Innlent

Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér

Kjartan Kjartansson skrifar
Blóm til minningar um fórnarlömb fjöldamorðsins nærri annarri moskunni í Christchurch.
Blóm til minningar um fórnarlömb fjöldamorðsins nærri annarri moskunni í Christchurch. Vísir/Getty
Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur hvatt Íslendinga í Christchurch á Nýja-Sjálandi til þess að hafa láta vita af sér. Vopnaður maður skaut að minnsta kosti 49 manns til bana í tveimur moskum í borginni í dag. Forsætis- og utanríkisráðherra hafa birt samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á samfélagsmiðlum.

Í tilkynningum sem borgaraþjónustan hefur birt á Facebook og Twitter eru Íslendingar í borginni hvattir til þess að hafa samband ef þeir þurfa á aðstoð að halda, láta aðstandendur vita eða gera vart við sig á samfélagsmiðlum.

Bæði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hafa skrifað samúðarkveðjur á Twitter vegna fjöldamorðsins.

„Slegin og í hjartasorg yfir skynlausu ofbeldi í Christchurch. Kæra [Jacinda Ardern], ég sendi þér mínar dýpstu samúðarkveðjur og allt ljós heimsins frá íslensku þjóðinni,“ tísti Katrín nú í morgun og beindi orðum sínum til forsætisráðherra Nýja-Sjálands.

„Við erum djúpt sorgmædd yfir hryllilegri hryðjuverkaárásinni í Christchurch. Hugsanir okkar eru með fjölskyldum fórnarlambanna og nýsjálensku þjóðinni,“ tísti Guðlaugur Þór.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×