móti Chelsea sem Richarlison skoraði eftir hornspyrnu Gylfa. Gylfi hefur oft átt fleiri stoðsendingar en á þessu tímabili en hann hefur aldrei skorað fleiri deildarmörk. Gylfi er kominn með tólf og fær átta leiki í viðbót til að bæta persónulega met sitt enn frekar.Gylfi Sigurdsson has now scored 12 goals in the Premier League this season. His best ever return in a single campaign. pic.twitter.com/9A8qJ4OrbS — bet365 (@bet365) March 17, 2019 Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í síðasta leik sínum með Everton fyrir mikilvægt landsleikjahlé með íslenska landsliðinu. Gylfi hefur oft á tíðum mátt þola mikla gagnrýni og litla þolinmæði eftir að Everton keypti hann frá Swansea City fyrir allar þessar milljónir fyrir einu og hálfu ári síðan. Tom Clarke blaðamaður á The Times skrifar um mikilvægi Gylfa fyrir Everton í vikulegum pistil sínum. Clarke er á því að Gylfi sé sá leikmaður sem haldi leik Everton liðsins gangandi og þess vegna leiti knattspyrnustjórinn Marco Silva svo oft til hans.Here’s this week column: Gylfi Sigurdsson, the perfect blend of Mark O’Hara, Tom Pett and Shay McCartan. (Sorry, too many Lincoln references today) https://t.co/kmtwVjSnTg — Tom Clarke (@_TomClarke) March 18, 2019Clarke segir að Marco Silva sé enn að leita að sinni bestu leikmannblöndu og að liðið glími af þeim sökum við mikinn óstöðugleika. Það sýndi liðið meðal annars í sigurleiknum á Chelsea því leikur Everton var ekki merkilegur í fyrri hálfleiknum en liðið var síðan frábært í þeim síðar. Marco Silva hefur verið að rúlla mikið á fjórum fremstu mönnum sínum í vetur en það hefur verið hægt að ganga að því vísu að Gylfi Þór Sigurðsson fær að spila í sinni uppáhalds stöðu fyrir aftan framherjann. Everton er í 11. sæti deildarinnar og sú staða veldur mörgum vonbrigðum og ekki bara stuðningsmönnum félagsins. Það hefur verið miklu til tjaldað til að styrkja liðið á síðustu misserum og liðið átti að vera að banka á Evrópudyrnar en ekki að vera í basli að halda sér í efri hlutanum. Liðið hefur því ekki verið að spila nógu vel í mörgum leikjanna en það er mat Clarke að í allri umræðunni og gagnrýninni sé Gylfi sá leikmaður sem liðið hefur getað treyst á.Richarlison and Gylfi Sigurdsson had 22 and 19 touches respectively in Chelsea’s half in the second half - more than they had on the entire pitch in the first half (15 and 12 respectively). #EFC#EVECHE — EFC Statto (@EFC_Statto) March 17, 2019Gylfi átti líka þátt í fyrra marki Everton á móti Chelsea sem Richarlison skoraði eftir hornspyrnu Gylfa. Gylfi hefur oft átt fleiri stoðsendingar en á þessu tímabili en hann hefur aldrei skorað fleiri deildarmörk. Gylfi er kominn með tólf og fær átta leiki í viðbót til að bæta persónulega met sitt enn frekar.Gylfi Sigurdsson has now scored 12 goals in the Premier League this season. His best ever return in a single campaign. pic.twitter.com/9A8qJ4OrbS — bet365 (@bet365) March 17, 2019
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira