Sport

Haraldur: Edwards er mjög hættulegur

Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar
Haraldur Dean Nelson.
Haraldur Dean Nelson.
Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, verður að sjálfsögðu á sínum stað í horninu hjá syninum í kvöld.

„Maður verður pínu vanari þessu en þetta er alltaf pínu stress,“ segir Haraldur léttur en Gunnar fær hættulegan andstæðing í kvöld.

„Hann er á mikilli siglingu og ekki tapað lengi. Hann hefur aldrei verið kláraður með uppgjafartaki. Hann er mjög hættulegur. Þetta verður hörkueinvígi.“

Það kemst líklega seint upp í vana að horfa á son sinn berjast og Haraldur viðurkennir að fá alltaf svolítinn fiðring.

„Þetta er einn af hans öflugustu andstæðingum til þessa og ekki spurning að maður er aðeins farinn að finna fyrir stressinu. Ég hef samt tröllatrú á Gunna og trúi því að hann vinni. Ég spái því að Gunni hengi hann í annarri lotu.“

Farið er um víðan völl í viðtalinu sem má sjá hér að neðan.

Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London í kvöld. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans sem og bardaganum sjálfum.



MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×