Dr. Siggú bjargar körlum í krísu Þórarinn Þórarinsson skrifar 19. mars 2019 08:15 Sigrún Mjöll hefur verið kölluð Siggú frá því hún var krakki. "Og ég er með doktorsgráðu þannig að ég er alveg lögleg,“ segir hún um tilurð þess að hún varð Dr. Siggú, matvælafræðingur og markþjálfi. Fréttablaðið/Stefán Sigrún Mjöll Halldórsdóttir er matvælafræðingur og markþjálfi sem fer sínar eigin leiðir þegar hún leiðbeinir fólki sem leitar leiða til þess að breyta sjálfu sér og lífi sínu til hins betra. Sigrún, sem kallar sig Doctor Siggú, notar markþjálfun til þess að leiðbeina fólki og byggir einnig á innsæi og eigin reynslu og sigrum sem hún hefur unnið í baráttunni við sjálfa sig. „Hugmyndafræði mín gengur út á einstaklingsmiðaða ráðgjöf og ég sérsníð meðferðina að hverjum og einum. Ég er náttúrlega alger lífsstílsgúru þannig að ég horfi á lífsstílinn og nota markþjálfunina með,“ segir Siggú. „Fólk er svo ofboðslega ólíkt og með svo ólíkar þarfir og það er svo erfitt að ætla bara að breyta öllu strax. Það gengur ekki að segja fólki að fara bara og kaupa sér kotasælu og brokkólí ef það hefur aldrei gert það áður.“ Fólk sem leitar til Siggúar gerir það þó af innri þörf fyrir breytingar og þá fer hún yfir lífsstílinn, sem hún telur grunninn að öllu, með því. Hún segir algengt að fólk vilji léttast, hætta óhóflegu skyndibitaáti og laga svefninn sem oft er í tómu rugli.Karlar í kreppu Siggú segir aðspurð að alls konar fólk leiti til hennar en allir eigi þó sameiginlegt að finnast þeir vera komnir í öngstræti og þrái breytingu og betra líf. „Karlmenn, svona frá þrítugu til fimmtugs, leita mikið til mín. Þeir eru oft einhleypir, borða mikinn skyndibita, vaka lengi fram eftir. Þeim finnst þeir þurfa einhvern veginn að taka til í lífsstílnum en vita ekki alveg hvar þeir eiga að byrja,“ segir Siggú. „Þeir finna bara þörfina til þess að gera breytingar og mér finnst bara æðislegt að geta náð til þessa hóps vegna þess að þeir týnast stundum svolítið,“ segir Siggú og nefnir sem dæmi að þunglyndi sé algengt hjá körlum á þessum aldri. Fólk er oft rótfast í neikvæðum lífsstíl en Siggú segir aðspurð að öllum sé viðbjargandi. „Já, já, það er alveg klárt en viljinn verður að vera fyrir hendi. Maður þarf alltaf að byrja sjálfur á sjálfum sér. Ég eða einhver annar er ekki að fara að breyta þér. Það ert þú sem breytir þér en þú getur fengið aðstoð og þeir sem vilja leita til mín geta fundið mig á Facebook þar sem ég kalla mig Doctor Siggù Life Coach.“Mögnuð markþjálfun Siggú segir að fólk viti stundum ekkert hvað það vilji í raun og veru og byrji oft á því að „nöldra og kvarta“ og hún fari þá í gegnum þann harmagrát með þeim. „Síðan sér maður hvernig það bara kviknar eitthvað innra með því og það fær raunverulega löngun til breytinga. Markþjálfunin er svo mögnuð. Þetta er svolítið eins og að fara til sálfræðings nema þú ert ekki að skoða fortíðina heldur framtíðina og þetta er bara jákvætt. Ég hef horft á fólk ná alls konar markmiðum sem það hefur talað um í tímum. Stundum er þetta bara eins og fyrir einhverja töfra.“Fertug í fitness Siggú notar stundum heitan pott fyrir samtöl sín við fólk. Hún segir það óneitanlega svolítið öðruvísi en skila oft góðum árangri. „Það er náttúrlega æðislegt að vera bara í heitum potti í fallegu umhverfi og njóta þess að tala um sjálfan sig. Margir fíla sig einhvern veginn betur þegar þeir eru slakir í pottinum og opna sig jafnvel enn frekar. Ég komst samt fljótt að því að ég get eðlilega ekki verið í pottinum með kúnna allan daginn. Þannig að þetta er svona eitt og eitt viðtal sem ég tek í pottinum.“ Siggú segist sjálf hafa reynt ýmislegt í lífinu og hún hafi tekið nokkrar orrustur við sjálfa sig og haft sigur. „Ég er alkóhólisti og er búin að vera edrú í fimmtán ár í sumar og ég reykti í tíu ár en er búin að vera reyklaus í fjórtán. Og ég borða nánast engan sykur. Þannig að ég þekki þetta alveg. Ég þekki fíknina og er búin að sigrast á þessu öllu saman,“ segir Siggú, hokin af lífsreynslu sem hún nýtir sér í starfi. „Ég varð fertug í fyrra og ákvað að komast í besta form lífs míns og ákvað að taka þátt í fitness-móti í nóvember. Ég leit á það sem hvatningu um leið og ég gæti sýnt fólki fram á að það er allt hægt. Núna er ég bara að vinna að því að vera í rosa góðu formi, hafa lífsstílinn flottan, vera bara góð fyrirmynd og vinna í því að hjálpa öðrum að ná árangri.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Sjá meira
Sigrún Mjöll Halldórsdóttir er matvælafræðingur og markþjálfi sem fer sínar eigin leiðir þegar hún leiðbeinir fólki sem leitar leiða til þess að breyta sjálfu sér og lífi sínu til hins betra. Sigrún, sem kallar sig Doctor Siggú, notar markþjálfun til þess að leiðbeina fólki og byggir einnig á innsæi og eigin reynslu og sigrum sem hún hefur unnið í baráttunni við sjálfa sig. „Hugmyndafræði mín gengur út á einstaklingsmiðaða ráðgjöf og ég sérsníð meðferðina að hverjum og einum. Ég er náttúrlega alger lífsstílsgúru þannig að ég horfi á lífsstílinn og nota markþjálfunina með,“ segir Siggú. „Fólk er svo ofboðslega ólíkt og með svo ólíkar þarfir og það er svo erfitt að ætla bara að breyta öllu strax. Það gengur ekki að segja fólki að fara bara og kaupa sér kotasælu og brokkólí ef það hefur aldrei gert það áður.“ Fólk sem leitar til Siggúar gerir það þó af innri þörf fyrir breytingar og þá fer hún yfir lífsstílinn, sem hún telur grunninn að öllu, með því. Hún segir algengt að fólk vilji léttast, hætta óhóflegu skyndibitaáti og laga svefninn sem oft er í tómu rugli.Karlar í kreppu Siggú segir aðspurð að alls konar fólk leiti til hennar en allir eigi þó sameiginlegt að finnast þeir vera komnir í öngstræti og þrái breytingu og betra líf. „Karlmenn, svona frá þrítugu til fimmtugs, leita mikið til mín. Þeir eru oft einhleypir, borða mikinn skyndibita, vaka lengi fram eftir. Þeim finnst þeir þurfa einhvern veginn að taka til í lífsstílnum en vita ekki alveg hvar þeir eiga að byrja,“ segir Siggú. „Þeir finna bara þörfina til þess að gera breytingar og mér finnst bara æðislegt að geta náð til þessa hóps vegna þess að þeir týnast stundum svolítið,“ segir Siggú og nefnir sem dæmi að þunglyndi sé algengt hjá körlum á þessum aldri. Fólk er oft rótfast í neikvæðum lífsstíl en Siggú segir aðspurð að öllum sé viðbjargandi. „Já, já, það er alveg klárt en viljinn verður að vera fyrir hendi. Maður þarf alltaf að byrja sjálfur á sjálfum sér. Ég eða einhver annar er ekki að fara að breyta þér. Það ert þú sem breytir þér en þú getur fengið aðstoð og þeir sem vilja leita til mín geta fundið mig á Facebook þar sem ég kalla mig Doctor Siggù Life Coach.“Mögnuð markþjálfun Siggú segir að fólk viti stundum ekkert hvað það vilji í raun og veru og byrji oft á því að „nöldra og kvarta“ og hún fari þá í gegnum þann harmagrát með þeim. „Síðan sér maður hvernig það bara kviknar eitthvað innra með því og það fær raunverulega löngun til breytinga. Markþjálfunin er svo mögnuð. Þetta er svolítið eins og að fara til sálfræðings nema þú ert ekki að skoða fortíðina heldur framtíðina og þetta er bara jákvætt. Ég hef horft á fólk ná alls konar markmiðum sem það hefur talað um í tímum. Stundum er þetta bara eins og fyrir einhverja töfra.“Fertug í fitness Siggú notar stundum heitan pott fyrir samtöl sín við fólk. Hún segir það óneitanlega svolítið öðruvísi en skila oft góðum árangri. „Það er náttúrlega æðislegt að vera bara í heitum potti í fallegu umhverfi og njóta þess að tala um sjálfan sig. Margir fíla sig einhvern veginn betur þegar þeir eru slakir í pottinum og opna sig jafnvel enn frekar. Ég komst samt fljótt að því að ég get eðlilega ekki verið í pottinum með kúnna allan daginn. Þannig að þetta er svona eitt og eitt viðtal sem ég tek í pottinum.“ Siggú segist sjálf hafa reynt ýmislegt í lífinu og hún hafi tekið nokkrar orrustur við sjálfa sig og haft sigur. „Ég er alkóhólisti og er búin að vera edrú í fimmtán ár í sumar og ég reykti í tíu ár en er búin að vera reyklaus í fjórtán. Og ég borða nánast engan sykur. Þannig að ég þekki þetta alveg. Ég þekki fíknina og er búin að sigrast á þessu öllu saman,“ segir Siggú, hokin af lífsreynslu sem hún nýtir sér í starfi. „Ég varð fertug í fyrra og ákvað að komast í besta form lífs míns og ákvað að taka þátt í fitness-móti í nóvember. Ég leit á það sem hvatningu um leið og ég gæti sýnt fólki fram á að það er allt hægt. Núna er ég bara að vinna að því að vera í rosa góðu formi, hafa lífsstílinn flottan, vera bara góð fyrirmynd og vinna í því að hjálpa öðrum að ná árangri.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Sjá meira