Erlent

Maður á áttræðisaldri fyrstur fórnarlamba til að vera nafngreindur

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Omar Nabi stendur hér fyrir utan hæstarétt Nýja-Sjálands þar sem hann heldur uppi mynd af föður sínum, Haji Daoud Nabi, sem lést við að skýla öðrum moskugestum frá byssukúlum hryðjuverkamannsins.
Omar Nabi stendur hér fyrir utan hæstarétt Nýja-Sjálands þar sem hann heldur uppi mynd af föður sínum, Haji Daoud Nabi, sem lést við að skýla öðrum moskugestum frá byssukúlum hryðjuverkamannsins. Omar Nabi
Fjölskylda eins fórnarlamba hryðjuverkanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi hefur verið núa nafngreint mann sem féll í árásinni. Hann er fyrsta fórnarlambið sem hefur verið nafngreint.

Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir morð eftir að í það minnsta einn árásarmaður hóf skothríð í tveimur moskum í Christchurch í dag. Föstudagsbænir voru í gangi í moskunum.

Maðurinn, sem hét Haji Daoud Nabi og var 71 árs, var skotinn til bana í Deans Ave moskunni þar sem hann var staddur til þess að iðka trú sína.

Samkvæmt syni mannsins, Omar Nabi, lést faðir hans við að skýla öðrum gestum moskunnar fyrir kúluregni ódæðismannsins, sem tókst að deyða 49 manns og særa hátt í 50 til viðbótar.

„Faðir besta vinar míns sagði mér að pabbi hafi látist við að stökkva á annað fólk til þess að bjarga lífi þeirra.“

Nabi eldri var formaður samtaka Afgana í Nýja-Sjálandi, en það eru samtök tileinkuð því að varðveita afganska menningu innan afganskra innflytjendasamfélaga og auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagi Nýja-Sjálands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×