Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2019 10:44 Mikil viðbúnaður er hjá lögreglu á Nýja-Sjálandi vegna fjölldamorðanna í Christchurch. Vísir/EPA Lögreglan í Christchurch á Nýja-Sjálandi segir að karlmaður sem er hátt á þrítugsaldri hafi verið ákærður fyrir morð í tengslum við skotárásir í tveimur moskum í dag. Tæplega fimmtíu manns liggja í valnum og tugir til viðbóta eru sárir, þar á meðal ung börn. Nágrenni íbúðar sem er talin tengjast árásarmanni hefur verið rýmt á meðan lögregla leitar þar. Árásarmaður sem streymdi myndbandi af sjálfum sér myrða fólk í annarri moskunni nafngreindi sjálfan sig og sagðist vera 28 ára gamall Ástrali. Lögreglan í Christchurch staðfesti ekki hvort að hann sé maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir morð á blaðamannafundi fyrr í dag. Þrír aðrir voru handteknir með skotvopn nærri moskunum en ekki liggur fyrir hvort eða hvernig þeir tengjast fjöldamorðinu. Lögreglan fann einnig það sem eru taldar heimatilbúnar sprengjur á bílum. Mikil viðbúnaður er í Christchurch og víðar á Nýja-Sjálandi í kjölfar voðaverkanna. Af þeim sem létust féll 41 í al-Noor-moskunni á Deans-stræti og átta í Linwood-moskunni austan við miðborgina, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Auk þeirra eru 48 sagðir liggja særðir á sjúkrahúsi borgarinnar. Á meðal þeirra eru ung börn með skotsár. Greint hefur verið frá því að mögulega séu Indverjar og Bangladessar á meðal þeirra látnu. Nýsjálenska lögreglan greindi frá því að hún hefði rýmt svæði í kringum fasteign sem er talin tengjast árásinni í borginni Dunedin, suður af Christchurch.1/2 Police are currently in attendance at a property onSomerville Street, Dunedin. This is a location of interest in relation to theserious firearms incident in Christchurch today.Evacuations of properties in the immediate area have taken placeas a precaution.— New Zealand Police (@nzpolice) March 15, 2019 Yfirlýsingu mögulega ætlað að afvegaleiða Myndbandið af hluta árásanna fór sem eldur um sinu um netið. Lögreglan á Nýja-Sjálandi hefur hvatt fólk til þess að dreifa því ekki frekar. Á því sást maðurinn skjóta á gesti moskunnar, vopnaður hálfsjálfvirkum haglabyssum og riffli. Svo virðist sem að maðurinn hafi verið virkur í netsamfélögum hægriöfgamanna. Tuga blaðsíðna löng stefnuyfirlýsing sem hann á að hafa birt fyrir árásina er full af lofi um aðra öfgamenn og morðingja, þar á meðal norska fjöldamorðingjanna Anders Behring Breivik. Stefnuyfirlýsingin virðist hins vegar einnig full af vísunum í minni [e. Meme] sem eru vinsæl í vissum afkimum netsins. Hlutum hennar virðist gagngert hafa verið ætlað að afvegaleiða eða fífla lögreglu og fjölmiðla um raunverulegar hvatir og skoðanir morðingjans. Ef mark er takandi á yfirlýsingunni virðist árásarmaðurinn aðhyllast rasískar hægriöfgaskoðanir sem ganga út á að múslimar séu að taka yfir vestræn samfélög og útrýma hvítu fólki. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 „Skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum“ Íbúar í nýsjálensku borginni Christchurch, þar sem minnst 49 voru skotnir til bana í hryðjuverkaárás á tvær moskur í nótt, eru skelfingu lostnir, að sögn Íslendings sem búsettur er í borginni. 15. mars 2019 08:36 Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 08:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Lögreglan í Christchurch á Nýja-Sjálandi segir að karlmaður sem er hátt á þrítugsaldri hafi verið ákærður fyrir morð í tengslum við skotárásir í tveimur moskum í dag. Tæplega fimmtíu manns liggja í valnum og tugir til viðbóta eru sárir, þar á meðal ung börn. Nágrenni íbúðar sem er talin tengjast árásarmanni hefur verið rýmt á meðan lögregla leitar þar. Árásarmaður sem streymdi myndbandi af sjálfum sér myrða fólk í annarri moskunni nafngreindi sjálfan sig og sagðist vera 28 ára gamall Ástrali. Lögreglan í Christchurch staðfesti ekki hvort að hann sé maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir morð á blaðamannafundi fyrr í dag. Þrír aðrir voru handteknir með skotvopn nærri moskunum en ekki liggur fyrir hvort eða hvernig þeir tengjast fjöldamorðinu. Lögreglan fann einnig það sem eru taldar heimatilbúnar sprengjur á bílum. Mikil viðbúnaður er í Christchurch og víðar á Nýja-Sjálandi í kjölfar voðaverkanna. Af þeim sem létust féll 41 í al-Noor-moskunni á Deans-stræti og átta í Linwood-moskunni austan við miðborgina, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Auk þeirra eru 48 sagðir liggja særðir á sjúkrahúsi borgarinnar. Á meðal þeirra eru ung börn með skotsár. Greint hefur verið frá því að mögulega séu Indverjar og Bangladessar á meðal þeirra látnu. Nýsjálenska lögreglan greindi frá því að hún hefði rýmt svæði í kringum fasteign sem er talin tengjast árásinni í borginni Dunedin, suður af Christchurch.1/2 Police are currently in attendance at a property onSomerville Street, Dunedin. This is a location of interest in relation to theserious firearms incident in Christchurch today.Evacuations of properties in the immediate area have taken placeas a precaution.— New Zealand Police (@nzpolice) March 15, 2019 Yfirlýsingu mögulega ætlað að afvegaleiða Myndbandið af hluta árásanna fór sem eldur um sinu um netið. Lögreglan á Nýja-Sjálandi hefur hvatt fólk til þess að dreifa því ekki frekar. Á því sást maðurinn skjóta á gesti moskunnar, vopnaður hálfsjálfvirkum haglabyssum og riffli. Svo virðist sem að maðurinn hafi verið virkur í netsamfélögum hægriöfgamanna. Tuga blaðsíðna löng stefnuyfirlýsing sem hann á að hafa birt fyrir árásina er full af lofi um aðra öfgamenn og morðingja, þar á meðal norska fjöldamorðingjanna Anders Behring Breivik. Stefnuyfirlýsingin virðist hins vegar einnig full af vísunum í minni [e. Meme] sem eru vinsæl í vissum afkimum netsins. Hlutum hennar virðist gagngert hafa verið ætlað að afvegaleiða eða fífla lögreglu og fjölmiðla um raunverulegar hvatir og skoðanir morðingjans. Ef mark er takandi á yfirlýsingunni virðist árásarmaðurinn aðhyllast rasískar hægriöfgaskoðanir sem ganga út á að múslimar séu að taka yfir vestræn samfélög og útrýma hvítu fólki.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 „Skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum“ Íbúar í nýsjálensku borginni Christchurch, þar sem minnst 49 voru skotnir til bana í hryðjuverkaárás á tvær moskur í nótt, eru skelfingu lostnir, að sögn Íslendings sem búsettur er í borginni. 15. mars 2019 08:36 Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 08:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31
„Skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum“ Íbúar í nýsjálensku borginni Christchurch, þar sem minnst 49 voru skotnir til bana í hryðjuverkaárás á tvær moskur í nótt, eru skelfingu lostnir, að sögn Íslendings sem búsettur er í borginni. 15. mars 2019 08:36
Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00
Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53
Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 08:15