Erlent

Forsætisráðherra Nýja-Sjálands: „Eitt er víst að byssulöggjöfin okkar mun taka breytingum“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á blaðamannafundi í Wellington í kvöld að það væri alveg á hreinu að byssulöggjöf landsins myndi taka breytingum eftir að versta fjöldamorð í sögu Nýja-Sjálands átti sér stað í dag.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á blaðamannafundi í Wellington í kvöld að það væri alveg á hreinu að byssulöggjöf landsins myndi taka breytingum eftir að versta fjöldamorð í sögu Nýja-Sjálands átti sér stað í dag. Vísir/getty
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á blaðamannafundi í Wellington í kvöld að það væri alveg á hreinu að byssulöggjöf landsins myndi taka breytingum eftir að versta fjöldamorð í sögu Nýja-Sjálands átti sér stað í dag.

Hryðjuverkamaðurinn notaði fimm byssur og þar af tvo hálfsjálfvirka riffla og tvær haglabyssur. Hann var með byssuleyfi sem hann hlaut í nóvembermánuði 2017. Ardern sagði að riffill með griplás hefði einnig fundist á vettvangi.

„Eitt er víst að byssulöggjöfin okkar mun taka breytingum,“ sagði Ardern.

Hryðjuverkaárásin í Christchurch var boðuð á samfélagsmiðlum og fylgst var með henni í beinu streymi á Facebook á spjallborðum öfgamanna víðs vegar um heim á netinu. Yfirvöld ákærðu í dag karlmann á þrítugsaldri eftir að í það minnsta einn hryðjuverkamaður myrti 49 manns og særði hátt í fimmtíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch í dag.

Ardern biðlaði til fólks að hvorki horfa á né deila áfram myndbandinu sem gengur nú um af voðaverkunum. Hið beina streymi varði í um 17 mínútur á Facebook.

„Lögregluyfirvöld eru meðvituð um að það sé óhugnanlegt myndefni sem tengist þessum atburði í dreifingu á netinu og vilja minna fólk á að það er lögbrot að dreifa slíku efni,“ sagði Ardern á blaðamannafundinum.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×