Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2019 07:53 Frá vettvangi skammt frá annarri moskunni. vísir/epa Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. Búið er að taka myndbandið niður og hefur lögreglan hvatt almenning til að dreifa því ekki. Maðurinn er einn fjögurra sem er í haldi lögreglu en hann er ástralskur ríkisborgari. Að minnsta kosti 49 létust í skotárásinni sem var gerð um klukkan 13:40 að staðartíma eða klukkan 02:40 að íslenskum tíma. Þá eru 48 slasaðir, þar á meðal ung börn, samkvæmt upplýsingum frá spítala í Christchurch. Mike Bush, lögreglustjórinn í Christchurch, mun ávarpa fjölmiðla núna klukkan átta að íslenskum tíma. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, lýsir árásinni sem hryðjuverki en hinir grunuðu eru taldir vera öfgahægrimenn. Ástralinn sem er í haldi er sagður heita Brenton Tarrant. Hann er 28 ára. Tarrant setti 73 blaðsíðna yfirlýsingu á internetið áður en hann lét til skarar skríða í moskunum tveimur.#BREAKING: Man who identified himself as Brenton Tarrant uploaded lengthy manifesto online before carrying out Christchurch, New Zealand shooting rampage https://t.co/3dwagifAuOpic.twitter.com/k4IIIa2Umy — Matthew Keys (@MatthewKeysLive) March 15, 2019Ástralinn sem er í haldi er sagður heita Brenton Tarrant. Hann er 28 ára. Tarrant setti 73 blaðsíðna yfirlýsingu á internetið áður en hann lét til skarar skríða í moskunum tveimur. Í yfirlýsingunni lýsir hann sjálfum sér sem venjulegum hvítum manni. Hann sé maður úr verkamannastétt sem hafi ákveðið að gera árás til að stemma stigu við straumi innflytjenda til Evrópulanda. Tarrant segist vilja „sýna innrásarmönnum að okkar lönd verði aldrei þeirra lönd, okkar heimalönd eru okkar, og á meðan að hvíti maðurinn lifir enn, þá munu þeir aldrei sigra okkar lönd og þeir munu aldrei koma í stað okkar fólks.“ Mike Bush, lögreglustjórinn í Christchurch, mun ávarpa fjölmiðla núna klukkan átta að íslenskum tíma. Fréttin var uppfærð klukkan 08:10 með nýjum upplýsingum um fjölda látinna. Kommentakerfinu við þessa frétt hefur verið lokað. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. Búið er að taka myndbandið niður og hefur lögreglan hvatt almenning til að dreifa því ekki. Maðurinn er einn fjögurra sem er í haldi lögreglu en hann er ástralskur ríkisborgari. Að minnsta kosti 49 létust í skotárásinni sem var gerð um klukkan 13:40 að staðartíma eða klukkan 02:40 að íslenskum tíma. Þá eru 48 slasaðir, þar á meðal ung börn, samkvæmt upplýsingum frá spítala í Christchurch. Mike Bush, lögreglustjórinn í Christchurch, mun ávarpa fjölmiðla núna klukkan átta að íslenskum tíma. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, lýsir árásinni sem hryðjuverki en hinir grunuðu eru taldir vera öfgahægrimenn. Ástralinn sem er í haldi er sagður heita Brenton Tarrant. Hann er 28 ára. Tarrant setti 73 blaðsíðna yfirlýsingu á internetið áður en hann lét til skarar skríða í moskunum tveimur.#BREAKING: Man who identified himself as Brenton Tarrant uploaded lengthy manifesto online before carrying out Christchurch, New Zealand shooting rampage https://t.co/3dwagifAuOpic.twitter.com/k4IIIa2Umy — Matthew Keys (@MatthewKeysLive) March 15, 2019Ástralinn sem er í haldi er sagður heita Brenton Tarrant. Hann er 28 ára. Tarrant setti 73 blaðsíðna yfirlýsingu á internetið áður en hann lét til skarar skríða í moskunum tveimur. Í yfirlýsingunni lýsir hann sjálfum sér sem venjulegum hvítum manni. Hann sé maður úr verkamannastétt sem hafi ákveðið að gera árás til að stemma stigu við straumi innflytjenda til Evrópulanda. Tarrant segist vilja „sýna innrásarmönnum að okkar lönd verði aldrei þeirra lönd, okkar heimalönd eru okkar, og á meðan að hvíti maðurinn lifir enn, þá munu þeir aldrei sigra okkar lönd og þeir munu aldrei koma í stað okkar fólks.“ Mike Bush, lögreglustjórinn í Christchurch, mun ávarpa fjölmiðla núna klukkan átta að íslenskum tíma. Fréttin var uppfærð klukkan 08:10 með nýjum upplýsingum um fjölda látinna. Kommentakerfinu við þessa frétt hefur verið lokað.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31