Góðir listamenn – vont fólk Þórarinn Þórarinsson skrifar 18. mars 2019 07:00 Jackson er hvorki fyrsti né síðasti listamaðurinn sem komst með drauga og beinagrindur í farteskinu í gegnum ferilinn í skjóli frægðar og vinsælda. Harkaleg viðbrögð við heimildarmyndinni Leaving Neverland hafa gert Michael Jackson, þótt látinn sé fyrir allnokkru, að nýjasta dæminu um listamann sem dansaði í skjóli þeirrar úldnu klisju að listamenn finni sköpunarkraft sinn oftar en ekki á mörkum geðheilbrigðis og geti í nafni listarinnar, skapandi sérvisku og meintrar snilligáfu komist upp með allan fjandann handan laga og almenns siðferðis. Sú rótgróna meðvirkni hefur gert mönnum eins og Jackson mögulegt að komast í gegnum tíðina upp með voðaverk sín nokkurn veginn óáreittir. Opnari umræða og nú síðast #MeToo-byltingin hafa orðið til þess að þessi listræna friðhelgi hefur að mestu verið afnumin. Þannig er sá frábæri leikari Kevin Spacey búinn að vera. Hann var rekinn úr House of Cards nánast um leið og ungir leikarar sökuðu hann um kynferðislegt ofbeldi undir merkjum #MeToo og var klipptur út úr kvikmyndinni All the Money in the World. BBC og fleiri miðlar hafa tekið lög Michaels Jacksons úr spilun og framleiðendur The Simpsons hafa ákveðið að láta áður sígildan þátt, þar sem Jackson léði einni persónu rödd sína, hverfa. Jackson er óumdeildur risi í popptónlistarsögu síðustu áratuga og nú þegar fólk loksins horfist af alvöru í augu við brot hans neyðist fólk til þess að spyrja sjálft sig erfiðra siðferðislegra spurninga. Er réttlætanlegt að njóta listar sem vont fólk framleiðir eða ber okkur siðferðisleg skylda til að henda henni á ruslahauga menningarsögunnar? Verði Jackson strikaður út úr tónlistarsögunni verður hún óhjákvæmilega heldur gloppótt og samhengislaus á köflum. Sama má segja um sögu bókmennta, myndlistar og kvikmynda þar sem þar leynast víða vargar sem hafa látið eftir sig stórkostleg listaverk og haft ómæld áhrif á umhverfi sitt og verk annarra.Pablo Picasso „Konur eru maskínur þjáninganna“ mun Pablo hafa sagt við Françoise Gilot, 21 árs hjákonu sína þegar hann sjálfur var 61 árs. „Í mínum augum eru aðeins tvær gerðir af konum; gyðjur og dyramottur.“ Picasso var alræmdur fyrir illa meðferð á konum og skemmst frá því að segja að af sjö mikilvægustu konunum í lífi hans frömdu tvær sjálfsvíg og aðrar tvær misstu vitið. Ein af þeim sem svipti sig lífi var listakonan, ljósmyndarinn og skáldið Dora Maar.Fréttablaðið/GettyJoan Crawford Þrátt fyrir að hafa verið ein skærasta stjarnan á gullöld Hollywood er leikkonunnar Joan Crawford miklu frekar minnst sem hræðilegrar móður. Í endurminningum elstu kjördóttur hennar, Christinu Crawford, Mommie Dearest er dregin upp sú mynd af Joan að hún hafi verið drykkjusjúkur sadisti sem tók bræði sína og vonbrigði út á elstu börnum sínum tveimur með hryllilegu ofbeldi andlegu og líkamlegu. Og vírherðatré voru ekki vel séð á heimilinu.Fréttablaðið/GettyAlfred Hitchcock Alfred Hitchcock er einn áhrifamesti kvikmyndaleikstjóri síðustu aldar og eftir hann liggur urmull af frábærum myndum sem hafa haft gríðarleg áhrif á leikstjóra og kvikmyndagerð almennt. Hitchcock þótti þó sérlega andstyggilegur við flestar leikkonurnar sem hann starfaði með og naut þess að kvelja þær með ýmsu móti við tökur. En getur maður neitað sér um að horfa á Psycho, Notorius og Rear Window?John Lennon Maðurinn sem lét sig dreyma um frið, ást og bræðralag viðurkenndi opinberlega í viðtali við tímaritið Playboy árið 1980 að hafa beitt eiginkonu sína Cynthiu ofbeldi, líkamlegu og andlegu. Þar viðurkenndi hann einnig að hafa almennt verið ofbeldisfullur og grimmur í garð kvenna yfirleitt. Elsti sonur Lennons fór ekki varhluta af skapgerðarbrestum föður síns þar sem hann var í raun yfirgefinn af honum um fimm ára aldur. Á meðan faðir hans söng og talaði stöðugt um ást og kærleik virtist hann ófær um að sýna ást og kærleik í verki, síst af öllu syni sínum og sínum nánustu. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Harkaleg viðbrögð við heimildarmyndinni Leaving Neverland hafa gert Michael Jackson, þótt látinn sé fyrir allnokkru, að nýjasta dæminu um listamann sem dansaði í skjóli þeirrar úldnu klisju að listamenn finni sköpunarkraft sinn oftar en ekki á mörkum geðheilbrigðis og geti í nafni listarinnar, skapandi sérvisku og meintrar snilligáfu komist upp með allan fjandann handan laga og almenns siðferðis. Sú rótgróna meðvirkni hefur gert mönnum eins og Jackson mögulegt að komast í gegnum tíðina upp með voðaverk sín nokkurn veginn óáreittir. Opnari umræða og nú síðast #MeToo-byltingin hafa orðið til þess að þessi listræna friðhelgi hefur að mestu verið afnumin. Þannig er sá frábæri leikari Kevin Spacey búinn að vera. Hann var rekinn úr House of Cards nánast um leið og ungir leikarar sökuðu hann um kynferðislegt ofbeldi undir merkjum #MeToo og var klipptur út úr kvikmyndinni All the Money in the World. BBC og fleiri miðlar hafa tekið lög Michaels Jacksons úr spilun og framleiðendur The Simpsons hafa ákveðið að láta áður sígildan þátt, þar sem Jackson léði einni persónu rödd sína, hverfa. Jackson er óumdeildur risi í popptónlistarsögu síðustu áratuga og nú þegar fólk loksins horfist af alvöru í augu við brot hans neyðist fólk til þess að spyrja sjálft sig erfiðra siðferðislegra spurninga. Er réttlætanlegt að njóta listar sem vont fólk framleiðir eða ber okkur siðferðisleg skylda til að henda henni á ruslahauga menningarsögunnar? Verði Jackson strikaður út úr tónlistarsögunni verður hún óhjákvæmilega heldur gloppótt og samhengislaus á köflum. Sama má segja um sögu bókmennta, myndlistar og kvikmynda þar sem þar leynast víða vargar sem hafa látið eftir sig stórkostleg listaverk og haft ómæld áhrif á umhverfi sitt og verk annarra.Pablo Picasso „Konur eru maskínur þjáninganna“ mun Pablo hafa sagt við Françoise Gilot, 21 árs hjákonu sína þegar hann sjálfur var 61 árs. „Í mínum augum eru aðeins tvær gerðir af konum; gyðjur og dyramottur.“ Picasso var alræmdur fyrir illa meðferð á konum og skemmst frá því að segja að af sjö mikilvægustu konunum í lífi hans frömdu tvær sjálfsvíg og aðrar tvær misstu vitið. Ein af þeim sem svipti sig lífi var listakonan, ljósmyndarinn og skáldið Dora Maar.Fréttablaðið/GettyJoan Crawford Þrátt fyrir að hafa verið ein skærasta stjarnan á gullöld Hollywood er leikkonunnar Joan Crawford miklu frekar minnst sem hræðilegrar móður. Í endurminningum elstu kjördóttur hennar, Christinu Crawford, Mommie Dearest er dregin upp sú mynd af Joan að hún hafi verið drykkjusjúkur sadisti sem tók bræði sína og vonbrigði út á elstu börnum sínum tveimur með hryllilegu ofbeldi andlegu og líkamlegu. Og vírherðatré voru ekki vel séð á heimilinu.Fréttablaðið/GettyAlfred Hitchcock Alfred Hitchcock er einn áhrifamesti kvikmyndaleikstjóri síðustu aldar og eftir hann liggur urmull af frábærum myndum sem hafa haft gríðarleg áhrif á leikstjóra og kvikmyndagerð almennt. Hitchcock þótti þó sérlega andstyggilegur við flestar leikkonurnar sem hann starfaði með og naut þess að kvelja þær með ýmsu móti við tökur. En getur maður neitað sér um að horfa á Psycho, Notorius og Rear Window?John Lennon Maðurinn sem lét sig dreyma um frið, ást og bræðralag viðurkenndi opinberlega í viðtali við tímaritið Playboy árið 1980 að hafa beitt eiginkonu sína Cynthiu ofbeldi, líkamlegu og andlegu. Þar viðurkenndi hann einnig að hafa almennt verið ofbeldisfullur og grimmur í garð kvenna yfirleitt. Elsti sonur Lennons fór ekki varhluta af skapgerðarbrestum föður síns þar sem hann var í raun yfirgefinn af honum um fimm ára aldur. Á meðan faðir hans söng og talaði stöðugt um ást og kærleik virtist hann ófær um að sýna ást og kærleik í verki, síst af öllu syni sínum og sínum nánustu.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira